Stundin - 01.02.1941, Page 20

Stundin - 01.02.1941, Page 20
um daga. Ég seldi djöflinum sál mína“. Og er hann hafði sagt þetta, varð hann enn skelfdari, því að hann hélt, að sú gamla mydi detta dauð niður af angist. En hún lét sér hvergi bregða. Ef djöfullinn hirðir sál þína, verður hann að taka mina með, og ef hann tekur sál mína, lætur hann þína sjálfsagt vera í friði. EF kallað er á djöfulinn, þá kemur hann. Þá drepur hann þegar á dyr. „Opnaðu Iwanytsch, ég er kominn“. Gamla konan opnaði og hleypti djöflinum inn. „Sæl nú,“ sagði djöfullinn, „ég er kominn til að sækja sál þína, Ivanytsch“. „Nei, þú verður að taka mína með,“ greip sú gamla fram í, „við höfum nú búið svo lengi saman, að það gengur ekki öðruvísi“. „Hvað á ég nú að gera með konusál? Eða hvað viltu fá fyrir hana?“ Því að fjandinn hugsar alltaf á þá leið, að því fleiri sálir, sem hann fái, því betra. Peninga vil ég ekki, en þú verður að leysa þrjú verkefni, og ef þú leysir þau, færðu sálir okkar beggja, en annars máttu dragnast burtu slyppur. „Ein- föld getur þú verið, djöfullinn getur allt“, hann var meira að segja móðgaður við þá gömlu, en samt tókust kaupin með þeim. Gamli maðurinn var nær dauða en lífi, hann var hræddur um sig og hræddur um að sú gamla léti djöfulinn snúa á sig. Gamla, konan rak upp og hnerraði. „Hana, gómaðu hann!“ Og fjandinn reyndi að góma hann, en tókst það ekki. Nú dró kerlingin hár undan skuplu sinni og sagði: „Hérna, beygðu það beint“. Og djöfull- inn velti því milli fingranna, en gat samt ekki bein-beygt það. „Og þú segist vera djöfullinn (Framh. á næstu síðu.) mann í fylkingarbrjóst sitt, er hún hefur til skýjanna og fær honum mikið vald í hendur? Svo mikið virðist mér augljóst, að ef einræði kemur fram, þá á það rætur sínar í þessari stöðu alþýðuforingjans, í öðrum jarðvegi þrífst það ekki. Á hvern hátt byrjar nú alþýðuforinginn að breytast í harðstjóra? Ætli maðurinn í dæmisögunni, sem sögð er um hið arkadiska must- að það sé ekki, þegar hann byrjar að gera það sama, sem eri hins lykeiska Zeus? — Hvernig er hún? — Hún er þann- ig, að ef einhver smakkaði mannleg innyfli, ef þau höfðu verið skorin saman við innyfli fórnardýranna, þá varð hann að úlfi. Er það nú ekki nákvæmlega eins, þegar alþýðufor- inginn í trausti hins algerlega undirgefna múgs, skelfist ekki að úthella blóði meðborgara sinna, heldur dregur þá fyrir rétt og sakfellir þá og tekur á sig blóðsök með því að tortíma mannslífum, er hann smakkar með glæpsamlegri tungu og vörum ættskylt blóð, fellir útlegðar- og dauðadóma og bendir um leið á lækkun skuldanna og skiptingu jarðeignanna, verður hann þá ekki með óhjákvæmilegri nauðsyn drepinn af óvinum sínum eða þá harðstjóri og þannig úlfur úr manni? Þannig verður hann flokksforingi. En ef þeir eru of máttvana til þess að hrekja hann á brott eða gera hann grunsamlegan í augum alþýðunnar, þá gera þeir tilræði við hann og reyna að myrða hann á laun. Hina alþekktu einræðislegu kröfu bera þeir líka allir fram, að biðja alþýðuna um lífvörð, til þess að verndari hennar sé þó. sjálfur öruggur. Og hana veita þeir honum, vegna þess að þeir óttast um líf hans og vænta sér einnig hagnaðar af þessari ráðstöfun. . . . Og nú skulum við athuga hamingju mannsins og ríkisins, þar sem þessi maður hefir komið fram. Ætli hann brosi ekki vingjarnlega við hverjum sem hann mætir, fyrst í stað, og fullvissi, að hann sé enginn harðstjóri? Og ætli hann lofi þeim ekki hinu og öðru, bæði einstaklingum og alþjóð, eftirgjöf skulda og deil- ingu jarðeignanna til alþýðunnar, í stuttu máli: Að vera hinn mildi og náðugi herra. — Og þegar hann hefir sumpart út- rýmt óvinum sínum og sumpart náð samkomulagi við þá, mun hann fyrst og fremst byrja stríð, svo að fólkið þarfnist for- ingja og einnig til þess að alþýðan verði fátækari vegna þjak- andi skatta og þurfi að amla fyrir daglegu brauði og geti síður hugað á tilræði við hann. Er það því ekki nauðsynlegt af öll- um þessum ástæðum fyrir harðstjórann að koma stríði af stað? Og ef hann hagar sér þannig, er þá ekki eðlilegt, að hann verði hataður því meira af borgurunum? Munu þá ekki margir, sem komu honum til valda, tala frjálsmannlega gegn honum og ámæla því, sem gerist, að minnsta kosti þeir djörf- ustu þeirra? — Og harðstjórinn verður að losa sig við þá alla, þess vegna verður hann að hafa glöggt auga fyrir því, hver er hraustur, göfuglyndur, vitur eða ríkur. Hann verður að vera ó- vinur allra þessara manna og sækjast eftir lífum þeirra, unz hann hefir hreinsað borgina að þeim. Glæsileg hreinsun! sagði hann. — Sannarlega, mælti ég, einmitt það gagnstæða við það, sem læknarnir gera við líkamann: Þeir hreinsa úr hon- um verstu efnin og láta honum þau beztu eftir, en hann fer öfugt að. — Og samt, sagði hann, getur hann, að því er virð- ist, ekki hagað sér öðruvísi, ef hann vill sitja að völdum. — 20 STUNDIN

x

Stundin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.