Stundin - 01.03.1941, Side 4
ur og fastlaunafólk, sem notar
aðstöSu sína til að afla sér
aukatekna. Eða með öðrum orð-
um, að nokkuð sé um það, að
einstakir starfsmenn útvarpsins
njóti fyrst sinna föstu launa og
taki síðan ríflegan skilding fyr-
ir hvað og eitt, sem þeir gera
fyrir útvarpið, — og er þetta
vítaverð ómenning og smán í
lýðfrjálsu landi. En svo mikið
mál, sem menningareinokun út-
varpsins er, verður ekki til
hlítar rakið né skýrt í stuttri
grein í litlu blaði. Fór ég því
fljótt yfir sögu og greindi ekki
jafn nákvæmlega frá smáatrið-
um eins og þyrfti og ætti að
gera, ef svo kynni að fara um
síðir, að þjóðin sæi og skildi,
að hér verður hún að sýna af
sér röggsemi og mannsbrag, svo
fremi að Ríkisútvarpið hennar
eigi að vera samboðið mennt-
aðri og lýðfrjálsri þjóð, og sér-
staklega bókmenntaþjóð.
Ég drap enn fremur á þá
firru, að skipa Útvarpsráð póli-
tískum bitlingamönnum, sem
sjaldan eygja nema tvö sjónar-
mið: eiginhagsmuni og flokks-
hagsmuni. Og pólitísk ríkisút-
vörp heyra aðeins til einræðis-
ríkja. Ég mundi leggja til að
Útvarpsráð væri skipað þremur
mönnum í stað fimm, og til eins
árs í senn. Hefir mér dottið í
hug, að rikisstjórnin skipi einn
ráðsmann, Háskólinn annan og
„háttvirtir útvarpshlustendur"
þann þriðja, og gætu þeir kos-
ið sinn fulltrúa á sérstökum
eyðublöðum, er þeir gætu út-
fyllt um leið og þeir ljúka
greiðslu afnotagjalds. Á sama
hátt gætu útvarpshlustendur
kosið sér þul eða þuli, og væri
þá á sanngjarnan og lýðræðis-
legan hátt skorið úr því máli,
sem núverandi „ráð“ hefir átt í
mestu höggi við.
Éins og vænta mátti sá for-
maður Útvarpsráðs, að hér yrði
að láta hendur standa fram úr
ermum og kveða niður draug-
inn áður en manntjón yrði.
Kallaði hann á sinn fund rit-
stjóra Útvarpstíðinda og hafði
í hótunum við hann um að
svifta hann útgáfustyrk, er
nemur 50 krónum á viku, og
slíta hann á annan hátt úr
tengslum við útvarpið, ef hann
gerði ekki hvorttveggja í senn
að lofa því og efna, að slíkar
greinar sem mín birtust aldrei
í Útvarpstíðindum, og ennfrem-
ur yrði hann að éta ofan í sig
téða grein með húð og hári, ef
til mála ætti að koma að sættir
mættu takast með þeim. Og rit-
stjórinn tók sáttaboðinu og ját-
aði sig, nauðugur, reiðubúinn
til að gera allt, sem í hans valdi
stæði, til að auðsveipa alla and-
úð og hverja gagnrýni, af hvaða
rótum sem hún rynni, í garð
útvarpsins og starfsmanna þess!
Um leið og ritstjórinn afsalaði
sér hinstu voninni um að mega
ráða stefnu síns blaðs að ein-
hverju í samræmi við það, sem
hann hafði lofað kaupendum
blaðsins, laumaði formaður Út-
varpsráðs að honum frum-
sömdu greinarkorni með til-
skipan um að hún yrði birt í
næsta hefti Útvarpstíðinda.
Greinin er á þessa leið, og lesið
hana með athygli:
Hr. ritstjóri.
í síðasta hefti Útvarpstíðinda
birtið þér „með ánægju“ næsta
furðulega ritsmíð eftir Sigurð
nokkurn Benediktsson. Þér
virðist líka, í fljótfærni, hafa
gert ráð fyrir því, að ritsmíðin
væri þess verð, að hljóta and-
mæli í sama tón, og væri þá
öllu borgið.
En ritsmíðin dæmir sig sjálf
og þarf ekki skýringar. Hver
meðalgreindur lesandi mun
þegar sjá og finna, að höfund-
urinn á ekki heimtingu á að
vera tekinn alvarlega og að
greinin er líkust því, sem hún
hefði verið skrifuð í ölæði.
Aðeins eitt dæmi ætla ég að
benda á:
í vetur hafa nokkur erindi
verið flutt í útvarpið um ís-
lenzka tungu, málvöndun og
málspjöll. Erindin hafa verið
flutt af færustu mönnum, sem
völ er á í þessari grein á landi
hér og þarf ekki að rekja nöfn
þeirra. Fá erindi munu hafa
vakið meiri athygli né verið
betur tekið af alþýðu manna
en einmitt þessum.
Nú leyfir þessi virðulegi
greinarhöfundur sér að kenna
viðleitni þessara manna við
„málvöndunarhysterí" og að
sparka í þá sem „smámunaseggi
og hálmstráaidíóta tungunnar",
eins og hann kemst svo smekk-
lega að orði.
Þessi ummæli þurfa ekki
skýringar við. Þau lýsa höf.
niður í kjölinn, dómgreind
hans, smekkvísi og manngildi,
— ef hann hefir ritað greinina
algáður.
Að lokum ætla ég að leggja
þá spurningu fyrir yður, hr. rit-
stjóri, hvort þér séuð reiðubú-
inn til þess að lýsa yfir ánægju
yðar í annað sinn með ritsmíð
þessa og ennfremur, hvort þér
teljið hana í samræmi við
stefnu blaðs yðar.
Virðingarf yllst.
Jón Eyþórsson.
Hinn knésetti leiguritstjóri
útvarpsins var síðan knúður til
að fylgja ritsmíð Jóns Eyþórs-
sonar úr garði með eftirfarandi
vægðarbeiðni:
Ég hefi áður lýst því yfir hér
í blaðinu, að ég veldi ekki efni
frá hlustendum til birtingar
eingöngu í samræmi við mínar
skoðanir. Stefna blaðs míns er
sú, að gefa hlustcndum sem al-
meiinast tækifæri til að láta í
ljós álit sitt um útvarpið og
starfscmi þess — en sú gagn-
rýni, sem þannig er flutt, að
hver meðalgreindur lesandi
4
S T U N D I N