Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Page 13
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ
síðan er biblíulestur og auk þess eitl til tvö er-
indi um ákveðin, kristileg efni og loks almennar
samkomur á kvöldin. Minni hópfundir eru og
haldnir öðru hvoru. Kröftugur og hrífandi söng-
ur einkennir mjög þessi mót, og sá andi, sem
hvílir yfir allri samverunni, knýtir stúdenta-
skarann heilögum samfélagsböndum. Margir
telja sig eiga upphaf lífshamingju sinnar því að
þakka, að þeim auðnaðist að taka þátt í slíku
móti.
Allur undirbúningur þessa mikla móts hafði
að sjálfsögðu verið geysimikið verk, og við kom-
umst brátt að raun um, að hann hafði verið með
miklum ágætum af hendi leystur. Bæjaryfirvöldin
höfðu lagt fram styrk til mótsins og sýnt í hví-
vetna einstaka velvild. Bæjarbúar höfðu sýnt
fádæma fórnfýsi og gestrisni. öllum útlending-
unum hafði verið komið fyrir á einkaheimilum,
en Norðmennirnir höfðu flestir búið um sig i
stórri skólabyggingu og lágu l)ar á flatsængum.
Matazt var í tveim stórum samkomusölum, og
þurfti um 300 stúlkur til að annast matreiðslu
og annan beina. Voru það allt ungar, trúaðar
stúlkur, og vörðu margar þeirra mestum hluta
sumarleyfis síns til þeirra starfa án nokkurs
endurgjalds.
Allar sameiginlegar samkomur mótsins fóru
fram í Dómkirkjunni, sem er hin glæsilegasta
bygging, en hópfundir voru ýmist haldnir í minni
samkomusölum eða í heimahúsum.
Okkur Islendingunum hafði báðum verið kom-
ið fyrir á heimili trúaðs kaupmanns, Kristiansen
að nafni. Var okkur tekið þar frábærlega vel og
búið hið bezta að okkur á allan hátt, enda var
bæði húsrúm og hjartarúm í bezta lagi. Auk okk-
ar voru hýstir á þessu heimili tveir aðrir móls-
gestir, einn Svíi og Norðmaður. Var ol't gest-
kvæmt á heimilinu á kvöldin, og gafst okkur þá
gott tækifæri til að kynnast ýmsum forystumönn-
um í stúdentahreyfingunni og andlegum málum
bæjarins.
Sunnudagurinn var einn viðburðaríkasti dag-
ur mótsins.
Um morguninn voru haldnar guðsþjónustur í
tveim kirlcjum í bænum. I Dómkirkjunni prédik-
aði dr. O. Hallesby, prófessor, og var kirkjan
troðfull af fólki. I guðsþjónustunni fór fram alt-
Dómkirkjan í Kristiansand.
arisganga, svo sem venja er við hámessu, og var
þar mikill fjöldi allarisgesta.
Síðdegis þennan dag var ráðin skerjagarðsferð.
Höfðu íbúar Flekkeröy, sem eru um 1000 að tölu,
boðið þátttakendum og bæjarbúum út í eyjuna,
en hún er yzt í skerjagarðinum. Eru flestir eyjar-
skeggjar lifandi trúaðir menn. Stunda þeir fisk-
veiðar og eiga mikinn og góðan vélbátaflota.
Kl. um 2 lögðu um 40 vélbátar að bryggju, tóku
gestina og sigldu út til Flekkeröy. Veður var ekki
sem tryggast, nokkuð hvasst og útlit fyrir skúr-
ir, svo að þátttaka bæjarbúa varð ekki eins mikil
og annars liefði orðið. Þó voru þátttakendur á-
ætlaðir um 4000.
Samkoma var haldin á stóru túni inni á eyj-
unni. Lék þar stór lúðraflokkur, og söngflokkur
söng. Ræðumenn voru fjórir, sinn frá hverju landi.
Að samkomunni lokinni fóru fram veitingar,
og veittu eyjarskeggjar af mikilli rausn. Fengu
stúdentarnir allt ókeypis, en bæjarbúum var gert
13