Kristilegt stúdentablað - 01.12.1944, Blaðsíða 17
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ
AKNGRÍMUR JÓNSSON:
stucl. theol.
Hvers vegna ég er kristinn.
Ég er kristinn vegna þess að ég trúi á Guð
föður almáttugan, skapara himins og jarðar. Ég
trúi á Jesúm Krist, einkason hans.
Ég trúi vegna þess, að Guð hefir veitt mér náð
til bcss að trúa og veita viðtöku hjálpræðinu í
Jesú Kristi.
„Og ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því
að eigi er heldur annað nafn undir himninum, er
menn kunna að nefna, er oss cr ætlað fyrir hólpn-
um að vcrða“ (Post. 4, 12).
1 ljósi Guðs Orðs opinhcraðist kærleikur Guðs
mér. 1 því Ijósi sá ég einnig synd mína og glöt-
un, sem ég verðskuldaði, hinn eilifa dauða.
Kærleikur Guðs vildi veita mér fyrirgefningu,
en neyddi mig ekki til að þiggja hana. Það var
mitt að vclja, — laðast til þessa kærleika eða
herða mig gegn honum.
Ég valdi, þótt seint yrði, að gefast Iíristi. Blygð-
un mín er mikil vegna þcss, hyersu scint það
varð. -— Fyrir trúna á Jesúm á ég frið við Guð.
— Guð gaf son sinn í heiminn mín vegna. Jesús
leið þjáningar og dauða á krossi vegna minna
synda og misgjörða, — kvalinn í minn stað, —
svo að ég gæti öðlazt lífið hið eilífa.
Drottinn Jesú ég þakka þér,
þetta leiðstu til frelsis mér;
eg bið ástsemi þína,
samvizkuslögin sviðaskæð,
á sálu minni þú mýk og græð,
burt taktu hlygðun mína.
Arngrímur Jónsson
stud. theol.
Sdíai óarálfa.
Ö, veit mér að sjá þig, Guðs ljúfasta lámb,
ég litið l’æ ekki nokkra von.
Ég ræð ei við hjarta míns hroka og dramb,
mitt hjarta er forhert; Guðs ljúfi son
ó, líknaðu mér, því ég lcitað get ei;
ég lengi hef reynt, nú í l'jöldamörg ár.
Ég get ekki sagt þctta sjálfsagða nei
við synd — og ég fellt get ei iðrunartár.
Og, himnanna Guð, ég þig elskað get ei
af öllu hjarta, sem boðið þó er.
Þótt liggi’ eg á bæn, þá á hismi og hey
í hjartanu ítökin meiri þér.
Ég get ekki sannfærzt að sértu til!
Mín samvizka’ er dofin, já, fávís, blind.
Þó sérðu það, Guð, að ég gjarnan vil
fá gefizt þér heill, svo ég frclsist frá synd.
En vil ég það, Guð? Ö, þú veizt það svo vcl
mig vantar allt, nema aðeins þörf.
Ég gct ekki viljað, cn geng mót hel
þvi guðvana’ er líf mitt og öll mín störf.
Þú ræður því, Guð, hvort ég frelsið fæ
eða fordæming hlýt. Ég hef unnið til
að dvelja þér fjarri um eilífð æ
og undir þann dóm mig heygja vil.
Ég veit, ef ég sé þig, Guðs ljúfasta lamb,
])á lifnar í hjarta mér eilíf von.
Ég veit, að það læknar mitt lífseiga dramb
ef litið ég fæ þig, Guðs mildi son.
Ég finn það er einasta úrræði mitt,
að augu mín sjái, hvar gengur þú
með brot mín, sem lögð voru’ á bakið þitt,
svo ljjargazt ég fcngi — af náð fyrir trú.
17