Stundin - 01.02.1941, Side 6
Valentin Katajew.
Skeggjaði hvítvoðungurinn
egar ritstjóri myndskreytts
Sovét-tímarits byrjaði út-
gáfu þess fyrir ári síðan, var
hann vonglaður, djarfur og
hlaðinn hugsjónum. Ég minnist
þess ennþá, hvernig þessi fín-
gerði, ungi maður sagði við
samverkamenn sína, eftir að
hafa vikið þeim lítilli glaðningu
sem fyrirframgreiðslu: — Já,
vinir mínir, ég bið ykkur sér-
staklega að beina allri athygli
ykkar að því, að tímarit okkar
á að vera hreint Sovét-tímarit,
hrein-rautt, ef svo mætti segja.
Og þess vegna, elsku vinir, þið
skiljið, engir tvíhöfða kálfar,
engir tvíburar, er vekja undr-
un og athygli. Sovét-lífið, það
og aðeins það á að vera óþrjót-
andi efni okkar. Burt með borg-
aralegar undrafréttir vissra
blaða! Fjandinn hirði hundinn,
sem reykir sígarettur og les
Kvöldblaðið, sem er prentað í
40 000 eintökum!
— Fjandinn hirði hundinn,
sem les Kvöldblaðið, tóku sam-
verkamennirnir undir einum
munni og byrjuðu vinnu sína.
Þetta var fyrir ári síðan.
Sími ritstjórans hringdi, hann
tók tólið af og hamingjusamur
roði færðist yfir andlit hans.
— Hlustið, hlustið, góðir hálsar,
menn hafa fundið hvítvoðung
með alskegg, já, meira að segja
með herforingjaskegg, nei,
þetta er dásamlegt. Sækið
myndasmiðinn! Hvar er mynda-
smiðurinn? Er hann ekki við?
Sendið bifreiðina undir eins eft-
ir myndasmiðnum! — Eftir
svona fjórðung stundar kom
myndasmiðurinn inn til rit-
stjórans. — Farið þér, farið þér,
æpti ritstjórinn og náði naum-
ast öndinni vegna ákafa, farið
þér undir eins og myndið hvít-
voðunginn með alskeggið. Þetta
er undrafrétt, undrunarfrétt!
Aðalatriðið er, að keppinautar
okkar verði ekki á undan og
nái frá okkur skeggjaða hvít-
voðungnum! — Verið þér alveg
rólegur, sagði myndasmiðurinn,
við komum æfinlega á miðviku-
dögum, en keppinautarnir aldr-
ei fyrr en á laugardögum, við
munum verða þeir fyrstu, er
sýnum veröldinni hvítvoðung
með vangaskegg. — En þeir,
sem koma á laugardögum, lágu
heldur ekki fram á lappir sinar.
« 9jí íj<
Daginn eftir kom ritstjórinn
mjög snemma á skrifstofuna.
— Er myndasmiðurinn kominn?
spurði hann skrifarann. — Nei,
hann er enn ekki kominn. Rit-
stjórinn kveikti óþolinmóður í
sígarettu og til þess að stytta
biðina símaði hann til þeirra,
er koma á laugardögum. Halló!
Vitið þið ekkert ennþá? —
Hvað nú, hvað nú? spurði rit-
stjórinn þeim megin. — Hvít-
voðungurinn með alskeggið . .
— Nei, og. . . . ?
— Og með herforingjaskegg
.... Hvítvoðungur. . . .
— Nú, nú, hvað er svo sem
með hann?
— Komið þið með mynd af
honum?
— Auðvitað gerum við það.
Hvenær?
— Á laugardag?
— Vitanlega, á laugardag.
Okkur liggur ekkert á.
— Og við á miðvikudaginn,
hí, hí.
— Jæja, til hamingju.
Ritstjórinn lagði frá sér tólið.
— Já, takið þið nú við því,
okkur liggur ekkert á, segir
hann, en samt springur hann
sjálfsagt af öfund. Nei, þetta
er alls ekkert grín, hvítvoðung-
ur með skegg kemur einu sinni
fyrir á þúsund árum.
Myndasmiðurinn opnaði dyrn
ar. — Jæja, hvernig gengur
það? Látið okkur sjá. Myndá-
smiðurinn yppti öxlum. — Það
er svo sem ekkert sérstakt að
sjá, í fyrsta lagi er hann ekki
tveggja mánaða, heldur fimm
ára gamall, í öðru lagi hefir
hann ekkert alskegg, og í þriðja
lagi hefir hann ekkert herfor-
ingjaskegg, gerið þér svo vel!
Myndasmiðurinn rétti ritstjór-
anum myndina.
— Hm, það var einkennilegt,
eins og hvert annað barn, ekk-
ert sérstakt við það að athuga,
það var nú verri sagan, það var
nú verri sagan. — Ég held, að
ég hafi svo sem sagt það strax,
sagði myndasmiðurinn, — það
var alls ekki nauðsynlegt að
flýta sér svona mikið, aðeins
óþarfa ónæði fyrir barnið. All-
an daginn er verið að mynda
það. Rétt á undan mér voru
þeir frá laugardagsblaðinu þar,
það var ljóshærður, frekur ná-
ungi, svei mér, ef hann var
ekki heila klukkustund að
mynda barnið og hleypti eng-
um inn í herbergið.
Ritstjórinn horfði vonsvikinn
á mynd undrabarnsins. — Hér
er ekki allt með felldu, sagði
hann svipþungur, — mér getur
ekki hafa skjátlast. Það var
sagt, að það hefði mikið, svart
alskegg, og herforingjaskegg í
viðbót, einnig svart. . . . mikið
skegg. ... ég skil þetta ekki.
Ritstjórinn greip fumandi til
símatólsins: — Halló, halló, þér
segið, að þér komið með mynd
af undrabarninu á laugardag-
inn, ekki satt?
— Alveg rétt, það munum
við gera.
6
STUNDIN