Prentarinn - 01.01.1973, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.01.1973, Blaðsíða 12
stjórnmál, efnahagsmál og félagsmál. Meðal annars sagði Pielemann okk- ur frá skemmtilegu sambandi, sem komið er á milli starfsmanna Tribiine og barna á dagheimili þar í nágrenn- inu. Starfsmenn Tribiine styðja dag- heimilið fjárhagslega og með efnisgjöf- um (renningar, pappír til að teikna á o. s. frv.), en börnin koma með jöfnu millibili í fyrirtækið, gefa skýrslu um námsárangur sinn og sýna einkunnir. Þegar verkamennirnir hafa svo spurt börnin í þaula um frammistöðu þeirra, cr dæminu snúið við, og börnin taka starfsmcnnina í karphúsið að því er varðar vinnuna. Skrifstofa Pielemanns var skemmtilega skreytt teikningum og límmyndum frá börnum þessa dag- heimilis og var hann bersýnilega mjög ánægður með þetta samband. Yfirvinna óæskileg Á degi framleiðslunnar fara svo börnin inn í fyrirtækið og starfa að framleiðslunni. Segja heimamenn, að þannig læri börnin að bera virðingu fyrir vinnunni. Pielemann tjáði okkur, að mesta áhyggjuefnið, sem hann hefði við að stríða, og sama gilti raunar um aðra ráðamenu fyrirtækja sem við töluðum við, væri skortur á vinnuafli. Taldi hann yfirvinnu óæskilega, enda er víst erfitt að fá heimild til slíks, en hana verður að fá hjá verkalýðsfélag- inu, sem samþykkir ekki fyrr en geng- ið ltefur verið rækilega úr skugga um að ekki sé hægt að vinna viðkomandi verkefni á annan hátt. Sagði hann enda að dagvinnulaun væru við það miðuð, að af þeim mætti lifa góðu lífi. í þessari prentsmiðju Tribúne varð ég fyrir þeirri lífsreynslu í fyrsta sinn á ævinni, að koma inn í setjarasal og pressusal, þar sem loftið var betra en úti fyrir. Hafði bersýnilega verið mjög til loftræstingar vandað; brælan úr blýpottum setjaravélanna var soguð upp f rör og þannig leidd út, og liringrás loftsins haldið með réttri staðsetningu á viftum. Einnig var þarna, eins og víðast annars staðar, bannað að reykja í vinnusölum, en sérstakt reykingaherbergi var á hæð- inni, og gátu menn farið þangað og fengið sér reyk, ef þeir voru aðfram- komnir. Misskilningur hverfisstjórans Eftir heimsóknina í Tribúne snædd- um við kvöldverð í veitingahúsi í gömlum garði í útjaðri borgarinnar. Þetta veitingahús var að því leyti merkilegt, að það var byggt sam- kvæmt ákvörðun hverfisstjóra komm- únistaflokksins, eftir styrjöldina. Ilann ætlaði að sanna það, að undir komm- únistastjórn gætu verkamenn farið á fínt veitingahús í hvítri skyrtu og með bindi um hálsinn, eins og burgeisarnir höfðu gert fyrir styrjöldina. Ekki tókst honum að sanna það. Reiknings- skekkjan lá í því, að verkamönnunum fannst miklu skcmmtilegra að eyða kvöldunum á gömlu góðu kránum, í sinni vinnuskyrtu opinni í hálsinn, heldur en á glerfínu veitingahúsi, — og það þótt húsið stæði við vatns- bakka og umhverfið hið rómantísk- asta. Föstudagur S. júni Þennan dag byrjuðum við mcð því að heimsækja það fyrirtæki, sem gaf okkur gleggsta mynd af því, sem verið er að þróa upp í Alþýðulýðveldinu Þýzkalandi. Tastomat. Það fannst að vísu ekki í fyrstu tilraun, þar sem það var flutt i nýtt húsnæði, en svo fór þó að lokum að við fundum það inn- an um hávaxin tré í skógi. Svo scnt að líkum lætur var umhverfið því harla ólíkt því sem við áttum að venjast að heiman. Þarna hiltum við að máli forstjóra Tastomat, varaformann verkalýðsfé- lagsins á staðnum og formann fram- leiðslunefndar, sem var hin fríðasta kona. Okkur var tjáð á fundi með þre- menningunum, að þetta fyrirtæki væri hið eina sinnar tegundar i sósialfsku löndunum. Það framleiðir aðallega strimla fyrir setjaravélar, mest fyrir blýsetningu, en einnig fyrir filmu- og ljóssetningu. Þá er sett þarna á segul- bönd, sem þeir sögðu að væri aðferð, sem gæfi góðan arð. Slík bönd cru fyrir ritvélar, svo ótrúlega sem það kann að hljóma, og eru Þjóðverjar — og ugglaust fleiri — farnir að setja (eða vélrita) þannig bækur. Ritvélarn- ar eru kúluvélar frá IBM og fást kúlur með alls lags leturstungum og stærð- um. Vélarnar jafna orðabil, og þessi setningaraðferð gefur ekkert eftir ljós- setningu. Þetta er ekkert líkt því mini-offseti sem við eigum að venjast frá fjölritunarstofum, þótt notaðar séu ritvélar. í Tastomat er einnig prentað, aðal- lega bæklingar og smáprent. Vélar eru flestar tékkneskar, utan að sjálfsögðu- IBM-vélarnar, og bókbandsvélar eru austur-þýzkar, þar sem sjá mátti furðu fullkomna brotvél, miðað við stærð verka. Hið félagslega fyrst Þetta fyrirtæki var að byggja yfir sig. Þar var ekki látið nægja að byggja yfir framleiðslu fyrirtækisins, heldur varð framlciðsla starfsmanna að sitja í fyrirrúmi við uppbygginguna. Byggja varð vöggustofu og dagheimili áður en hafizt var handa um að fullklára verksmiðjuhúsið. Einnig var þarna á staðnum stórt eldhús með stórri mat- stofu, gufubað, hárgreiðslustofa (kon- ur eru í miklum meirihluta meðal starfsmanna) og knattleikjavöllur. Þetta er mikil kyrrsetuvinna og því er læknir látinn fylgjast með heilsu- fari starfsmanna, og gefur hanu fyrir- mæli um mataræði. íþróttir eru mikið stundaðar, einkum þó blak, en í þeirri íþrótt þurfa menn að teygja mikið úr sér og það er einmitt nauðsynlegt eft- ir vinnu eins og þarna er unnin. Þá var okkur tjáð, að fyrirtækið liefði barnabúðir uppi í sveit, og værtt börn starfsmanna þar þrjár vikur á hverju sumri. Þriðjungur starfsmanna kemst á ókeypis hvíldarheimili á sumrin. Vald verkalýðsins Okkur var töluverð forvitni í að vita hver það væri, sem knýr á um svona félagslegar framkvæmdir í fyrir- tæki. Okkur var sagt, að verkalýðsfé- lagið gerði það. Milli fyrirtækisins og verkalýðsfélagsins væri gerður samn- ingur um félagslegar framkvæmdir á vegum fyrirtækisins, og væri hver á- fangi þeirra dagsettur f samningnum. 12 PRENTARIN N

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.