Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Side 12
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ
A kristilegu stúdentamóti
Norrænt, kristilegt stúdentamót var haldið í Kristiansand í Noregi
4.—10. júlí með 1000 þátttakendum, þar af tveim frá lslandi. —
Frásögn Ástráðs Sigursteindórssonar, cand. theol.
Suðurlandsjárnbrautin fikaði sig áfram suður
eftir Noregi, um fallega dali, fram með snar-
bröttum, skógivöxnum hlíðum og í gegnum löng
og dimm jarðgöng. En því miður naut maður illa
hins dásamlega landslags Vestur-Noregs, því að
rigning var mikil og þoka á fjöllum. Ég var á
leið til Kristiansands og hafði stigið svo að segja
beint úr flugvélinni á Sola-flugvellinum i járn-
brautina. Lestin var yfirfull af fólki, hvert sæti
skipað og setið á ferðapokum og farangri, livar
sem auður blettur fannst. Loftið var mollulegt og
ferðin þreytandi, svo að maður taldi stundirnar
með óþreyju, unz leiðarenda næði.
Klukkan 3 rann lestin inn á járnbrautarstöð-
ina í Kristiansand. Þegar út á götur borgarinnar
kom, blöstu við, hvert sem litið var, hópar af
ungum stúdentum, norskum, dönskum, sænskum
Á kristilegu stúdentamóti.
12
og finnskum. Var auðséð, að stúdentamótið, sem
þarna var haldið, setti svip sinn á borgina. Á
aðaltorginu, fyrir framan Dómkirkjuna, blöktu
fánar allra Norðurlandanna, auk fána ýmissa
annarra þjóða, sem gesti áttu á mótinu.
Það var auðvelt verk að spyrja til vegar að
skrifstofu mótsins. Þar fékk maður allar nauð-
synlegar upplýsingar um dvalarstað og annað,
þar hitti maður líka strax ýmsa góða kunningja
og varð þess brátt var, að maður var kominn í
góðan félagsskap.
Stúdentamót það, sem haldið var í Kristiansand
dagana 4.—10. júlí s.l., var Norrænt, kristilegt
stúdentamót á bibliulegum grundvelli. Voru í
sumar liðin 25 ár, síðan fyrsta mótið var haldið.
Hafa þau verið haldin árlega á friðartímum til
skiptis á Norðurlöndunum fjórum. Voru í þetta
sinn saman komnir rúmlega 1000 stúdentar, um
100 frá Danmörku, 50 frá Svíþjóð, 50 frá Finn-
landi, 2 frá lslandi og aðrir frá Noregi. Frum-
kvæðið að mótum þessum á „Norges kristelige
studentlag“, scm er lang öflugast allra stúdenta-
félaga þar í landi. Þekktastur maður þeirrar hreyf-
ingar er dr. O. Ilalleshy, prófessor. Annar stærsti
aðili að þessum mótum er nú orðið kristilega
stúdentasambandið finnska, sem mun vera hlut-
fallslega einn sterkasti kristilegi stúdentafélags-
skapur í heimi. Kristilegt stúdentafélag hér stend-
ur einnig í nánú sambandi við þessa hreyfingu.
Á mótum þessum safnast menntaæskan sam-
an um hið gamla, en sígilda fagnaðarerindi um
Jesúm Krist, Guðs son, eins og það er að finna í
Heilagri ritningu og hefur verið flutt um allar
aldir. Hver dagur hefst með sambænastundum,
j