Prentarinn - 01.01.1973, Side 16

Prentarinn - 01.01.1973, Side 16
Hólar kaupa Prenthús Hafsteins Guðmundssonar Nú 1 vor keypti Prentsmiðjan Hólar Prenthús Hafsteins Guðmundssonar á Seltjarnarnesi og var kaupverðið um 23 milljónir kr. Hólar seldu hins vegar Birni Traustasyni, byggingameistara, gamla prentsmiðjuhúsið við Þingholts- stræti fyrir 29 milljónir. Hafstcinn Guðmundsson hefur þar með hætt prentsmiðjurekstrinum og ætlar fyrst og fremst að helga sig bókaútgáfu. Hólar fluttu setningar- og prentvél- arnar á nýja staðinn í sumar, en bók- bandið er ennþá í Þingholtsstræti. Vinnusalurinn í Prenthúsinu er að- eins um 300 fermetrar og þrengslin það mikil að engin leið cr að koma bók- bandinu jiar fyrir. Hólamenn ætla sér að ráða skjótlega bót á því og eru þegar byrjaðir að byggja viðbótarálmu sem hýsa mun bókbandið. Þessi nýja álma verður um 250 fermetrar og á að verða tilbúin i haust eða fyrri hluta vetrar. Við þessa viðbót gjörbreytast vinnuskilyrðin í smiðjunni. A upphaflegri teikningu af I’rent- húsinu er einnig gert ráð fyrir 350 m2 pappírsgeymslu og álmu fyrir skrif- stofur og mötuneyti en allt húsið verð- ur á einni hæð. Vélakostur prentsmiðjunnar er nú þrjár Linotype setningarvélar, þar af ein Elcktron, þrjár Heidelberg dígul- vélar, tvær Heidelberg silindurvélar og ein ítölsk prentvél. Þá hafa Hólar Eins og sagt hefur verið frá i Prent- aranum, var Den grafiske höjskole í Kaupmannahöfn falið að gera úttekt á prentiðnaðinum á íslandi. Skýrsla um þessa úttekt er nú komin til Iðn- þróunarsjóðs og Félags íslenzka prent- iðnaðarins og verður sennilega birt innan tíðar. Danirnir gerðu sérstaka athugun á nýlega keypt tékkneska offsetvél (Add- ast omayor 172), sem sýnd var á vöru- sýningunni í Laugardalnum í sumar, en hún er ennþá ekki komin í gagnið. Um 40 manns starfa nú hjá Hólum, þar af 14 í bókbandinu í Þingholts- stræti. Framkvæmdastjóri er Sveinn Aðalsteinsson. rekstri 10 fyrirtækja, sem voru valin með það fyrir augum að ná fram eins- konar þverskurðarmynd af prentiðn- aðinum hér á landi. Þessi fyrirtæki voru: Litróf, Bókfell, Oddi, Borgarprent, Litbrá, Prentstofa Guðmundar Benediktssonar, Prent- verk, Kassagerð Reykjavíkur, Grafík og Prentsmiðja Suðurlands. Skýrslan um úttekt prentiðnaðarins komin til Iðnþróunarsjóðs 16 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.