Kristilegt stúdentablað - 01.12.1944, Page 8
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ
og hafnar, gela vegnað vel? Skylcli það í'á stað-
izt? Ég neita því. Sú þjóð, sem lcggur grunn
í'relsis síns án trúar í Kristi, verður hrátt að gráta
við rústir þess musteris, er hún reisti, því að
ómáttug reynist hún í öllu. Siðferðið vantar þá
þrek, réttvísi vit og sýn og þjóðlií'ið sannleikann.
Þegar Guð gefur þjóðum sitt ljós, vill hann að
það lýsi öllum, en verði eigi sett undir mæliker-
ið, þar sem það slokknar.
Reynsla liðinna alda sannar, hver var þjóðinni
þróttur og þrek í raun hennar og kvöl. Eigum
yér nú að liægja því ljósi frá vöggu vors unga
lýðveldis?
Aftur vil ég minnast á óm klukknanna 17. júní.
Þær kölluðu til heilagra tíða. En hversu margir
ætla að sækja þær tíðir? Á skúm og hégómi að
fá að setjast á hekki og í króka þess lielgidóms,
vegna þess að fáir sækja hann og enginn vill
hirða? Á fúi og ryð að eyða stoðum hans og inn-
viðum, vegna þess að engin hönd vildi verja hann
leka og sagga? Á hvelfing hans að vera þögul,
vegna þess að enginn hóf lofsöng og þakkargjörð?
Á ljósastikan aldrei að lýsa, vegna þess að cnginn
tendrar ljós á altarinu?
Island er vort land. En aldrei munum vér eiga
það, nema þjóðin sé Guðs þjóð og varðveiti frelsi
sitt í trú sinni, þcirri, scm í er líf og sáluhjálp,
þar sem er fyrirgefning synda.
Island er stjórnfrjálst að nýju. Það telst og
vcra kristið. Ef hið siðara reynist dautt ákvæði,
verður hið fyrra ónýt lög. En ef þjóðin lifir í
hinu kristna heiti, megnar cnginn máttur að
svipta hana frelsi.
Vér gctum flett blöðum sögu vorrar og séð líf
liðinna kynslóða i skuggsjá hennar. En skuggsjá
sú, er vér lítum framtíð þjóðar vorrar í, cr líf
þeirrar kynslóðar, sem er, liugðir hennar og ein-
kunn. Kynslóðin 1944 er og framtíð komandi ára.
Hún lifir eigi sjálfri sér aðeins. Hún mótar og
skapar komandi kynslóðum örlög með verkum
sínum, en þó framast með siðferði og trú. Vcrk-
in fyrnast og hverfa. En siðl'erði og trú er erfða-
hlutur kynslóðanna um ættliði alla. Lýðveldið ís-
lenzka stenzt, ef trú og verk eru í Guði gjörð.
En það hrynur að grunni, ef þjóðin hættir að
vinna verk Guðs, þ. e. að trúa á þann, er hann
sendi.
Guð blessi og lielgi þjóð vora um allar aldir
og varðveiti lög Þorgeirs lifandi í brjóstum þegn-
Magnús Runólfsson, cand. theol.:
ÁN FORDÓMA.
Blóð Jesú Iírists, sonar Guðs, greinir kristin-
dóminn frá trúarbrögðunum. Að vísu er það
leyndardómur, cn þó ekki mciri cn svo, að hann
tilheyrir ungbörnum og er opinberaður smælingj-
um. Hann er ekki skýlu hjúpaður lijá öðrum en
þeim, sem hafna honum. En hann lýkst upp
þeirn, sem koma til móts við hann án fordóma
og fyrirfram gerðra skoðana.
Það er ekki auðvelt að losna við skoðanir, sem
mótaðar eru af menningu, líferni og uppeldi. Þú
ert stúdent og kemur til móts við hlóð Krists
með skoðanir, scm eru því andstæðar. Þii getur
því ekki mætt því hlutlaust, án þess að lcggja
skoðanir þínar frá þér. Þú talar um vísindi og
vísindalega rannsókn. Hún á að vera hlutlaus.
En eigi hún að vera það, mátt þú eklci mæta
hlóði Krists mcð þeirri hugmynd, að það sé fjar-
stæða aftan úr fornöld. Nei, lcomdu til móts við
hlóð Krists eins og það cr og skoðaðu.
Viltu koma mcð mér? Þá slcal ég sýna þér. Þú
getur verið eins tortrygginn og þú vilt, en vertu
hlutlaus.
*
anna um ókomna tíma og óm kluknanna hinn
17. júní sífellt í hjörtum þeirra öld cftir öld.
Gunnar Jóhannesson.
8