Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Qupperneq 4

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Qupperneq 4
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ lS era ^acjnús l^unóíjsson : FRIÐÞÆGINGIN Ég vildi óska, að ég gæti skrifað svo ljóst og einfalt um friðþæginguna, að til ldessunar yrði einhverjum þeim, sem steytir sig á hcnni. Því bið ég þig, vinur, sem lest þessar línur, lestu þær með bæn, og vertu þess fullviss, að ég skrifa þær ekki til þess að leggja stein í götu þína, heldur til þess að rétta þér hjálparhönd, og ég vona, að þú getir þegið það af mér. Kristilegt stúdentafélag heldur fram friðþæg- ingunni, af því að vér erum sannfærðir um, að hún sé nauðsynleg oss til sáluhjálpar — og ekki aðeins oss, heldur öllum. Vér bendum á Jesúm Krist. „Hann er friðþæging fyrir syndir vorar — og ekki einungis fyrir vorar syndir, heldur og fyrir syndir alls heimsins" (I. Jóhs. 2, 2). Vér höfum ekki fundið upp þessa kenningu og ekki lært hana af mönnum, sem myndað hafa hana og mótað, heldur tekið við boðskap post- ulanna um „endurlausnina, sem er í Kristi Jesú.“ Að vísu hafa menn fært oss þennan hoðskap, en þeir hafa aðeins skilað því, sem jjeir tóku við. Hallgrímur Pétursson hefur skilað þessum hoð- skap til vor Islendinga. Lúther og Melanchton skiluðu honum einnig til samtíðar sinnar. Páll postuli skilaði honum t. d. til Korintumanna, en liafði sjálfur tekið við honum af Drottni. (I. Kor. 11, 23; 15, 3). Hvernig hljóðar þá þessi boðskapur? Ég ætla að taka fjögur vitni: Hallgrím Péturs- son, Melanchton, Lúther og Pál postula. Hallgrímur segir: „Sál mín, skoðum ])á sætu fórn, scm hefur oss við Guð, Drottin vorn, fordæmda aftur forlíkað, fögnuður er að hugsa um það.“ Melanchton segir: „Enn fremur kenna þeir, að orðið, þ. e. Guðs sonur, hafi tekið á sig mannlegt eðli . . . hefur í sannleika verið píndur, verið krossfestur, dáið og verið grafinn til þess að sætta föðurinn við oss og vera fórn, ekki aðeins fyrir upprunasekt- ina, heldur einnig fyrir allar verknaðarsyndir manna“ (Ágsborgarjátningin, 3. grein). Lúther segir: „Ég trúi, að Jesús Kristur, sannur Guð, fæddur af föðurnum frá eilífð, og einnig sannur maður, fæddur af Maríu mey, sé Drottinn minn, sem hefur endurleyst mig glataðan og fyrirdæmdan mann, friðkeypt og frelsað frá öllum syndum, l'rá dauðanum og valdi djöfulsins, ekki með gulli né silfri, heldur með heilögu, dýrmætu hlóði sínu og saklausri pínu sinni og dauða, til þess að ég sé eign hans, lifi undir valdi hans í ríki hans og þjóni honum í eilífu réttlæti, sakleysi og sælu, eins og hann er upp risinn frá dauðanum, lifir og ríkir að eilífu. Það er vissulega satt.“ Páll postuli segir: „Allir hal'a syndgað og skortir dýrð Guðs, og þeir réttlælast án verðskuldunar af náð hans fyr- ir endvirlausnina, sem er i Kristi Jesú. En Guð framsetti hann í hlóði hans sem náðarstól fyrir trúna til að auglýsa réttlæti sitt, — með því að Guð hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir, — lil þess að auglýsa rétt- læti sitt á yfirstandandi líma, til þess að geta sjálfur verið réttlátur og réttlætt þann, sem hef- ur Jesú trú“ (Róm, 3, 24—26), 4

x

Kristilegt stúdentablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.