Stundin - 01.02.1941, Qupperneq 17
sagði ekki eitt aukatekið orð, heldur tók að draga hringinn
af fingri hennar. En hringurinn var þr.öngur, hann bisaði
lengi við, en tókst ekki, og loks skar hann af henni fingurinn
og stakk honum með hringnum í vasa sinn. Þá tók hann
einnig klútinn með nafninu hennar, sem lá á borðinu. Og svo
gerðist ekkert frekar, en hann flýtti sér á brott.
Og Aljaska kom aftur fram í eldhúsið — og aðeins fing-
urinn vantaði. „Hvernig gat á þessu staðið?“ Hann hafði
nauðað svona lengi við hana og gerði svo ekkert annað en
taka með sér fingurinn.
Næsta morgun sagði hún tengdaföðurnum alla söguna.
,,Þetta merkir ekkert annað,“ sagði gamli maðurinn, ,,en að
sonur okkar er í lífsháska. Við verðum að hafa hraðan á og
fara til hans. Þeir hafa sjálfsagt lent í illindum.“ Þegar brugðu
þau til ferðar; tengdafaðirinn Ljúska og Aljaska, sem vantaði
einn fingurinn.
Þegar ungi kaupmaðurinn kom heim, gekk hann þegar fyrir
konung. En konungurinn kvaddi alla kaupmennina á sinn
fund og mælti við Vassilij: ,,Þú hefir sagt, að enginn mætti
tæla konu þína til lags við sig, en ég ætla samt að sanna þér
það,“ og hann sýndi þeim hringinn og klútinn.
Allir trúðu honum, einnig Vassilij trúði þessu, og hann var
dæmdur til dauða. Næsta dag átti að leiða hann til gálgans.
En um nóttina komu til þessa lands, í hina sömu konunglegu
borg, þar sem Vassilij hafði verzlað, gamli maðurinn, Ljúska
og Aljaska, og þau fengu næturgreiða hjá borgara einum.
,,Jæja, hvað er í fréttum?“ spurðu þau. ,,Á morgun verður
rússneskur kaupmaður hengdur, það held ég maður verði nú
að sjá. Hann hafði stært sig af því, að enginn myndi geta
tælt konuna hans. En þá kom til sniðugur náungi og sannaði
lygar hans, hann færði konunginum giftingarhringinn og
klútinn hennar. Á morgun verður kaupmaðurinn hengdur.“
„Ætli við megum sjá það líka?“ „Vitanlega, öll borgin hefir
verið kvödd til að horfa á það.“
Um nóttina kom þeim ekki dúr á augu. Snemma næsta
morgun gengu þau til, þar sem mannþyrpingin var. Gamli
maðurinn skildi Ljúsku og Aljösku eftir í fordyrinu, en gekk
sjálfur inn og sá son sinn, sem var alsvartur, hann var orðinn
svartur af áhyggjum, þegar á hann að deyja.
„Hvaða fundur er þetta?“ spurði gamli maðurinn. „Þessi
kaupmaður verður hengdur rétt strax,“ var honum svarað,
„hann hefir stært sig af konu sinni, að enginn gæti tælt hana,
en samt tókzt það.“
„Hvar er sá, sem gerði það? Komið með hann.“ „Trescht-
choff,“ hrópuðu þeir. „Treschtschoff, komdu augnablik.“ „Ég
bið yður að sækja einnig konurnar í fordyrinu," sagði gamli
maðurinn. Og gamli maðurinn sagði alla söguna, hvernig Ljúska
færði Aljösku í föt sín, og hvernig Treschtschoff skar fingur-
inn af Aljösku, og Aljaska sýndi hönd sína, og fingurinn var
skorinn af. Og menn sneru við vasa Treschtschoffs, sem fing-
urinn hafði verið í — og hann var fullur af blóði.
Nú hýrnaði yfir Vassilij, og allir urðu glaðir. Hann var
leystur og beðinn um fyrirgefningu, en Tretschschoff var leidd-
ur til gálgans, og þegar hafði snörunni verið brugðið um háls
honum. „Hættið!“ hrópaði Vassilij, Hann fyrirgaf Treschtschoff,
STUNDIN
af jafnmiklum dugnaði og hið
„taylorseraða" fyrirtæki, myndi
kerfið hafa leitt til stytts vinnu-
tíma og aukinnar framleiðslu
öllum til gagns.
ÞAÐ athyglisverða við starf
Taylors var, að hann byrj-
aði að rannsaka gaumgæfilega
öll smáatriði vinnuskipulagn-
ingarinnar, sem enginn hafði
virt neinnar hugsunar áður.
Fræg er rannsók hanns á mokstr
inum. Hann komst að því með
verklegri rannsókn að, rekan
yrði að geta tekið um 10 kg.
í hverri stungu til þess að ná
beztum árangri, þar sem menn
áður höfðu unnið með þungum
rekufyllum í þungu og léttu
efni. — Með því að smíða
skóflurnar í hlutfalli við efnið
og með því' að kenna verka-
manninum réttar hreyfingar
með réttum hraða gat hann
þénað 63% meira, jafnframt
því sem kostnaðurinn við mokst-
urinn lækkaði um 54 %.
Svo virtist, sem ekkert atriði
væri of smávægilegt til þess að
Taylor gæfi því gaum. Það, sem
fyrir honum vakti, var að full-
komna samvinnuna milli manns
ins og vélarinnar. . . .
Eftir að hafa rannsakað gaum-
gæfilega þúsundir smáatriða
byrjaði Taylor að semja megin-
reglur um skipulagningu allrar
verksmiðjunnar. Verkamaður-
inn átti aldrei að hugsa um það.
Sérhver hugsunar- vinna um
starfshögunina átti að vera hugs-
uð fyrirfram af sérfræðingum á
rekstursskrifstofunni, verka-
mennirnir áttu aðeins að hlíta
nákvæmlega gefnum reglum,
sem vóru skýrðar af ljósum
teikningum, svo að hvergi væri
um að villast. Gamla sleifarlag-
ið, að verkamaðurinn sækti og
flytti verkfæri, skyldi hverfa
með öllu. Vélaverkamaður átti
að halda sér að vél sinni, en
handlangarar að færa honum
allt sem hann þarfnaðist.......
17