Prentarinn - 01.01.1973, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.01.1973, Blaðsíða 3
PRENTARINN Blað Hins islenzka prentarafélags 51. árgangur 1—4. tölublað 1973 Ritsjórar: Guðjón Sveinbjörnsson Haukur Már Haraldsson Prentsmiðjan Hólar hf. Efnisyfirlit Uppsögn samninga . 1 Fréttir af starfseminni . 3 Verknámsskóli fyrir allan prentiðnaðinn í undirbúningi . 5 Svíar eru ágætis fólk og gott að vinna með þeim . 6 Með austur-þýzkum starfsbræðrum . 8 Bókahilla Prentarans . 13 Ríkisprentsmiðjan færir út kvíarnar . 14 Félagsþroski . 15 Orlofsuppbótin . 15 Hólar kaupa Prenthús Hafsteins Guðmundssonar . 16 Skýrslan um úttekt prentiðnaðarins komin til Iðnþróunarsjóðs . 16 Morgunblaðið brátt offsetprentað . 17 Fréttir af starfseminm Á síðasta aðalfundi félagsins kom það sjónarmið fram að nauðsyn væri að auka tengslin milli stjórnar félagsins og annarra félagsmanna. Skoðun manna var sú að það yrði bezt gert með útgáfu félagsbréfs eða með föst- um jtáttum af starfseminni i Prentar- anum, og að hann kæmi þá oftar út. Á fundi stjórnarinnar 7. maí s.l. var ákveðið í samráði við ritstjórn Prent- arans að í blaðinu yrði fastur þáttur, sem bæri yfirskriftina „Fréttir af starf- seminni", og var undirrituðum falið að sjá um efnissöfnun. Á sama fundi var ákveðið að blaðið kæmi út á tveggja mánaða fresti, ef þess væri nokkur kostur. í þessum fyrsta þætti verður auk frétta af aðalfundinum drepið á helztu mál, sem unnið hefur verið að frá jrví að hann var haldinn. Aðctlfundur HÍP Aðalfundurinn var haldinn lielgina 28. og 29. apríl s. 1. í félagsheimilinu. Formaður setti fundinn og minntist tveggja látinna félaga.Sigurðar Straum- fjörð Ólafssonar og Hafliða Helga- sonar. Pjetur Stefánsson flutti skýrslu gjaldkera og skýrði reikninga félagsins, ennfremur kynnti Pjetur þrjár tillög- ur frá stjórninni. Sú fyrsta var um 50 þúsund króna fjárveitingu til bóka- safns félagsins, önnur var um 10 þús- ttnd króna styrk til Lúðrasveitar verka- lýðsins og sú þriðja var um að dagpen- ingar í veikindum og slysatilfellum hækki úr 80 krónum í 150 krónur. All- ar þessar tillögur voru samþykktar. Miklar umræður urðu um reikning- ana, jafnframt því að margar fyrir- spurnir komu fram, og svöruðu gjald- keri og formaður þeim jöfnum hönd- um. Að loknum umræðum bar for- maður reikningana upp og voru þeir samþykktir. Formaður flutti Jtvx næst skýrslu stjórnar og Ellert Ág. Magnússon flutli skýrslu hátíðarnefndar, en hún fékk ekki rúm í Prentaranum. Allmiklar umræður urðu um skýrslur stjórnar og nefnda og voru vinnubrögðin bæði löstuð og lofuð. í gagnrýninni vó þyngst það álit manna að ekki ltefðu verið nóg tengsl á milli stjórnarinnar og félagsmanna. Hins vegar var stjórn- inni hælt fyrir dugnað í sambandi við Norræna prentaraþingið, afmælið og fleira. Þegar umræður um skýrslurnar stóðu yfir komu fulltrúar norðanprenl- ara á fttndinn þeir Þór Þorvaldsson og Hörður Svanbergsson, og bauð for- maður þá Itjartanlega velkomna. For- maður kynnti hugmynd um að breyta skyndilánafyrirkomulaginu og færa Jtað inn í banka, með Jtað fyrir augunt að lánsupphæð hækki og að skrifstof- an losni við Jtá vinnu sem hefur verið samfara Jtessari fyrirgreiðslu. Fundur- inn samþykkti að stjórnin reyndi að ná samningum við banka í þessu sam- bandi. Þegar Itúið var að afgrciða skýrslurnar fóru fram stjórnarskipti, en aðeins einn listi kom fram, og var hann Jtannig skipaður: AÖalstjórn: Þórólfur Danfelsson, formaður Magnús Einar Sigurðsson, ritari Gísli S. Guðjónsson, 2. meðstjórnandi Pétur Ágústsson, 3. meðstjórnandi. Varastjórn: Haukur Már Haraldsson, ritari Baldur H. Aspar, gjaldkeri Ásgeir Gunnarsson, 1. meðstjórnandi PRENTARINN 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.