Stundin - 01.02.1941, Síða 10

Stundin - 01.02.1941, Síða 10
en það leiddi þó til þess að nefnd var skipuð, og hefir hun helzt komizt að þeirri niðurstöðu, að þessi heiður komi ofan frá, líkt og regn himinsins, en búi á engan hátt innra með heiðursmanninum sjálfum. Heiðurinn kemur yfir hann eða er kallaður yfir hann, stundum aðeins með lögfestri yfirlýsingu, stundum með hátíðlegri athöfn — oftast lófataki, sem áður greinir — og minnir það helzt á það, er.heilagur andi kemur yfir einstaklinga við sérstakan verknað vissra trúarflokka. Þannig virðist heiðurinn alls staðar nálægur, ef aðeins einhver er til að framkalla hann, en hvort hann er alvitur og almátt- ugur, er enn ekki kunnugt. En ekki þarf annað en drepa stafn- um á klett eða hvetja menn til lófataks, og sjá, heiðurinn birtist, þó ekki sé í dúfulíki, þá er hann að minnsta kosti rit- aður í gerðabók eða sagt frá honum í dagblaði, og menn eru hamingjusamir yfir að hann heiðraði þá með heiðarlegri nær- veru sinni. En gætnum og forsjálum mönnum þykir margt varhugavert við heiður þennan, sem ekki er hægt að taka einokun á né skattleggja fremur en andrúmsloftið, og er sá eiginleiki hans ljóst merki þess, að hér er ekki um venjulegt fyrirbrigði at- vinnu- og viðskiptalífs að ræða. En þó þykir vænlega horfa um skipulagningu hans, þar sem brátt mun verða stofnað stéttarfélag heiðursmanna, sem væntir ofurlítils styrks af al- mannafé og mun halda fast fram kröfum sínum gegn ríkis- valdinu. f þágu þeirra, er eftir okkur koma, munu vísindamenn okkar halda áfram að rannsaka eðli þessa heiðurs, sem nú lifir aðeins í munnmælum og minnum elztu manna, sem og andlegt stig alþýðu þeirrar, er skapaði þessa útdauðu heiðursmenn, sem aldrei voru lögfestir. En jafnframt munu þeir kappkosta að styrkja landvarnarlið það, er málsins gætir, hina svonefndu málvarnamenn, er láta sér svo annt um orð og setningarskipun, sem vitanlega er óháð hugtökunum og breytingu þeirra, því að eins og öllum er kunnugt hafa umbúðirnar aldrei verið aukaatriði, og jafnan er litið fyrst á þær. Til er á prenti frá- sögn um það, að Englendingar hafi drepið niður geirfuglinn forðum. Vér efumst um sannindi þeirrar frásagnar, en hins vegar er jafnan notalegt að koma yfirsjónum sínum í synda- poka annarra, og svo var þetta á prenti. En hvort sem' það voru Englendingar eða aðrir, sem drápu geirfuglinn, óttast menn mjög, að útlenzkan drepi íslenzkuna, því að hætturnar koma að utan, eins og karlinn sagði, sem hitti vin sinn, er var hörundsgulur af magaveiki, og kenndi sólinni um. En hvað sem öðru líður, leggjum við til að ný nefnd verði skipuð í málið. Norðangarri hugarfarsins. annleikurinn er nefnilega sá, að íslenzkir karlmenn eru með afbrigðum litlir kaval- erar og stúlkurnar því minni dömur. Fúnkiskona H. G. Wells var hér til skamms tíma hug- sjón og markmið ungra kvenna, og henni sæmir hvorki að yera alúðleg né kvenleg. En svo kom setuliðið fræga, og þá uppgötv- aði hún kyn sitt og skynjaði, að hún var girnileg til fróðleiks og skemmtunar sem kona — en ekki viðrini. Þursaskapur og ónærgætni 'íslendinga í allri sambúð, utan dyra og innan, er sjaldnast runnin af illum hvötum né arf- gengu gáfnaleysi, heldur af heimóttarskap og feimni, sem er illur ávöxtur af einangrun kynslóð. ? og kotungshætti. Fólk li' i dó þar sem það fæddisi g vandist á að lifa líf- inu í samræmi við óskir fólks, sem fæddist áður á sama stað. En nú er öldin önnuí. Sól hinn- ar „erlendu menningar" reis yf- ir þessu landi, og þjóðin vakn- aði við það einn daginn, að hún stóð á vegamótum alþjóðaleiða, og að henni var búin dvöl með þeim, sem fara margir saman. Með þessu á ég ekki við hið svonefnda ,,ástand“, heldur það umrót, sem varð í íslenzku þjóðlífi eftir síðustu aldamót, með auknu sjálfstæði þjóðar- innar, bættum hag hennar og aukinni menningu og víðsýni. Við eignuðumst vélar, vegi og brýr, skip og skóla, og við er- um stöðugt að auka og endur- bæta þessar eignir. Við höfum eignazt menntafrömuði og skáld, sem hafa aukið bók- menntir vorar að mýkt og snú- ið þeim í stíl við líðandi stund, — en við höfum eignazt of fátt fólk, sem kunni þá lífsins list, að bera virðingu fyrir sér og öðrum án þess að ofmeta nokk- uð. Og þrátt fyrir allt skóla- skrum, alþýðumenntunargrobb og uppeldishjal er reyndin sú, að við erum furðu fákunnandi um flesta hagnýta menningu til athafna og æðis í hinu ytra, hversdagslega lífi. En af þessu er sprottin sú sorglega stað- reynd, að við getum aldrei stað- ið sameinaðir um nokkurt mál- efni, kunnum ekki að bregða við eins og einn maður, kunn- um ekki a ðelska og þjást eins og ein sál, — og eins og nú er háttað í heiminum stendur okk- ur „fátækum, smáum" meiri voði af þessari fátækt okkar en nokkru'öðru. S. B. 10 STUNDIN

x

Stundin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.