Kristilegt stúdentablað - 01.12.1944, Side 21
t
s3S KRISTILEGT STUDENTABLAÐ
Framh. frá bls. 13.
hann á hverjum sunnudegi og prédikaði á þremur
tungumálum. Tvö tungumál lærði hann til þess
að gcta náð til Múhameðstrúarmanna með starf
sitt, persnesku og hindostaníu. Hann var um tíma
herprestur lijá enska setuliðinu og varð þá mikil
trúarvakning meðal þess. Ensku hermcnnirnir
voru margir mjög siðspilltir, en nú vaknaði áluigi
Englendinga þar cystra fyrir auknu kristniboði,
er þeir sáu hvern árangur starf Schwartz bar.
Tanjore.
Schwartz tók að sér eftirlit með litlum kristnum
söfnuði í Tanjore 1772, höfuðstað indverska kon-
ungsins, Túllasi raja. Konungur tók vel á móti
kristniboðanum og varð fyrir sterkum áhrifum
af vitnishurði hans, svo að bramatrúarmönnum
þótti brátt í óefni komið og gerðu sitt ítrasta til
að Schwartz fengi ekki tækifæri til að tala við
konung einan.
Þegar fram liðu stundir leituðu bæði konung-
urinn og embættismenn hans ráða hjá kristni-
boðanum, enda var stjórn þessa smáríkis þann
veg háttað, að til vandræða horfði. „Snúið ykkur
til Drottins inn á veg lífsins og sannleikans, þá
mun hann gefa ykkur ráð“, var svarið, sem þeir
fengu venjulega, en hlýddu ekki. Ári síðar sagði
nágrannaríki eitt Túllasi raja stríð á hendur og
lauk þvi eftir skamma stund mcð fullkomnum
ósigri hans, og var honum vsírpað í varðhald.
Schwartz var lcyft að heimsækja hann einu sinni.
Hálfu þriðja ári síðar fengu Bretar því til leið-
ar komið, að Túllasi raja var settur til valda í ríki
sínu aftur, og ]>á með milligöngu vinar hans,
kristiiiboðans.
Englendingar lögðu um þær mundir mikið kapp
á að ná yfirráðum í öllu Suður-Indlandi. Voru þá
viðsjár miklar mcð þeim og Haider Alí, voldugum
einvaldsherra Múhameðstrúar, sem liafði aðsetur
í Mysore. Schwartz var fenginn til að fara þangað
í mikilvægum erindum, en Haider Alí leizt þann
veg á hann, að hann leyfði honum að ferðast um
í ríki sínu og prédika, hvar sem honum þókn-
aðist.
Það var ekki erfiðis- eða áhættulaust fyrir
heilsuveilan mann að fcrðast í þá daga á Indlandi
yfir 300 km. Schwartz notaði hvert tækifæri til að
hoða Guðs orð, hæði brezka setuliðinu og Indverj-
um. „Hér eru akrar hvitir til uppskeru“, skrifaði
hann. „Biðjum um fleiri trúa verkamenn. Já, Guð
gcfi oss þá, sakir Krists, í stórhópum, ef unnt er.“
Þegar Túllasi raja lagðist hanaleguna, lét hann
gera hoð eftir Schwartz. Þcgar hann kom, benti
konungur honum á erfðaprinsinn, sem var þá 10
ára gamall og sagði: „Þetta cr sonur þinn. Taktu
hann að þér.“ Schwartz komst þó hjá því að taka
við stjórn ríkisins í það skipti, mcð því að hróðir
konungsins var mcira en fús til þcss. Schwartz
reyndi að tala um fyrir Túllasi raja til síðustu
stundar, en hann gat engu svarað. Það var um
seinan.
Sá sem tók nú við völdum, stjórnaði hálfu ver en
Túllasi raja.Erliann svo leitaðist við að ráða erfða-
prinsinn al' dögum, varð Schwartz tilneyddur að
taka stjórn rikisins sér í hendur,þótt þaðværi lion-
um mjög á móti skapi. Aðalverkefni sínu gleymdi
hann aldrci og vanrækti það ckki heldur þau tvö
árin, sem liann fór mcð völd. Hann hélt áfram að
prédika og kcnna og búa trúnema undir sldrn, og
var litið upp lil hans sem andlegs föðurs evan-
gcliska kristniboðsins á öllu Suður-Indlandi. Hann
kom erfðaprinsinum í skóla hjá ágætum kristni-
hoða í Madras. Tók prinsinn við völdum tveimur
árum áður en Schwartz dó.
Schwartz dó í Tanjore 13. febr. 1798. Safnaðý
armeðlimir þar voru þá 2800. Indvcrjar hafa ef
til vill ekki borið meiri virðingu fyrir neinum út-
lendum manni en honum. Enn lifir minningin um
hann hjá þeim.
Hann fór um tíma með mikil völd, en var ávallt
þjónn allra. Honum hefði gctað hlotnazt mikill
heiður, en hann mat hrós Guðs mcira. Hann Iiefði
getað orðið stórríkur, cn hann kaus fátæktina
þjónustuimar vegna. Þó lét hann eftir sig um
180 þús. króna laun frá brezkum yfirvöldum, cn
þau hafði hann aldrei snert. Hann arfleiddi kristni-
Iioðið að því og fátæka.
Ólafur Ólafsson.
Hvort sem ór min verða mörg eða fá, þá er ákvör'ðun
mín sú, að þau skuli öll tilheyra Guði. (Elbert Satterler).
21