Stundin - 01.02.1941, Qupperneq 3
Broddi Jóhannesson:
Hótt í Finnlanöi
FINNSK haustnótt er þögul
og dimm, og í eimreiðinni
brenna aðeins kertaljós, því að
fyrir nokkrum mánuðum börð-
ust Finnar gegn margföldu
ofurefli fyrir frelsi sínu, og í
þessari baráttu skemmdust einn-
ig raflagnirnar í eimreiðinni,
sem flytur íslendingana áleiðis
til Rovaniemi. Eimreiðin sjálf
er fátækleg, því að Finnar fórn-
uðu blóði og eignum í barátt-
unni fyrir sjálfstæði þjóðarinn-
ar, en vagnstjórinn og sveinar
hans vita takmark sitt, enda þótt
nóttin sé dimm, og þau augu, er
leiðarinnar gæta, eru hvöss, og
hendurnar, sem á tækjunum
taka, eru öruggar. Við vitum
ekki nöfn þessara manna, sem
ráða för okkar gegnum finnsku
haustnóttina, en við skynjum, að
það eru ábyrgir menn. Við skilj-
um ekki mál þeirra, en við mæt-
um samúð þeirra í hverju auga,
og við finnum, að þeir hafa allir
lagt fram það dýrasta og mesta,
sem af dauðlegum mönnum
verður krafið.
Á trébekkjum og gólfi finnsk-
rar einmreiðar, sem ber ör eftir
baráttu heillar þjóðar, sitja eða
liggja á þriðja hundrað íslend-
ingar, hraustir, ungir sveinar og
glæstar meyjar, börn, sem eru
tæplega risin úr vöggu, og eldri
einstaklingar, með svip ferða-
mannsins, sem er nær markinu
kominn, með djörfum svip ís-
lt lendingsins, sem mætti ýmsum
erfiðleikum og sigraði þá og
guggnar heldur ekki við að
leggja af stað í för, sem giftan
ein má meiru um ráða en góður
eða lélegur vilji manna.
Á trébekkjum og gólfi særðr-
ar, finnskrar eimreiðar sitja á
þriðja hundrar íslendingar og
syngja við kertaljós. Og þögula
finnska haustnóttin hlustar á
söng þeirra, e. t. v. skynjar hún,
að hér eru einnig synir og
dætur einmana og voldugrar
náttúru á ferð.
Frá finnska skógium berast
við og við brestir brotnandi
greina, en fá brjóstum næturinn-
ar kveður við einmana bergmál.
Fyrir nokkrum mánuðum brustu
margar greinar í lífmeiði finn-
sku þjóðarinnar, og þá hafa
einnig kveðið við djúp-sár berg-
mál frá brjóstum hennar. En
þó að grein hrökkvi, stendur
stofninn, þó að margir hraustir
synir deyi, lifir þjóðin.
Á þriðja hundrað fslendingar
syngja við kertaljós í þögn fram-
andi, dimmrar nætur, en í söngv
um þeirra hljómar ein sál, ein
vitund og einnn vilji. í hljóm-
falíi söngva þeirra slær eitt
hjarta, hjarta þess sem er á
heimleið. Oft sáum við íslend-
inga á mannamótum, og sinni
þeirra voru mörg, aldrei fann
ég eitt hjarta slá í brjósti þeirra
allra nema hér. Hér var hvorki
hár né lár, herra eða þræll,
þiggjandi né gefandi, hér voru
aðeins íslendingar að fara heim.
Ég hefi einu sinni séð fámenn-
an hóp íslenzkra sjó- og verka-
manna taka höndum saman í
flæðarmáli norðlenzkrar strand-
ar á íslenzkri haustnótt til að
bjarga félaga þeirra undan æð-
andi brimföllum, og máttur
þeirrar stundar var svo mikill,
að engin þeirra átti hik eða
hlédrægni, og aðeins ein vitund
gagntók þá alla, og það and-
varp þakklætis, er steig frá
brjóstum þeirra að fengnum
sigri, var andvarp sama þakk-
lætis. Finnska nóttin var önnur,
og hópurinn var stærrþ en ein-
ingin var svipuð. Þannig rann
særð finnsk eimreið gegnum
finnsku haustnóttina, augu henn
ar voru hetjur þjóðar, sem ekki
varð sigruð, og við kertaljós
hennar sungu íslendingar.
NOKKRUM mílum sunnan
heimskautfjlínu liggur
Rovaniemi. Þar líkur járnbraut
arlínunni,' og þar byrjar akveg-
urinn til Lillehamari við Pet-
samofjörð. Þreytt, en hamingju-
söm stígum við úr lestinni og
setjumst að kaffi og brauði í
gistihúsinu í Rovaniemi. Það er
hálfgerður hrollur í íslendingun
um, og þeir taka rösklega til góð
gerðanna, sem eru framreiddar
af hlýju og alúð gefandi bræðra
þjóðar. Við vitum ekki fyrr en
síðar, að okkur voru gefnar
veitingar þessar til þakklætis
fyrir þá litlu hjálp, en fullu
samúð, sem íslenzka þjóðin
veitti Finnum í baráttu þeirra
fyrir þjóðlegu sjálfstðæi. Og þó
að við værum þakklátir fyrir
þessar góðgerðir, efast ég um,
að við höfum gert okku fylli-
lega ljóst, hversu ríkulegar þær
voru, því að matur er dýrmætur
þeim, sem lítinn eiga.
Rovaniemi liggur í þögn og
faðmi finnsku skóganna, en við
akveginn til hafnarinar við Pet-
samofjörðinn. Öld eftir öld hefir
á þessum slóðum lifað þjóð, sem
STUNDIN
3