Kristilegt stúdentablað - 01.12.1947, Síða 21
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ
^acjnúó (ju&muncláóon átucl. tlieol. ,
Kristniboðshreyfing stiídenta
Grein þessi er rituð i tilefni af hálfrar aldar af-
mæli kristniboðshreyfingar stúdenta á Norðurlönd-
um, sem haldið var hátíðlegt í Osló dagana 26. febr.
—4. marz 1946. Greinarhöf. var þar fulltrúi Kristi-
legs stúdentafélags í boði kristniboðsdeildar norska,
kristilega stúdentafélagsins.
Hér verður fyrst til glöggvunar ókunnugum
stuttlega sagt frá upphafi kristniboðshreyfingar-
innar meðal stúdenta, sem víðast hefur verið
nefnd Sjálfboðalið stúdenta (á norsku: Akadem-
iske frivillige misjonsforbund, og á ensku: Stud-
ent Volunteer Movement).
Hreyfingin á upptök sín í Ameríku, og var
Robert Wilder helzti forvígismaður hennar frá
upphafi. Árið 1886 var merkisár í sögu hreyf-
ingarinnar. Það ár var haldið stúdentamótið fræga
á Mont Hermon í hoði vakningaprédikarans
Dwight L. Moody. Wilder var fulltrúi Princeton-
háskóla á mótinu. Systir hans sagði við hann,
er liann hélt af stað á mótið: „Ég trúi því, að
eldurinn falli á Mont Hermon og 100 sjálfboða-
liðar bætist í hópinn."1 Mót þetta stóð í 27 daga
og átti alls ekki að vérða kristniboðsmót, cn fyr-
ir atbeina Wilders og annarra áhugamanna um
kristniboð fékkst Moody til að taka útbreiðslu
kristinnar trúar meðal heiðinna þjóða til um-
ræðu á mótinu.
Allir fundu, að eitthvað mikilvægt var að ger-
ast eftir samkomuna, sem haldin var með ein-
kunnarorðunum: „All should go, and go lo all.“
Næsta kristnihoðssamkoma var nefnd: „The meet-
ing of the ten nations." Tíu stúdentar töluðu á
samkomunni um kristnihoð. Um kvöldið kom
vakningin. Margir liáðu langa og harða haráttu
þá nótt. Hjá þeim hrann spurningin: Á ég að
verða kristnihoði? Það voru nákvæmlega 100
stúdentar, sem l>rstu yfir því á þessu móti, að
þeir væru reiðubúnir að verða kristniboðar, ef
Guð vildi. Meðal þeirra var stúdentaleiðtoginn
frægi, John R. Mott.
Vakningin á Mont Hermon barst út meðal
menntamanna í Bandaríkjunum. Bráðlega var tala
stúdenta, sem undirritað höfðu sjálfboðaliðsheit-
ið, orðin yfir 4000, en haldið var áfram að hiðja
um enn fleiri -— „as many thousands that arc
needed to evangelise the world.“
Eldurinn frá Mont Hermon barst fljótlega yfir
hafið til Englands, og árið 1896 var haldið stúd-
entamót í Liverpool til þess að kynna hreyfing-
una í Evrópu. Þangað komu um þúsund stúd-
entar frá mörgum Evrópulöndum, og voru nokkr-
ir Danir og Norðmenn í þeirra hópi. Hreyfingin
barst því skjótlega til Norðurlanda, og áttu Ro-
bert Wilder og Englendingurinn Donald Frazer
mikinn þátt í þvi.
Það var sem sé rétt fyrir aldamótin siðustu,
sem kristniboðshreyfing stúdenta barst til Norð-
urlanda. Voru þá stofnaðar la’istnihoðsdeildir inn-
an kristilegu stúdcntafélaganna við hina mörgu
háskóla á Norðurlöndum. Hafa deildirnar, sem
nefndust „Akademiske frivillige misjonsforhund“
(A.F.M.F.), lifað við flesta háskólana fram á
þennan dag. A.F.M.F. í Osló, sem er sérstök deild
innan „Norges kristelige studentlag“, liefur ávallt
verið öflugust á Norðurlöndum. Á árunum 1905
—1926 var samt mikil hnignun i starfi deildar-
innar. Var það á þeim árum, sem nýguðfræðin
lagði sína köldu hönd á allt kristilegt stúdenta-
starf í Noregi. En 1924 klofnar „Norges kristelige
studenterforbund“ vegna nýguðfræðinnar, og
„Norges kristelige studentlag“ er stofnað undir
forystu próf. dr. Ole Halleshy. A.F.M.F. gengur
tveim árum síðar í „Norges kristelige studentlag“.
Hófst nú að nýju blómatími í hinu nýstofnaða
félagi. Félagið í heild var pietistisk vakninga-
21