Prentarinn - 01.01.1974, Qupperneq 18

Prentarinn - 01.01.1974, Qupperneq 18
POB og Þjóðviljinn byggja yfir sig Morgunblaðið sækir um lóð undir nýtt blaðhús band — scm að sjálfsögðu á að vera villulaust! I'annig er greinin, bókin, cða hvaða texti sem er, lesinn kafla fyrir kafla og ekki ljósmyndaður fyrr eu prófarkalestri er að fullu lokið og búið er að gera þær leiðréttingar og breytingar, sem þurfa þykja. bað er augljóst að þessi verkfæri geta valdið prenturum og prentsmiðj- um ýmsum erfiðleikum. Hættan er sú að setningarvinna flytjist meira út úr smiðjunum. I . d. væri hægt að setja haudritastafla af bók í lesara, leið- rétta síðan textann á gataböndunum og koma loks með leiðrétt bandið í prentsmiðjuna. A Norðurlöndum hafa bókagerðar- menn staðið í ströngum samningum, átt í deilum og málaferlum vegna þcss að þeir kvika ekki frá því að setjarar og félagsbundið fólk í bókagerðarfé- lögunum annist alla setningarvinnu, án tillits til þess hvaða tækni sé beitt. Eldri árgangar Prentarans til sölu innan skamrns Um nokkurt skeið hefur verið unnið að því að koma röð og reglu á þá árganga, sem komnir eru út af Prent- ararnum. Nú er búið að raða homim niður að mestu leyti og hefur komið í ljós, að unnt er að selja félagsmönn- um nokkra heila árganga frá og með 2G. árgangi til dagsins í dag. Eldri ár- gangar eru hins vegar svo fáir til heilir, að ekki þykir rétt að selja þá. Þeir verða því geymdir hjá félaginu. Ekki hefur verið ákveðið verð á þessum árgöngum, eti það verður gert innan skamms, og þá um leið getur sala liafist. Er þeim sem álntga kynnu að hafa á þessum málum ráðlagt að hafa samband við skrifstofu félagsins. 12,6% framleiðslunnar til Japans í vor höfðu Heidelbergverksmiðj- urnar selt 12.600 pressur til Japans og meginhlutann á 10—12 árum. 12,6% af framleiðslu verksmiðjanna árið 1973 fór til Japans. Noklutr byggingarhugiir virðist vera i prentsmiðju- eigendum og útgáfufyrirtcekj- um. Að minnsta kosti prjú fyrirtcelii eru að byggja sér húsnæði, eða að búa sig undir slíkar framkvœmdir. Það eru Morgunblaðið, Þjóð- viljinn og Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri. Við höfðum samband við forráðamenn pessara fyrir- tækja til að fá hjá peirn fréttii af framkvcemdum. Allt í strandi Gunnar Þórsson hjá Prentvcrki Odds Björnssonar á Akureyri sagði, að liugmyndin um byggingu væri svo sem ekki ný, en framkvæmdir gengu hins vegar ekki sem best. Byrjað hefði verið á nýju húsi í fyrra, en vinna við það stöðvast fljótlega vcgna pen- ingaleysis, og ekkert hefði verið átt við húsið á þessu ári. Hér væri láns- fjárskorti um að kenna. Nýja húsið þeirra hjá POB verður við Tryggvagötuna, sem er norðar- lega í bænum, skammt frá Slippstöð- inni. Það verður um 7000 rúmmetrar að stærð, þrjár hæðir. Neðsta hæðin um 1000 fermetrar að flatarmáli, en tvær þær efri minni, þannig að húsið allt verður um 1800 ferm. — Áætlaður kostnaður við bygginguna er, sam- kvæmt verðlagi í október, um 60 milljónir króna. Vonandi eíiir tvö ár Eiður Bergmann, framkvæmdastjóri Þjóðviljans, sagði að byrjað liafi verið að grafa fyrir nýja blaðhúsinu Jr. 31. október sl. Hér væri um að ræða tveggja hæða hús og yrði hvor hæð 340 fermetrar að stærð. Á efri hæð- inni yrðu ritstjórnarskrifstofur, ljós- myndastofa og aðrar skrifstofur blaðs- ins, ennfremur kaffistofa og eldhús í risinu. Hins vegar væri enn ekki ákveðið hvað' gert yrði við neðri hæð- ina. Lóð Þjóðviljans er að Síðumúla 6, og sagðist Eiður vonast til að húsið yrði tilbúið til notkunar eftir tvö ár, en taldi þó allt vera á huldu um það, enn sem komið væri. Hann vildi ekki nefna neinar tölur um kostnað. Á frumstigi Jú, það er rétt, að við erum í bygg- ingarhugleiðingum, sagði Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Morgun- blaðsins, Jregar við leituðum frétta hjá honum um væntanlega húsbygg- ingu. — En þetta er allt á frumstigi cnnþá. — Okkur hefur verið gefinn kostur á lóð í nýja miðbænum svokallaða, en erum ekkert ánægðir með það. Þær hugmyndir sem við gcrum okkur um nauðsynlegt húsnæði samræmast ekki skipulaginu f því hverfi. Þar er fyrir- hugað háhýsahverfi, en okkar hug- mynd er að byggja sem allra mest á einni hæð. Stærðin sem við erum að hugsa um er um 4000 fermetrar á einni hæð, það væri það hagkvæmasta fyrir okkur. Við viljum að sjálfsögðu hafa prent- smiðju og ritstjórn í sama húsnæði. — Nei, ég get ekki gefið upp nein- ar kostnaðartölur, enn sem komið er, enda er ekki einu sinni búið að teikna húsið, hvað þá meira. — hm. 18 PRENTARI N N

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.