Stundin - 01.02.1941, Síða 8
Góð hegðun og þjálfun í því að koma vel fram eru varanleg auðæfi, sem hverjum er í lófa
lagið að koma yfir veraldarinnar hæstu tollmúra, ef hann smýgur þar inn sjálfur, og eng-
inn megnar að svifta neinn þessum alþjóðagjaldeyri. Sömu meginreglurnar liggja til grund
vallar lýtalausri framkomu í fjölmenni meðal allra menntaðra þjóða. — Þessi mynd er tekin
á veitingahúsi, þar sem nokkrir kunningjar hafa komið saman til að skemmta sér, en hvern-
ig, sem á því stendur, er ótal margt við framgöngu þess að athuga, og það var einmitt
vegna þess, sem myndin var tekin. — Nú skuluð þið spreyta ykkur á að finna samkvæmis-
vankantana á myndinni, skrifið síðan niður hjá ykkur niðurstöðutöluna, sláið svo upp á bls. 21.
þeim þykir sómi sær að dólgs-
hættinum og telja ruddaskap-
inn til þjóðlegra dyggða, er
beri vott um hreysti og karl-
mennsku. Þessa misskilnings
gætir víða, og hann á sér dýpri
rætur í meðvitund margra en
þá sjálfa grunar. íslenzkir
drykkjurútar eru ófriðsömustu,
sjálfhælnustu og dauðleiðinleg-
ustu fylliraftar í heimi, -og af
fylliröftunum má ávallt betur
marka menningarstig þjóða en
á bókhlöðum og listasöfnum. í
þá hafa lekið óhreinindin úr
þeim, sem yfir fljóta og eftir
soranum greinast sjúkdómarn-
ir!
Hér á landi hefir engin sam-
kvæmismenning verið síð-
an í fornöld. Aftur á móti hefir
þjóðin á seinni árum haft mikla
tilhneigingu til að apa eftir
8
STUNDIN