Stundin - 01.02.1941, Qupperneq 16
Skipulagningin. (Framh.)
starfi sínu 1911, dró hann sam-
an aðalárangur æfistarfs síns í
þessi djörfu orð: „Að minnsta
kosti 50.000 verkamenn í Banda-
ríkjunum vinna eftir kerfi
mínu, og þeir hljóta 30—100%
meiri laun en aðrir þeim jafn
vígir, en fyrirtæki þau, sem
þeir starfa hjá, vaxa að vel-
gengni fremur en nokkru sinni.
Hjá þessum fyrirtækjum hefir
framleiðsla hvers manns og
hverrar vélar vaxið um helm-
ing að meðaltali. í staðinn fyrir
tortryggni og jafnvel beina bar-
áttu, sem einkenndi gamla fram-
leiðslufyrirkomulagið, hefst nú
óþvinguð samvinna milli stjórn-
ar og verkamanna“.
Við þessa síðustu fullyrðingu
er að minnsta kosti óhætt að
gera nokkrar athugasemdir.
Vissulega náði Taylor meðal
hinna hreinræktuðu amerik-
önsku verkamanna þeirri við-
unun, sem leiðir af hærri laun-
um og léttari lífsháttum, en
bæði í Ameríku og einkum í
Evrópu, þar sem kerfi hans
smám saman ruddi sér til rúms,
veittu verkamennirnir því mót-
stöðu. Og ástæðan til þess er
meginvilla Taylors: Hann taldi
mannlegan líkama allt um of
vera vél, sem eyddi allra
minnsta vöðvaafli, en það, sem
hann ekki skeytti um, enda
þótt hann kappkostaði að full-
yrða hið gagnstæða, var, að
maðurinn er ekki vél, hann er
meira en vöðvakerfið, beina-
grindin og taugarnar, hann hefir
einnig sál. Með öllum kostum
sínum var Taylor samt postuli
vélræningarinnar, og eftir að
umbótum hans hafði verið kom-
ið á, kom voldugt andsvar gegn
þeim, sem vafalaust var einnig
af góðum rótum runnið. í raun
og veru mun ekki hægt að ásaka
hann um, að ,,kerfi“ hans leiddi
til aukins atvinnuleysis. Ef allt
þjóðfélagið hefði verið skipulagt
Framhald á næstu síðu.
þýðast hann. „Taktu mig til konu, eða taktu mig ekki, en
þangað til við erum gengin í hjónaband má það ekki koma
fyrir.“ Og það var sama, hvernig hann reyndi að telja hana
á vilja sinn, hún lét sig ekki.
Vassilij kom heim: „Pabbi, í dag hefi ég fundið brúði, og
hún mun verða góð húsmóðir og góð kona.“ Foreldrarnir gáfu
þeim blessun sína og þau giftust.
Vassilij bjó með Ljúsku í ást og eindrægni. Þau lögðu ofur-
ást hvort á annað, þau ætluðu aldrei að skilja, en samt urðu
þau að gera það.
Einu sinni fór Vassilij með skipi til ókunns lands til að
selja varning sinn og kaupa annan nýjan. Hann kvaddi konu
sína og hlaut góðan byr og seldi allan varning sinn. Konung-
urinn þar í landi bauð öllum kaupmönnunum til veizlu, og
þeir drukku við glaum og gleði. Og er gleðin var mikil orðin,
tóku menn að gorta, einn af auðæfum sínum, annar af fimi
sinni. Vassilij einn þagði. „Getur þú ekki stært þig af neinu,
kaupmaður?“ spurði konungur. ,,Af hverju ætti ég svo sem
að stæra mig, nema ef til vill af tryggu konunni minni? Ég á
konu, sem er svo trygg, að enginn getur tælt hana til lags við
sig.“ Þá gall í einum: „Þetta er ekki satt, ég skal sanna það.“
Hinir gestirnir hlýddu á orð hans og skrifuðu þau hjá sér.
Nú gekk konungurinn til Vassilij og mælti: „Ef þú hefir
borið fram rétt mál og kona þín er svona trygg, þá færðu
mikil auðæfi að launum, en hafir þú logið, lætur þú höfuð
þitt.“
En hinn, er ekki trúði tryggð konunnar, reis frá borði og
gekk til skips. Hann kom til borgar Vassilijs og gekk beina
leið til húss hans. Og hann reynir að tæla Ljúsku til lags
við sig, lofar henni miklu fé að launum og lætur hana enga
stund í friði. Þá mælti Ljúska við hann: „Ég ætla að spyrja
fólkið, hvað það ráðleggur mér, það ætla ég að gera.“ Síðan
sagði hún tengdaföður sínum frá því. „Hvað ráðleggur þú
mér?“ spurði hún. „Maður þinn hefir ekki auðkennt þig gegn
því, svo að þér leyfist það.“ „Nei, þú dæmir ekki fallega,"
sagði Ljúska og gekk til tengdamóður sinnar. En henni fóru
eins orð og gamla manninum. Þá fór Ljúska til skriftaföður
síns og sagði honum frá öllu saman. „Brjóttu ekki lögmálið,"
svaraði skriftafaðirinn, „gullið, sem hann býður þér, er hé-
gómlegt fánýti, en tryggð þína getur enginn brotið, og hún
verður ekki goldin við neinu.“
Svo kom Ljúska heim, og hinn beið þegar eftir henni.
„Jæja, hvað sagði fólkið?“ og hún sagði honum alla söguna,
en hann lét ekki af ástleitni sinni. Og nóttin féll yfir, og
Ljúska vissi engin ráð til bjargar, hún losnaði ekki við hann.
Þá segir hún loks: „Bíddu, unz aldimmt er orðið, þá kem ég.“
Og hún bauð honum að ganga til svefnherbergis síns, en sjálf
fór hún fram í eldhús til Aljösku. Henni þótti vænt um Al-
jösku sem systur sína, og hún þjónaði henni dyggilega. Nú
tók Ljúska að grátbæna hana: „Hafðu fataskipti við mig og
farðu til hans.“ Aljaska var ófús í byrjun, hún lifði enn sem
nunna og hóf aldrei augu sín. En loks lét hún undan bæn-
unum, svo mjög elskaði hún Ljúsku.
Ljúska færði hana nú í klæði sín og dró að lokum hring
sinn á hönd hennar. Og Aljúska fór í stað Ljúsku. En hinn
16
STUNDIN