Prentarinn - 01.01.1974, Page 16

Prentarinn - 01.01.1974, Page 16
síðuslu nefndi hann, að mjög bráð- lega yrði að gera eitthvað afgerandi varðandi heilbrigðis- og hollustuhætti í prentsmiðjum hér á landi og greindi einnig frá þeim vanda, sem skapast vegna mikillar aukavinnu sem flest- allir launamenn þurfa að vinna og þeim lamandi áhrifum sem Jrað hefur á allt félagslíf. Undirritaður sagði frá samningun- um og rakti ftarlega samningaviðræð- urnar, hvaða vandamál var við að glíma hverju sinni og skýrði að síðustu frá því sem fólst í samkomu.aginu. Noregur Gunnar Kokaas skýrði frá því, að Iniið væri að ná samningum um starfs- svið trúnaðarmanna. Þeir eiga nú að hafa aðstöðu til að fylgjast með samn- ingaviðræðum og á það að gera þeim auðveldara að hafa eftirlit með því að samningarnir séu haldnir. Ekki er ætlast til að trúnaðarmenn taki Jrátt í framleiðslunni, en þelr eiga að hitt- ast reglulega og bera saman bækur sfnar og Jreir eiga einnig að hafa á vinnustað aðstöðu til fundahalda og hafa vald til að stöðva vinnu ef þeim sýnist svo, með einhverjum takmörk- unum þó. Gunnar sagði, að samningaþólið hefði staðið nokkuð lengi og að lok- um hefði deilan farið til sáttasemjara. Sent var bréf til trúnaðarmanna og Jreir beðnir að setja á aukavinnubann. Þannig myndaðist mikill þrýstingur á mörg stærstu fyrirtækin. Nefndi hann sem dtemi Verdens Gang, sem er eitt útbreiddasta dagblað Noregs, og sagði að tap þeirra vegna aukavinnubanns- ins hefði verið um 200 þúsund norskar á dag. Þessi mikli þrýstingur varð til Jress að sáttatilboð kom mjög fljót- lega frá sáttasemjaranum og tók hann inn í tilboðið mikið af upphaflegum kröfum. Við allsherjaratkvæðagreiðslu var tilboðið síðan samþykkt með 80% atkvæða. Launin hækkuðu 1. apríl s. I. um 53—110 kr. norskar á viku og 1. apríl 1975 hækka Jrau aftur um 42—90 kr. Vaktaálag hækkar úr 90 kr. í 110 og úr 100 kr. í 140 kr. Þá fengu þeir hækkun á framlagi vegna námskeiða og umskólunar, og vinna við filmu- setningarvélar er nú eingöngu fyrir iðnlærða. Ýmislegt fleira fengu þeir, en ég hef hér rakið það helsta. Reíkningar Nordisk Typograf- Union 1973 Þegar sjóðurinn var stofnaður var hugmyndin sú, að hætt yrði greiðslum til hans Jiegar eignirnar væru komnar yfir 5 milljónir sænskra króna. Nú er því takmarki náð, en verðgildið er ekki það sama og þegar sjóðurinn var stofnaður. Spunnust af þessu nokkrar umræður og þótti flestum að áfram yrði að greiða til sjóðsins, en þó þyrfti að athuga nánar hvort rétt væri að sameina sjóðinn öðrum sams- konar sjóðum, sem eru í eigu bók- bindara og offsetmanna. Sú staðreynd, að nú eru öll félögin sameiimð nema hér á íslandi, hlýtur að hafa mikil áhrif í ]>á átt. Niðurstaðan varð sú, að fresta ælti greiðslum til sjóðsins Jretta ár, en reyna að komast að sam- komulagi um framlíð sjóðsins á ráð- stefnu grafísku sambandanna, sem halda á nú í nóvember. Eitt félag bókagerðarmanna á NorSm-löndum Á síðustu árum hafa komið upp raddir í |)á átt, að heppilegt væri að gera eitt félag úr öllum norrænu bóka- gerðarfélögunum. Engin niðurstaða fékkst í þeim umræðum og var talið að betur þyrfti að rannsaka kosti þess og galla. Kom fram að miklir erfið- leikar væru á því, að eitt félag færi með samningana fyrir alla starfshóp- ana í löndunum fimm. Samningarnir væru bæði ólíkir milli landa og á milli starfshópa. Starf noriaena tækniráðsins Næst var rætt um hið viðamikla verkefni tækniráðsins og kom fram, að mikils er af Jrví að vænta í náinni framtið. Þar sem HÍP hefur sent fulltrúa á tvo fundi ráðsins og þeir munu skýra nánar frá verkefnum tækniráðsins hér í Prentaranum fjöl- yrði ég ekki frekar um það að þessu sinni. Næsti dagskrárliður var um Jrað livar draga ætti línu á milli starfs- manna ritstjórnar og iðnlærðra í sam- bandi við nýja tækni við dagblaða- framleiðslu. Nokkrar umræður urðu um Jretta atriði, en ekki voru fyrir- liggjandi nógu miklar npplýsingar til þess að hægt væri að taka ákvarðanir. Var því ákveðið að afla nauðsynlegra gagna þar að lútandi og senda þau tækniráðinu til afgreiðslu. Þar með var dagskráin tæmd og ekk- ert annað eftir en að ákveða hvar og hvenær næsta þing skyldi haldið. Aarne Koskinen hað um orðið og sagði finusku samtökunum væri heiður gerður, ef næsta Júng gæti orðið í Finnlandi í ágúst 1975. Var það sam- þykkt með dynjandi lófaklappi. # Ég hef hér að framan dregið fram það sem mér þótti athyglisverðast í ræðum manna á ráðstefnu þessari, en geri mér hins vegar ljóst, að mat manna í Jrví efni er æði misjafnt. Á svona ráðstefnum er nær eingöngu rætt ttm þau vandamál, sem við er að glíma liverju sinni hjá félögunum og ])ess vegna er einkar lærdómsrikt fyrir okkur að sækja þær. Ólajur Emilsson. Skammarlega lág fjárveiting til iðnskóla 'Þrátt fyrir eilíft hjal ráðamanna inn nauðsyn á eflingu verkmenntunar í landinu, virðast fjárlög hinnar nýju ríkisstjórnar okkar ekki bera með sér, að umhyggja sé borin fyrir því máli í reynd. Samkvæmt fjárlögum er sama upp- hæð veitt til bygginga iðnskóla og sl. ár, en það þýðir í raun, um 50% skerðiugu, vegna hinnar gífurlegu verðbólgu sem hér hefur öllu tröll- riðið. Þannig hefur, þrátt fyrir að allir viðurkenni nauðsyn aukinnar iðn- fræðslu, verið komið freklega í veg fyrir að hún mcgi Jnóast á þann hátt, sem hagkvæmastur er — að iðnnámið verði flutt að öllu leyti inn í iðnskól- ana og meistarakerfið afnumið. — hm. 16 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.