Stundin - 01.02.1941, Page 19
eftir því, hversu viðkvæm sál borgaranna verður á þennan
hátt, svo að ef þarf að leggja á þá minnstu þvingun, þá belgj-
ast þeir upp og vilja ekki þekkjast það. Og auk þess veiztu
líka, að þeir skeyta engu um lögin, hvort sem þau eru skrifuð
eða óskrifuð, svo að enginn sé herra þeirra. — Veit ég það,
mælti hann. — Þetta er nú, vinur minn, hinn fagri og æsku-
reifi uppruni einræðisins. Sami sjúkleikinn og tærði til bana
fjárveldið, þrælkar einnig lýðræðið, en í því verður hann enn
skæðari vegna hins ríkjandi sjálfræðis. Og í raun og veru,
þar sem eitthvað er rekið út í öfgar, kemur venjulega hið
gagnstæða fram sem andsvar. . . . Og þannig mun einnig, að
því er virðist, hið yfirdrifna frelsi einstaklinga og ríkis ekki
leiða til neins annars en þrældóms sem hins gagnstæða. Og
þannig kemur einræðið eðlilega ekki eftir neitt annað stjórn-
skipulag en lýðræði. Eftir hið yfirdrifna frelsi harðasti og
grimmasti þrældómur. ... En þú spurðir um sjúkdóminn, er
leiddi til þrældóms lýðveldisins. Ég átti við þennan ættlið
latra og sóunargjarnra fanna.... Við skulum hugsa okkur,
að við skiptum þegnum lýðræðisins í þrjá hópa, sem að vísu
mun svara til veruleikans. Fyrsti hópurinn er sá, sem í lýð-
ræðinu kemur ekik síður fram en í auðvaldinu vegna frjáls-
ræðisins. En í lýðræðinu kemur hann miklu greinilegar fram.
I auðvaldinu nýtur hann engrar virðingar og er ekki hleypt í
embætti, þess vegna hefir hann engin skilyrði til að eflast, en
í lýðræðinu hefir hann undantekningarlítið forystuna. Hinir
áköfustu tala og starfa, hinir flykkjast að og suða í kringum
ræðustólinn og leyfa ekki að neinn segi eitthvað annað, svo
að í ríki af þessu tagi er næstum öllu stjórnað af þessum hóp.
— Hinn hópurinn, er sker sig úr mergðinni, er sem hér segir:
Ef allir miða að því að vinna, þá verða þeir, sem eru siðsamir
í eðli sínu, venjulega hinir ríkustu. í þennan hóp mun mest
hunang að sækja fyrir bíflugurnar, og hann lætur líka sjúga
mest úr sér. Eða hvernig ætti maður að sjúga þá, sem lítið
eiga? Þessa ríkisbubba rnætti nefna hunangsakur býflugn-
anna. Jæja, þriðji hópurinn er alþýðan, allir, sem lifa af iðju
handa sinna, fást ekki við stjórnmál og eru lítt fjáðir. Þetta er
fjölmennasti hópurinn í lýðræðinu, og sá, sem mestu ræður,
þegar hann kemur á fundi. — Að vísu, sagði hann, en það er
hann ekki vanur að gera, ef hann fær ekki svolítið hunang.
— En það fær hann líka alltaf, að svo miklu leyti sem for-
ingjarnir hafa vit á að útvega það með því að ræna hina ríku
og dreifa eignum þeirra meðal alþýðunnar, en hirða þá vitan-
lega bróðurpartinn sjálfir. En þá held ég, að þeir, sem rændir
verða, hljóti að taka sér varnarstöðu með því að ræða við
alþýðuna eða þá, að svo miklu leyti sem þeir geta það, með
valdi. Þess vegna, enda þótt þeir í raun og veru ekki æski
neinna breytinga, verða þeir ásakaðir af hinum, að þeir vilji
steypa þjóðstjórninni og séu auðvaldssinnar. Að lokum, þegar
þeir sjá, að alþýðan miðar að því að gera þeim órétt, ekki af
eigin hvötum, heldur í fávísi sinni og blekktir af rógi hinna,
þá verða þeir loksins einræðissinnar, ekki heldur af eigin
hvötum, heldur valda býflugurnar þessari óhamingju með
broddum sínum. Þannig koma fram gagnkvæm klögumál, rétt-
arfarsdeilur og barátta. Skipar þá ekki alþýðan venjulega einn
Su ráðkæna, framh.
töng þína, við þurfum aðeins
örfáa blóðdropa til að undir-
skrifa samninginn, og þú færð
gullpeninginn“.
„Jæja þá“, samþykkti Prókor.
Og þeir luku þessu í skyndi,
þeir tóku blóð úr löngutöng,
Prókor undirskrifaði samning-
inn, og djöfullinn gaf honum
gullpeninginn. ,,En sálina mun
ég sækja, blessaður á meðan“,
og djöfullinn dinglaði rófunni.
Og Prókor kom heim með gull-
peninnginn, og fá þessum degi
hafði hann alltaf næga peninga,
varð ríkur, byrjaði verzlun, og
allt varð öðruvísi. Hann gleymdi
allri neyð, lífið varð honum
léttbært, og hann tók ekki eftir
því, hvernig ellin nálgaðist.
En því nær sem dauðinn kom,
þvi alvörugefnari varð hann.
Það kvaldi hann, að hafa
undirskrifað samning með blóði
sínu við djöfulinn og að hafa
selt þeim svarta sál sína, og
einnig að hann, sem í öll þessi
ár hafði búið með kellu sinni
í ást og eindrægni og aldrei
gert neitt án þesss að hafa hana
með í ráðum, skyldi ekki hafa
sagt henni aðalástæðuna til vel-
gengni þeirra. Sú gamla vissi
ekki neitt uf viðskipti hans við
djöfulinn.
Dögum saman situr hann og
drúpir höfði, hann óttast djöful-
inn, syndin þjakar hann, og
hann finnur til sektar sinnar
gagnvart gömlu konunni, en
það er svo erfitt að segja henni
frá þessu.
„Hvers vegna ertu svona
hyggjuþungur, gamli minn?
spurði hún. Áður fyrr, þegar við
áttum hvorki til að bíta né
brenna, þurftir þú aldrei að
vera áhyggjufullur, en núna er
þó enn minni ástæða til þess“.
Gamli maðurinn þagði, þagði,
— en allt í einu segir hann við
hana: „En þú veizt ekki hvaðan
mér kom gullpeningurinn forð-
STUNDIN
19