Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Page 6

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Page 6
IÍRISTILEGT STÚDENTABLAÐ hefur dottið í hug, að lausnargjaldið væri greitt djöflinum. Svo er ekki. Fórnin er auðvitað færð Guði. „Kristur elskaði yður og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir yður svo sem gjöf og fórn Guði til þægilegs ilms“ (Efes. 5, 2). Þetta þykir tor- skilið. Hvers vegna þurfti lausnargjald, úr því að Guð er náðugur? Mönnum þykir eðlilegra, að Guð fyrirgefi án fórnar. Þeim finnst guðlast að tala um „fórn Guði til þægilegs ilms“. Þessi mis- skilningur stafar af ónógri þekkingu á sekt vorri og reiði Guðs og hverfur, þegar Andinn hefur sannfært oss um synd. Þá verður oss lífsnauð- syn að mega trúa því, að Guð hefur tekið fórn- ina gilda, þvi að vér getum ekkert fært honum. 3. Guð er fórnin. Hann er þolandinn. „Hann er friðþæging fyrir syndir vorar“ (I. Jóh. 2, 2). „Hann fórnfærði sjálfum sér“ (Hebr. 7, 27). Kristur, Guð vor og frelsari, er dáinn fyrir oss. Því sagði Lúther: „Ég lít þá svo á, sé ekki unnt að segja: Guð er dáinn fyrir oss, lieldur aðeins maður, þá crum vér glataðir. En þegar Guð er dáinn og Guð liggur á vogarskálinni, þá fellur hún, og vér þjótum upp eins og létt, tóm skál. En hann gat ekki setið á vogarskálinni án þess að verða maður líkur oss, svo að segja mætti: dauði Guðs, pína Guðs, dauði Guðs.“ Hið sama segir Hallgrimur Pétursson: Herra minn, þú varst hulinn Guð, þá hæðni leiðst og krossins nauð. Þó hafðir þú með hæstri dáð á himnaríki vald og ráð. Guð er dáinn fyrir oss. Þess vegna er lausnar- gjaldið ómetanlegt. Þcssi er fórnin. (), vinur, hér lítum við kærleika Guðs. Þegar vér crum dýpst sokknir í hryggð út af synd vorri, sjáum vér hana þó ekki eins og hann sá hana, og hann gerði meira en sjá hana, hann tók á sig afleið- ingar hennar. Það hafði enginn skilyrði til þess nema hann. Hann gekk í vorn stað. Við þetta huggast hrelld samvizka, en ekki við verk, iðr- un eða trú sjálfrar sín. Trúin er aðeins lóma höndin, sem þiggur. 4. Vegna hvers er friðþægt? Vegna vor, vegna misgjörða vorra. „Hcgningin, sem vér höfðum unnið til, kom niður á honum“ (Jes. 53, 5). Svo alvarleg er þá syndin. „Laun syndarinnar er dauði“ (Róm. 6. 23). Svo sakfallnir erum vér, Með blóðskuld og bölvan stranga, beiskum reyrð kvalahnút áttum við greitt að ganga frá Guðs náð rekin út, hrakin í heljar sút, íklædd forsmánarflíkum fráskúfuð Drottni ríkum, nakin og niðurlút. En með því út var leiddur alsærður lausnarinn, gerðist mér vegur greiddur í Guðs náðar ríki inn og eilíft líf annað sinn, blóðskuld og bölvan mína hurt tók Guðs sonar pína. Dýrð sé þér, Drottinn minn. 5. Hve mikils krefst Guð? Hve mikið varð Drottinn að líða fyrir oss? Hvernig gat pína hans og dauði nægt til að afmá syndir allra? „Eins og hinir mörgu urðu að syndurum fyrir óhlýðni hins eina manns, þannig munu og hinir mörgu verða réttlættir fyrir hlýðni hins eina“ (Róm. 5, 19). Kvöl og dauði hefði ekki nægt án hlýðni hans, og hlýðni hans lét sér ekki nægja minna en kvöl og dauða fyrir syndir vorar. Þess vegna tólc dauði hans enda. Hann fullnægði Guði, og Guð reisti hann frá dauðum, til þess að hann gæti leitt oss til Guðs. X Sjá, það er fullkomnað. Stöndum ekki álengdar, heldur þiggjum náð Guðs. M. Ií. Lúthcr: „Hin sanna kenning kristindómsins er sú, að maðurinn Iœrir það fyrst af lögmálinu, að hann er synd- ari, sem er ekki unnt að gera neitt gott verk, því að lögmálið segir: Þú ert vont tré; þvi striðir allt, sem þú liugsar, talar og gcrir, gegn Guði. Þú getur því ekki verðskuldað náðina með verkum þínum. En freistir þú þess, gerir þú illt verra, því að þú getur ekki borið annað en vonda ávöxtu, þ. e. syndir, af þvi að þú crt vont tré, því að allt, scm er ekki af trú, er synd“ (Róm. 14,23). Það að vilja verðskulda náðina með undanfarandi verkum er því að vilja þóknast Guði með syndum, cn það er ekkert annað en hæta syndum á syndir ofan, liafa Guð að athlægi og egna upp reiði Iians. — Því er fyrri hluti kristindómsins prédikun iðrunar og þekkingar á sjálfum sér, 6

x

Kristilegt stúdentablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.