Prentarinn - 01.01.1973, Side 14

Prentarinn - 01.01.1973, Side 14
Ríkisprentsmiðjan fænr út kvíarnar í desembermánuði 1971 skip- aði iðnaðarráðherra, Magnús Kjartansson, nejnd til að endurskoða rekstur Ríkis- prentsmiðjunnar Gutenberg og gera tillögur um að tryggja prentsmiðjunni húsa- kost, vélbúnað og aðra aðstöðu, til að gegna sem bezt verkefnum sínum, en þau eru aðallega í págu Alþingis, Stjórnarráðsins og Háskóla Islands. í nefndina vorn skipaðir: Guðlaug- ur Þorvaldsson prófessor, formaður; Arni Þ. Arnason skrifstofustjóri, Ey- steinn Jónsson forseti sameinaðs þings, Kári B. Jónsson prentari og Stefán Ogmundsson prentari. Nefndin skilaði áliti i desember 1972 og voru meginniðurstöður henn- ar þær, að húsakostur og vélbúnaður Ríkisprentsmiðjunnar væri með öllu óviðunandi og taldi nefndin óhjá- kvæmilegt, með tilliti til verkefna og sérhlutverks prentsmiðjunnar, að hún yrði flutt í annað og hentugra hús- næði og vélakostur hennar stórbættur og aðlagaður auknum kröfum um þjónustu. Nefndin kannaði ýmsar leiðir í þessu efni, m. a. nýbyggingu, kaup á hús- næði og vélum og fékk tilboð frá nokkrum aðilum og fyrirtækjum, sem hún lét kunnáttumenn skoða og meta. Að lokum lagði nefndin einróma tii að samið yrði við Gunnar Þorleifsson og hluthafa í Prentsmiðju Jóns Helga- sonar hf. Síðumúla 18 hf. og Félags- bókbandinu hf., og Ríkisprentsmiðj- unni tryggður með þeim samningum bættur véla- og húsakostur. Samningar hafa nú tekizt milli Ríkisprentsmiðjunnar og þessara aðila um kaup á fasteignum og vélakosti og voru samningar undirritaðir 17. júlí sl. í fasteignunum að Síðumúla 16 og 18 fær Ríkisprentsmiðjan aðstöðu í 2000 fermetra nýti'zku iðnaðarhúsnæði í stað 874 fermetra, sem liún hefur nú til umráða, auk þess sem vélbúnaður prentsmiðjunnar er stórbættur og að- staða sköpuð til frekari vélvæðingar. Samanlagt verð hins keypta nam 76 milljónum króna. Það er sannarlega fagnaðarefni, að Ríkisprentsmiðjan Gutenberg skuli nú loks komast í viðunandi húsnæði og fá góðan vélakost. — hm. Siðast i águst koimi hhigað til landsins á vegum iðnaðarráðu- neylisins og Rikisprentsmiðjunnar Gutenherg tveir Danir, sem eiga að vera með i ráðum við endurskipu- lagningu Ríkisprentsmiðjunnar. Þeir heita Ib Sandböl og Niels Modeweg-Hansen og starja liáðir við Grajiska háshólann i Kaupmannahöjn. Meðan Danirnir dvöldu hér óskuðu peir eftir að fá að skoða Prent- skólann og spurðu margs um prentnámið og fræðslumálin yfirleitt. Myndin sem hér fylgir er tekin i Prentskólanum og á henni sjást taldir frá vinstri: Þórólfur Danielsson, formaður HÍP; Ib Sandböl; Niets Modeweg-Hansen; Ragnar Guðmunds- son, forstjóri Rikisprentsmiðjunnar Gulenberg og kennarar Prentskótans, Olgeir Axelsson og Óli Vestmann. 14 PRENTARIN N

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.