Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Page 14

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Page 14
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ að greiða fyrir sig, og var það látið renna til mótsins. Voru móttökur eyjarskeggja allar hin- ar beztu. Einnig rættist vel úr veðri, svo að dag- urinn var hinn ánægjulegasti og ferðin ógleym- anleg. Þegar til bæjarins kom um kvöldið, var áhrifa- mikil samkoma haldin í Dómkirkjunni. Að sam- komunni lokinni, var safnazt saman við fána- stengurnar á torginu fyrir framan kirkjuna. Er fánarnir voru dregnir niður, var sunginn þjóð- söngur Jivcrs lands, sem fulltrúa átti á mótinu. Var það áhrifamikil stund. Hafði þá og mikill fjöldi bæjarbúa safnazt saman á torginu. Þá var haldið áfram að syngja og haldin stutt útisam- koma. Veður var dásamlegt þetta kvöld, og gerði það sitt til að auka á áhrifin af þessari ógleym- anlegu samveru. Á hverjum morgni kl. 10 tiélt biskupinn í Kris- tiansand biblíulestur út frá kafla úr fyrsta bréfi Jóhannesar. Voru það mjög áhrifamiklar stundir, enda er Smemo, biskup, þekktur fyrir lærdóm sinn og áhuga á kristilegu starfi. Var hann um langt skeið kennari í kennimannlegri guðfræði við Safnaðarháskólann í Oslo, áður en hann varð biskup. 1 sambandi við mótið fór lram prestsvígsla í Dómkirkjunni. Vígði Smemo, biskup, fjóra kandí- data til prestsþjónustu. Tveir þeirra voru vígðir til starfs í kristilega stúdentaíelaginu norska, og átti annar þeirra að hafa það sérstaka verkefni með höndum að vinna að auknum kristniboðs- áhuga meðal stúdenta og mcnntaæsku. Hámark mótsins mun hafa verið næstsíðasta kvöldið, er sameiginleg altarisganga mótsgesta fór fram. Dómprófastur staðarins liélt skriftaræðu, og fjórir prestar, sinn frá hverju landi, útdeildu. Voru nærri 1000 manns til altaris, og slóð altaris- gangan lengi fram eftir kvöldi. Var stórkostlegt að fá að vera með í þessum stóra skara af ung- um mcnntalýð, sem kom til að uppbyggjast við altarisborðið í sinni heilögu trú fyrir líkama og hlóð Drottins. Síðasla kvöldið var skilnaðarsamkoma. Var á þeirri samkomu boðað til næsla móts, sem halda á í Danmörku næsta sumar. Á þeirri samkomu stóðu upp margir ungir stúdentar og töluðu um þá blessun, sem þeir hefðu hlotið á þessu móti, og hvilík náð það væri að fá að mæta Jesú Kristi og helga honum líf sitt. Þetta mót hafði reyndar ekki verið nein sælu- víma. Það er lifandi kristindómur ekki. Mörgum varð á þessu móti ljóst í fyrsta skipti, að sá grund- völlur, sem þeir höfðu liyggt líf sitt ó, var hald- laus og Jesús Kristur einn getur l'relsað. Þelta mót liraut niður hugsmíðar manna og uppbyggði veika lærisveina í trúnni á Drottin Krist. Því munu áhrif þess verða varanleg. Að samkomunni lokinni var sem mönnum veitti erfitt að skilja. Var staðnæmzt fyrir framan , kirkjudyrnar í þéttiun hóp og sungið ákaft. Hver söngurinn tók við af öðrum og barst út í blíða sumarnóttina. Bænaáköll og lofgerðasöngvar stigu upp að hásæti Drottins. Þetta kvöld voru mörg óvenju lilý handtök þrýst, og öllum var ljóst, að það hlaut að vera ómetanleg hlessun fyrir Norðurlandaþjóðirnar að eiga slíkan skara ungra menntamanna, sem þess- ir fulltrúar voru brot af. Á þessu móti voru tjáðar margar kveðjur lil lslands með heitum blessunaróskum. Trúaðir stúdentar á Norðurlöndum hafa mikinn áhuga á landi voru og framgangi málefnis guðsríkis hér. Margir kváðust biðja stöðugt fyrir Islandi, og vermdi það hjörtu vor að heyra þær játningar. Enn fremur spurðu margir stúdentar um það, hvort ekki mundi auðið að halda slíkt mót sem þetta á Islandi. Virtist ríkja mjög mikill og al- mennur áhugi á því. — Hverju megum vér svara? Næsta dag dreifðist hópurinn. Við Islending- arnir héldum til Oslo í lioði góðra vina. Annar okkar ótli brátt að hverfa aftur til starfa sinna í Danmörku, en hins beið langt og lærdómsrikt ferðalag um Svíþjóð, Finnland og Danmörku. En það er önnur saga. Lúther: „Gæfi páfinn oss það eftir, að Guð réttlæti syndara af einskærri náð fyrir Krist, viljum vér ekki aðcins bera hann á höndum, heldur og kyssa fætur lians. En þar eð vér getum ekki fengið þetta, þá drömb- um vér í Guði fram úr öllu hófi og vikjum ekki þumlung, hvorki fyrir Pétri eða Páli, né Iiundrað keisurum né þúsund páfum né ölluni heiminum. Fjarri sé liér öll auð- mýkt, því að þeir vilja ræna oss heiðri vorum, Guði sjálfum, sem skóp oss og gaf oss allt, Kristi sjálfum, sem endurleysti oss með blóði sínu..........“ 14

x

Kristilegt stúdentablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.