Stundin - 01.02.1941, Qupperneq 5

Stundin - 01.02.1941, Qupperneq 5
tii Rovaniemi. Þeir voru flestir svo þreyttir og hásir, að hljótt var í bifreiðunum, aðeins ein- staka söngfugl hélt ennþá rödd sinni, hinir reyndu margir að sofa. Þreyttum er gott að sofa, einnig þótt þeir bíði þess að koma heim. En við stjórnvöl bifreiðarinnar var ekki sofið. Morgunn var tekinn að grána, svalur, bjartur morgunn norðan heimskautslínu. Héla huldi jörð, og skógurinn svaf enn í reifum hverfandi nætur. Bifreiðin stanzar. Til vinstri handar við veginn er timbur- skáli í rjóðri, á hægri hönd er skógurinn, en áfram liggur vegurinn — heim. Um þrjátíu Islendingar rísa úr sætum, hrista úr sér hrollinn og skygn- ast um. Nú væri notalegt að fá ofurlitla hressingu. Við göngum til skálans. Þar eru nokkrir finnskir hermenn, sem höfðu barizt fyrir nokkrum mánuð- um. Nú er stríðinu lokið, en þeir bera einkennisbúningana ennþá, það er ekki nóg að sigra, það verður einnig að gæta sigursins. Þeir eru snemma á ferli, þessir menn, sem höfðu barizt og sigrað, og nú sitja þeir að morgunhressingunni. í hópi íslendinganna eru tvö börn, þau þyrftu helzt að fá heita mjólk að drekka. í eldhúsi skálans sýður finnsk stúlka hermönnum graut. Hún skilur aðeins finnsku, en bráðlega er hægt að gera henni skiljanlegt, að litlu börnin þurfi heita mjólk að drekka. Hún hellir henni í fátæklega, emailleraða skál og bregður henni yfir eld- inn, en hermennirnir þurfa einnig sitt. Hún fyllir stóra könnu til hálfs með mjólk úr brúsa, síðan er kannan fyllt með vatni. Þetta er útálát sig- urvegaranna, morgunhressing þeirra er vatnsgrautur og vatns- þynnt mjólk. Fyrir fáeinum klukkustundum átu 254 íslend- ingar kaffi, mjólk og brauð við borð þeirra. En ísienzku börnin drekka óþynntu mjólkina úr gömlu, lítlu grautarskálinni við hlið finnskra hermanna, — finnsku hermennirnir höfðu þegar unnið mikla sigra og ver- ið karlmenni. Hver veit, hvað litlu, ljóshærðu hnokkarnir eiga eftir að vinna? Bifreiðarnar bruna áfram, skógurinn verður lág- vaxnari og jarðvegurinn laus- ari. Og brátt taka að sjást enn greinilegri merki styrjaldarinn- ar. Ennþá höfðum við aðeins séð særða eimreið og særðar bifreiðar og brotnar brýr, nú líður ekki á löngu, unz við sjá- um, að hvert einasta hús og hver einasti kofi hefir verið brenndur. Bílstjórinn okkar liafði verið vélbyssu-skytta og eitt sinn drepið fimm Rússa, honum bregður ekki við að sjá eyðileggingar styrjaldarinnar, en hann hafði líka séð meira en kaldar rústirnar. Og allt í einu verður mér ljóst, hvernig Finni gat borið fram jafn undarlega spurningu og þessa: „Hvernig getur íslendingur elskað land sitt, sem hann hefir aldrei fórn- að blóði fyrir?“ En bræður góðir! Þið hafið heyrt svo margt um ógnir styrj- aldarinnar, eyðileggingar henn- ar, þennan „hryllilega hildar- leik“, að ég ætla alls ekki að bæta á þann margfyllta mæli. Við sáum brunnar rústir og brotna vegi, en við sáum einn- ig það, sem meira var og feg- urra. Frá síungum skóginum höfðu hraustar hendur aflað nýrra viða, og alls staðar voru ný hús risin og nýjar brýr reist- ar, þar sem aðrar höfðu verið brenndar. Samstillt þjóð hafði barizt fyrir frelsi sínu, synir hennar og jafnvel dætur höfðu fórnað blóði sínu fyrir frelsið, hetjurnar, sem eftir liðu, reistu á rústunum. Ég efast ekki um, að finnski skógurinn dafnar af blóði þeirra, er þar létu Íífið fyrir frelsi framtíðarinnar, og í hverjum staf, er felldur var í nýju húsin í þögn norður- finnsku skóganna, birtist óbil- andi trú á líf og lífsdáðir hinna óbornu. Og þið, sem gjarnt er að sjá einungis dekkstu og soralegustu hliðar styrjaldar- innar, gleymið því ekki, að all- ar þær milljónir hermanna, sem horfast í augu við dauðann og bera aðrar áhyggjur en þær, hvernig gjaldeyrisgengi og ,,krónuvelta“ kann að verða á næstunni, eru þess fullvissir, að þeir berjist fyrir heilögu máli, að föðurland það, er gaf líf kyn- slóðum feðranna, krefji vörn þeirra fyrir lífi barnanna. Gleymið þvi ekki, að þeir fórna glöðu hjarta meiru en nokkurn tíma hefir verið af flestum ykk- ar krafið. r Aþriðja hundrað Islending- ar óku gegnum myrkur norðurfinnskrar nætur. Þetta er ekkert æfintýr, þetta gerðist fyrir nokkrum mánuðum. Þeir sungu við kertaljós særðrar eimreiðar, og jafnvel þetta dauða tæki bar ör eftir styrjöld lítillar þjóðar gegn margföldu ofurefli. Á þriðja hundrað ís- lendingar voru að fara heim, eftir að hafa gist aðrar þjóðir, sumir þeirra árum saman, og þeir fundu, að sú fátækasta var hin sterkasta: Á þriðja hundrað íslendingar vissu ekki annað, en að þeir ættu föðurland, þar sem þeir myndu leggjast á íslenzku skipi að íslenzkum bryggjum án nokkurra tafa. Og þeir voru hamingjusamir og þakklátir, er þeir stigu úr finnsku bifreiðun- um, er svo giftusamlega höfðu flutt þá til síðasta áfangastað- arins, unz stigið yrði á íslenzka jörð. Þakklátir kvöddu þeir bíl- stjórann, sem hafði drepið fimm Rússa, vegna þess að föðurland- ið krafðist þess, og sem sjálfir (Framh. á bls. 22.) S T U N'D I N 5

x

Stundin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.