Prentarinn - 01.01.1973, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.01.1973, Blaðsíða 6
Svíar eru ágætisfólk og gott að vinna með þeim Mörgum er ugglaust enn i fersku minni landflótti íslendinga á árunum 1968 og 1969, þegar atvinnuleysi var landlœg plága hérlendis. Flestir þeirra sem flúðu at- vinnuleysið á þessum árum fóru til Norðurlandanna, en dœmi voru þó þess, og þau ekki fá, að farið var alla leið suður til Astraliu. Prentarar fóru ekki varhluta af þessum hörmungum, fremur en aðrar launastéttir. Einn þeirra prentara, sem fóru úr landi á þessum árum, kom nýlega heim í stutt orlof. Það var Þorsteinn Einarsson setjari, sem dvalizt hefur í Málmey i Svíþjóð síðan vorið 1969. Við hittum Þorstein að máli, meðan hann var staddur hér. StórtorgiO i Máltney. 6 Hvar starjaðir j)ú áður en þú jórst út? — Ég lærði á Alþýðublaðinu á árun- um 1964 til ’68. Síðan starfaði ég um tíma á Morgunblaðinu. Þegar ég liætti þar fór ég á sjóinn, en varð svo at- vinnulaus, og það ástand stóð í hálft ár. Þá gafst ég upp og fór til Svíþjóð- ar, til Málmeyjar nánar tiltekið. Varstu þá búinn að tryggja þér vinnu? — Nei. Ég fékk alþjóðapassa lijá félaginu hér heima, og þegar ég kom til Málmeyjar fór ég beint á skrifstofu prentaranna þar og bar upp mín mál. Ég talaði við Stig Nilson, sem var á skrifstofunni, og áður en ég vissi, hafði hann hringt út í bæ og ráðið mig í vinnu. Satt að segja hafði ég hugsað mér að halda áfram til Stokk- hólms, en Nilson var svo snöggur að hringja, að ég var höndum seinni að segja honum það. Og úr því ég fékk vinnu þarna, sá ég ekki ástæðu til að halda áfram. Ég kom á föstudegi til Nilsons og á mánudeginum hóf ég vinnu. Hvar jékkstu vinnu? — Hjá stærsta kratablaði Svíþjóðar, Arbetet, og þar vann ég alla tíð síðan. Var Arbetet byrjað i offset þegar þú komst? — Já, þeir voru að byrja. Voru komnir með offsetpressu en settu allt í blý ennþá. Þróunin í áttina til ljós- setningar hefur þó verið stöðug og jöfn síðan. Til dæmis voru 18 eða 20 setjaravélar í notkun þegar ég kom þarna fyrst, en þegar ég fór heim um daginn, 10. ágúst, var aðeins sett á eina vél. Innskriftarborðin hafa tekið við. Hvaða tceki eru notuð þarna? — Innskriftarborðin cru af gerðinni IBM, en setningin er keyrð í gegnum Plioton-heila. Þetta er ekki filmusetn- ing heldur sett á pappír, eins og mér skilst að sé hér í Blaðaprenti. I hverju varstu nú fyrst eftir að þú byrjaðir? — Ég var fyrst settur f aflagningu. Þarna var mikið að leggja af, eins og sést á því, að við vorum tveir f því ein- göngu. Nú, svo fór maður að smá- hækka í tign, ef svo má segja, og fór að setja auglýsingar, og eftir sex mán- uði tók ég að ganga vaktir eins og hinir umbrotsmennirnir. í svona stóru fyrirtæki tekur langan tíma að komast inn í hlutina, svo sem að læra hvar allir stílar eru geymdir og svo fram- vegis. Arbetet er geysimikið fyrirtæki, til dæmis vinna í fyrirtækinu í Málmey 500 manns, og auk þess eru svæðis- skrifstofur víða um land. En það cr ekki bara Arbetet sem er prentað þarna, Suður-Svíþjóðarútgáfur af Aft- onbladet og Expressen eru prentaðar þar líka, auk ýmissa tímarita. Auk þess voru til skamms tíma settar þarna bækur, en það hefur minnkað síðan nýja tæknin tók við. Svo hœtlirðu jiarna. Hvers vegna? — Þessir breytingatímar höfðu ýmsa röskun í för með sér, og einn daginn vorum við átta menn kallaðir inn á skrifstofu og okkur tilkynnt, að vegna ástæðna, sem blaðið réði ekki við, sé okkur sagt upp. Og ég var atvinnu- laus í þrjá mánuði. Blaðaprentarar þarna verða lítið varir við það efnahagslega, þótt þeir verði atvinnulausir. Atvinnuleysis- sjóður félagsins leggur fram ákveðna upphæð á dag í atvinnuleysisstyrk, auk þess sem samtök blaðaútgefenda PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.