Prentarinn - 01.01.1974, Qupperneq 7
— I’ai'i var hjá Lögbergi, en þetta Óskar Söebeck og Árni Öla
voru eríiðir tímar, kreppa og at- a3 starfi við
vinnuleysi. Og meðan ég beið eftir Lesbók MorgunblaOsins.
vinnu við prentverk var ég að hugsa
um að fara til fiskjar á Winnipegvatni
og var reyndar búinn að ráða mig, —
en svo veiktist einn prentarinn hjá
Lögbergi og þá fékk ég vinnu þar.
Hann frískaðist reyndar aftur og þá
missti ég vinnuna, en það stóð ekki
lengi, því aftur veiktist hann og dó
skömmu síðar. Það mátti þvf segja þá
eins og oftar, að eins dauði er annars
brauð.
— Hvað varstu lengi hjá Lögbergi?
— Þangað lil ég fór heim, 1930.
Það var mikið að gera meðan ég var
þarna, og oft vann ég fram eftir öllu
á kvöldin. Ég held að þeim hafi þótt
ég skila fullu verki, þótt þeir greiddu
mér lægra kaup en öðrum. Ég undi
því illa og var alltaf að reyna að fá
pláss annarsstaðar, því ég vildi líka
komast niður í málinu. En það var
ekki hlaupið að þvf að fá vinnu. Ég
fékk að vísu tilboð frá lítilli prent-
smiðju, enskri, nokkuð iangt vestur i
landi, en þá var ég búinn að ákveða
að fara heim, og sinnti því ekki.
Á farkosti
„spenamanna"
— Hvað varstu lengi í Kanada?
— Frá því f ágúst 1928 þangað til
um vorið 1930. Ég kom heim með
öðru skipinu sem flutti vestur-ís-
lendinga á alþingishátfðina. Ég held
ég hafi komið með „spenamönnum".
— Hvaða menn voru það?
— Það voru vestur-íslendingar, —
sem voru að fara á alþingishátíðina.
Þeir gátu ekki komið sér saman og
skiplust í tvo hópa og voru kallaðir
labbakútar og spenamenn. Þeir sem
báru heitið „spenamenn" fylgdu lands-
stjórninni að inálum og fengu ein-
hvern ferðastyrk, en stjórnarandstæð-
ingar voru kallaðir „labbakútar".
— Og þú lentir svo hjá spenamönn-
um?
— Ég tók engan þátt í þessum deil-
um, vildi bara komast heim. En sam-
komulagið var ekki betra en það, að
þeir urðu að fara á tveimur skipum.
Nú er allt í sátt og samlyndi hjá ís-
lendingum vestra, eins og sjá má af
heimsóknum þeirra hingað til lands
á síðari árum.
Fólk og félagslíf
— Hvernig líkaði þér svona yfir-
leitt fyrir vestan?
— Mér líkaði vel við fólkið.
— Varstu ekki búinn að safna dá-
litlu í handraðann?
— Ekki fór nú mikið fyrir því, þó
átti ég töluvert inni, en fékk það
greitt, þegar ég fór; annars gekk illa
að fá borgað.
— Hver var ritstjóri Lögbergs þegar
þú varst þar?
PRENTARINN
/