Prentarinn - 01.01.1973, Side 8

Prentarinn - 01.01.1973, Side 8
MEÐ AUSTUR-ÞYZKUM STARFSBRÆÐRUM Sl. vor barst stjórn Hins isl. prentarafélags boð frá stjórn Druck und Papier, austur- pýzlta bókagerðarsambandinu, um að senda tvo menn til Austur-Þýzkalands. Skyldi ferðin vera kynningarferð, bœði til að kynnast faginu og landinu. Stjórn HIP ákvað að til far- arinnar skyldu veljast peir Valgeir Emilsson, meðstjórn- andi i stjórn HIP og Haukur Már, annar ritstjóra Prent- arans. Þeir félagarnir voru mjög ánœgðir með ferðina og töldu hana sérlega lœr- dómsríka, hvort heldur var suhliðin sem að faginu snéri eða pjóðfélaginu. Hér birist fyrri hluti eins konar dagbókarbrots Hauks Más úr íerðinni. ÞriÖjudagur 5. júní Það var sæmilegasta veður í Warne- munde, þegar ferjan frá Gedser lagði þar að. Nokkur vindur, en sólin skein. A baðströndinni við innsiglinguna lágu sumarleyfisgestir og sleiktu ýmist sólskinið eða syntu í sjónum. Við Valgeir höfðum staðið uppi á efsta þilfari og virt fyrir okkur þenn- an fyrsta fasta punkt járntjaldsins fræga, sem við sáum í þessari ferð okkar. Okkur leizt hann harla lag- lcgur, en máttum þó ekki vera að miklu glápi eftir að inn x höfnina var komið, því lestin átti að fara frá borði um leið og lagzt yrði að bryggju. Við flýttum okkur því niður á bíla- og lestarþilfarið og sátum sem fastast i lestinni þegar hún rann nokkrum mínútum síðar inn á brautarstöðina. Það voru mistök. Móttökunefndin beið nefnilega á bryggjunni, eftir að við kæmum niður landganginn frá feij- unni, eins og þeir sem til Warne- múnde ætluðu, áttu að gera. Það vissum við aftur á móti ckki og lent- um þess vegna í smáævintýri með fjórum stimpilglöðum vegabréfaskoð- urum. Þeir kunnu að segja yes og no á ensku og þýzkukuunátta okkar tví- menninganna takmaikaðist nokkurn veginn við sömu orð. Við komumst því ekki að neinni niðurstöðu, en okkur (öllum) til mikillar ánægju birtist nokkru síðar f lestinni ungur maður, sem kunni bæði íslenzku og þýzku. Þar með var kominn túlkur- inn okkar, sá sem vera skyldi með okkur í landinu meðan á dvöl okkar stæði. Sveinn heitir hann Agústsson og starfar sem skipatæknifræðingur i skipasmíðastöðinni Neptun i Rostock; kvæntur þýzkri konu, Úrsulu að nafni, faðir tveggja barna og býr hann í Ro- stock; sagðist una hag sínum vel. En þetta var útúrdúr. Sveinn kom iagi á hlutina í krafti þess sem málið kann og innan stundar heilsuðum við full- trúum gestgjafa okkar, Hans Piele- mann, sem síðar varð aðalleiðsögumað- ur okkar í ferðinni, og Heinz Beyer. Eftir að hafa snætt hádegisverð á Hótel Strand, við baðströndina í Warnemúnde, var haldið áleiðis til Berlínar í tveimur bifreiðum í eigu þýzka alþýðusambandsins, FDGB. Við álitum að þessir bílar væru hafðir þarna cingöngu við móttökuna, til að koma okkur og faiangrinum til Ber- línar með góðu móti. En svo var þó ekki, því við höfðum þessa bíla og bflstjóra þeirra til afnota það sem eftir var dvalarinnar. Með Berlín undir fótum sér Ferðin til Berlínar tók fjórar klukkustundir, og var ekið á 110—130 km alla leiðina, nema þegar farið var í gegnum hina ýmsu bæi sem á leið okkar voru. Það var komið nærri kvöldverðar- tíma, þegar við renndum upp að Hótel Stadt Berlin, sem vera skyldi heimili okkar í Berlfn. Þetta er nýj- asta og fullkomnasta hótel A-Berlínar og FDGB á þar tvær hæðir, þá 28. og 32. Við bjuggum á þeirri fyrrnefndu og þegar litið var út um gluggann á herberginu mátti með sanni segja, að Berlín lægi fyrir fóturn okkar. Aðeins ein bygging skagaði hærra; sjónvarps- turninn þeirra, sem er hæsta bygging í Eviópu. Hann var örstutt frá hótel- inu og ef staðið var við gluggann á 28. hæð horfði maður nokkurn veg- inn á hann miðjan. Kvöldverðurinn þetta fyrsta kvöld okkar var einmitt snæddur 1 veitinga- húsi í stöpli þessa mikla turns. Þar bættist einn fulltrúi Druck und Papier enn í hópinn, Rudi Wúnschmann, en hann sér um erlend samskipti félags- ins. Mikið spurt og greiðlega svarað Undir borðum var mikið rabbað og það svo mjög, að Sveinn hafði varla matarfrið. Við höfðum margs að 8 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.