Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Blaðsíða 10

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Blaðsíða 10
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ að vera það. Og Frederik Ramm hefði átt að vera síðri nútímamaður en nazistadómarinn, sem úr- skurðaði honum líflát. Það er því ekki satt, að nútímamaðurinn gcti ekki skilið boðskapinn um synd og náð. Hitt er satt, að í nútímanum eru ýmsir andlegir straum- ar, sem gera boðskapinn um synd og náð óskiljan- legan. Aðeins í nútímanum? Það skringilega er, að kenningsetningin um getuleysi nútímamannsins til þess að skilja náð- ina er mjög gömul :— að minnsta kosti 2000 ára. Vér sjáum greinilega um hana getið þcgar í Nýja testamentinu. Hvað segir Páll? „Vér prédikum Krist krossfestan, Gvðingum hneyksli og heiðingjum heimsku.“ „Heiðingjum heimsku ....“ Með heiðingjum er hér átt við Grikki, fremstu menningarjjjóð þeirra tíma, með heimspeki þeirra og skynsemis metnaðargirni. Metnaður j)c:rra var í því fólginn að fylgjast með tímanum. Lúkas segir, með glettnis votti, um Aþenumenn, að þeir „gáfu sér ekki tóm til annars fremur en að segja eða heyra eitthvað nýtt“. Afstöðu þeirra til orðs krossins þekkti Páll mæta vel: Það var þeim heimska. Rómverjar snerust nákvæmlega eins við því. Hafi Grikkir verið fulltrúar menntunarinnar, voru Rómverjar fulltrúar almennrar menntunar, þeirra, sem höfðu krækt sér í nægilegt til þess að vera það nokkurn veginn ljóst, hvernig nútíma- manni bar að hugsa. Hugmynd þeirra um fagnað- arerindið er ef til vill l)ezt lýst með orðunum, sem Festus landsstjóri kallaði einu sinni til Páls mcð náðarsamlegri yfirborðsmennsku þess, er lilotið hefur skjóta og óvænta upphefð: „Óður ert þú orðinn, hið milda bókvit þitt gerir þig óðan“. Nútímamaðurinn virðist jafnvel á J)eim tím- um hafa átt bágt mgð að skilja þctta tal um synd og náð. Svo framarlega sem það var ekki Páll, sem einmitt var nútímamaður á þeim tímum .... Séu næstu tvö árþúsund sögunnar athuguð á hlut- lausan hátt, er ekki annað unnt að segja en J)að hafi verið skoðanir hans, sem átlu framtíðina fyrir sér og mörkuðu þá stefnu í glundroða hell- enistiskra hugmynda, sem þróunin fylgdi. Það er því augljóst, að á öllum tímum haí'a einhverjir verið, sem skildu ekki boðskapinn um 10 synd og náð. Spurningin er aðeins sú, hvort það voru þeir, sem áttu það skilið að nefnast nútíma- menn. Áreiðanlegt er það, að þeir sjálfir álitu sig vera samkvæmt kröfu tímans. Þeir álitu, að það væri eitthvað tímabært, eitthvað upplýst og mennt- andi í getuleysi þeirra til þess að skilja boðskap- inn um synd og náð. Og J)að er mjög fróðlegt að athuga, hvernig þessu er farið. ★ Ef vér alhugum, hvað Bihlían segir um hina úreltu náð, getum vér fyrst sett fram setningu, er svo hljóðar: Náðin hefur alltaf verið úrelt. Ritningin segir, að ástæðan sé Jæssi: „Náttúr- legur maður veitir ekki viðtöku J)ví, sem Guðs Anda er, ])ví að honum er J)að heimska og hann getur ekki skilið það, því að það dæmist and- lega.“ „Náttúrlegur“ maður (sálarlegur stendur í frumtextanum) er maður, sem hefur venjulegt mannlegt sálarlíf, venjulega mannlega sálarmögu- leika, en ekkert umfram það. Það er sem sé annað og meira til: Andi Guðs, Guðs p n e v m a, sem maðurinn getur komizt í tengsli við fyrir trúna. Eigi maðurinn samfélag við Guðs Anda, er hann í Nýja testamentinu nefndur andlegur maður. Þá á hann anda. Alger maður er því líkami, sál og andi. Maður, sem aðeins er líkami og sál, er ófull- kominn maður. Hann er andlega dauður og skilur ekkert af því, sem Guðs Anda heyrir til. Það er honum einber heimska. 1 þessu er hinn mikli munur trúmanna og trú- lausra fólginn. Sumir eiga samlelag við Guð. Hann er þeim jafn raunverulegur og þeir sjálfir. Þeir tala við hann og reyna návist hans. Umhverfis J>á er heill heimur veruleika, sem er gersamlega hulinn þeim, sem ekki trúa. I þessu felst sú mikla bylting, sem trúin getur orðið í lífi mannanna. Komist einhver frá algeru trúleysi til lifandi trúar, kemur hann inn í nýjan heim. Þeim, sem trúlaus er, virðist, að ])ctta sé einvörðungu geðhilun, duttlungar, tilfinningavíma eða sálarlegar meinlokur. Hann gerir því oft virðingarverða tilraun til ])ess að hjarga hinum trúaða frá biluninni. Oftast tekst honum það óhönduglega. Sá, sem mætt hefur lifanda Guði,

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.