Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Síða 18
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ
allra ])eztu kveðjur. Vér erum glaðir og þakk-
látir fyrir þau persónulegu sambönd, sem kom-
izt liafa á við yður eftir slríðið fyrir þá fulltrúa,
sem komið liafa frá yður til vor. Vér vonumst
til, að þau sambönd eigi el'tir að styrkjast enn
meir. Vér mundum gleðjast innilega, ef auðnast
mætti að halda norrænt, kristilegt stúdentamót
á Islandi eitthvert næsta sumar. Það mundi líka
verða til þess að tengja oss sterkari böndum en
nokkru sinni fyrr.
Vér skulum standa saman að bæn og fórn. Vér
skulum knvja á, þangað til Guð mun opna dyrn-
ar inn til menntaæsku Norðurlanda.
Sverre Magelsen.
Með mikilli gleði skrifa ég kveðju til mennta-
æsku Islands frá oss hér í Svíþjóð. Þegar minnzt
er á eyjuna yðar úti i Atlanzhafi hér hjá oss,
þá köllum vér hana helzt „söguríku eyjuna“. Það
stafar víst helzt af því, að vér vitum svo lítið
um Island nú á dögum. Vér höfum lesið gömlu
konungasögurnar yðar í skólunum, en um liagi
yðar i dag vitum vér of lítið. — Þér vitið áreið-
anlega meira um oss, en samt gæti ég trúað, að
yður þætti gaman að heyra um hagi sænskrar
skólaæsku, — og þá einkum um hagi trúaðrar
skólaæsku. Ég held, að ég ætti að bjóða yður með
mér í smá-heimsókn i einn af skólum vorum.
Vér tökum næturhraðlestina beint suður eftir
langa landinu voru til Suður-Svíþjóðar. Vér höld-
um út að ströndinni i Bleking og komum í þekkt-
an sænskan bæ, sem nefnist Karlskrona. Þú kann-
ast líklega við hann, þar er stærsta flotahöfn
vor. Á járnbrautarstöðinni um morguninn mætir
oss piltur, sem Benkt heit'ir og er prestssonur.
1 liaust varð hann formaður í Kristilega skóla-
félaginu þarna. Á leiðinni upp í skólann, sem í
eru um 800 nemendur, segir Benkt oss frá le-
lagsstarfinu. „Við höfum stórt félag“, segir hann,
„og í haust höfum við lagt mikið kapp á að vinna
félaga okkar. Við komum saman einu sinni á
viku til biblíulestrar. 1 annað hvert skipti fáum
við prest eða kennara til að stjórna, en í hitt
skiptið stjórnar einhver af nemendunum. Við
reynum að tala l)látt áfram og hispurslaust og
sveigja að þeim hlutum, sem við vitum, að eru
ofarlega i huga nemendanna. Eftir það höfurn
við alltaf sameiginlega bænastund. Auk þessa höf-
um við skipt félaginu í smáhópa með 5—6 nem-
endum i hverjum. Eiga þeir síðan að komg sam-
an á heimilum til samtalsfunda. Þangað bjóðum
við félögum okkar, sem ekki eru trúaðir, og vitn-
um fyrir þeim blátt áfram og persónulega.“ —
Nú erum vér komnir að skólanum. Piltar og stúlk-
ur streyma inn um bliðið og safnasl lil morg-
unbænar. 1 öllum sænskum skólum hefst liver
dagur með sameiginlegum morgunbænum fyrir
alla nemendur. Vér fylgjumst með straumnum
inn í stóra samkomusalinn, Benkt hvíslar að oss,
að i dag eigi enginn af kennurunum að tala, held-
ur einn af trúuðu nemendunum, stúlka, sem sé
í stjórn skólasamtakanna. Það er sunginn einn
sálmur, og því næst stendur stúlkan upp. Hún
er dálítið föl, en þó skín djörfung úr svip henn-
ar. Hún kvaðst alltaf hafa átt erfitt með að trúa
á Krist á jal'n einfaldan hátt og Biblían lýsir því,
að menn hafi gert. En svo segist hún liafa feng-
ið að vera með á kristilegu, norrænu skólamóti,
og þá hafi luin komið auga á, hve einfalt þetta
væri. Þá hafi hún komið auga á tilgang lifsins og
líf hennar orðið auðugra, gleðiríkara og örugg-
ara. — Allur liinn mikli nemendahópur situr graf-
kyrr og hlustar á. Það kemur stundum fyrir, að
ýmsir dunda við að naga á sér neglurnar til þess
að drepa tímann, meðan morgunbænirnar fara
lram, en í dag talar ein úr þeirra eigin hópi af
hreinskilni, einlægni og trúarfullvissu. Þá var ekki
hægt annað en að hlusta. Að morgunbænunum
loknum tekur skólastjórinn þétt í hönd hennar
og þakkar lienni með hlýjum orðum fyrir vitnis-
burðinn. „Trúuðu nemendurnir eru bezti hlutinn
af skólanum“, segir hann.
Framh. á 23. síðu.
18