Stundin - 01.03.1941, Síða 8

Stundin - 01.03.1941, Síða 8
foringjanna, þeirra eigin afla og óþreytandi styrkleika Þýzka- lands megi raskast.“ í byrjun var útbreiðslan grundvölluð á sögninni um einkaábyrgð Þjóðverja á stríð- inu. Síðar varð þetta óljóst vegna óhæfni stjórnmálamanna okkar til að lýsa yfir, hver væru takmörk okkar, og að lokum var hún treyst lýsingum á hinum réttláta friði, sem við ætluðum að „korna á á varandi grunni“. Þetta reyndist því miður mesta lygin. Er við lítum rólega um öxl getum við betur áttað okkur á lygaeitrinu og áhrifum þess, hvort sem það var framleitt op- inbert, hálfopinbert eða einka- lega. Sagt hefir verið með réttu, að dæfing hatursefnisins í hugi manna með tækjum lyganna væri miklu alvarlegra böl á ó- friðartímum en bráður bani. Spilling hinnar mannlegu sálar er miklu alvarlegri en eyðilegg- ing líkamans. Önnur áhrif rangfærðra og falsaðra fregna og innöndun lygaloftsins er, að dáðir hins sanna hetjuskapar og líkamlegrar áreynslu og þrauta eru vanhelgaðar. Og hið sanna félagslyndi á vígvellinum er saurgað. Marðartungur geta ekki sagt frá dáðum og fórnum til að sýna fegurð þeirra og mikilleik...... Þegar styrjöld nær slíkri þenslu, að hún gríp- ur til allrar þjóðarinnar, og þegar menn finna að lok- um að þeir hafa ekkert unnið nema kyrrð umhverfis sig, þá verða þeir oft rýnnari og óska að rannsaka nánar rök þau, er innblésu föðurlandsást þeirra, kveiktu í tilfinningum þeirra, og bjó þá undir að færa hinar dýrustu fórnir. Þá langar til að vita, hvers vegna þau ytri takmörk, er þeir börðust fyrir, ekki hafa náðzt, sérstaklega, ef þeir eru sigurvegarar. að það sé himbrimanum að þakka, að ég fæddist. Himbrim- inn er stundum fugl, en stundum er hann í mannaham. Þannig kom ég í heiminn, og ég lifði. Skömmu eftir að ég fæddist, var veiðibrestur mikill, svo að allir biðu skort. Þá gekk faðir minn aftur út á ísinn að vök einni, og menn segja, að hann hafi mælt á þessa leið: ,,Ef dóttir mín á að lifa, þá vertu óbreytt, en ef hún á að deyja, þá lokaðu þér og gefðu okkur enga seli.“ Vökin breyttist ekki, enga gára bar yfir vatnið, Pabbi byrjaði að veiða seli, hann vissi, að ég myndi lifa. Og hann gekk heim til mömmu og sagði: „Mér var gefið merki um, að dóttir okkar mun ekki deyja sem hin börnin.“ Svo byrjaði ég að lifa, og ég náði þeim aldri, er maður stundum er vakandi, en stundum er sem mann dreymi. Ég gat byrjað að muna og gleyma. Ég minnist dags eins, að ég sá börn leika sér fyrir utan kofann okkar, og mig langaði til að leika mér með þeim. En faðir minn þekkti og skildi hina leyndu dóma, og hann komst að því, að ég lék mér með eálum framliðinna systkina minna. Hann óttaðist, að þessi leikur gæti orðið mér hættulegur og hann spurði hjálparvættir sínar ráða, og eftir það, er ég vildi leika mér við börnin, var sem veggur hlæðist milli mín og þeirra, svo að ég komst ekki til. þeirra. En þetta man ég allt mjög óljóst. Fyrsta ljósa minn- ing mín er, að við settumst að í Uvkusigssalik og faðir minn dó. Skömmu síðar giftist mamma Manapik, en þau gátu ekki búið saman og skildu og þá giftist hún Sigsik. Skömmu síðar héldum við til Orsorioq. Þá var þar margt ungra manna og gaman að lifa. Sveinar háðu hnefaleika, og allir komu saman til söngva og gleði. En á þeim tíma bárust einnig margir burt með ísnum, og þeir komu aldrei aftur.“ Er kjötið var soðið, jókst enn hamingja hinnar mannfælnu yfir þessari óvæntu heimsókn, og nú tók hún einnig að syngja af munni fram, þarna á skákinni milli okkar. Að vísu var að minnsta kosti sextíu vetra dökkvi yfir rödd hennar, en snert- andi sakleysi söngsins var fegrað af gömlum raddblænum: Ajaaija — aija — jaja. — Sveitin mín verður fegurri á þeim degi, er mér leyfist að sjá menn, er ég sá aldrei áður, allt verður fegurra, allt verður fegurra, lífið verður þakkar- gjörð. Gestir mínir vegsama hús mitt. Ajaaija — aija — jaja. — Síðan tókum við til matar....... Og talið barst að manni hennar og hjónaböndum. „Þegar ég var svo vaxin, að ég gæti leikið mér með ungu sveinunum, var ég gefin. Maðurinn minn hét Angutianuk, en hjónabandið varð stutt, við skildum, og hann svalt til dauða. Sá næsti hét Qvivapik. Hann var mikill töframaður. Eitt sinn var skotið skutli í auga hans og lær, svo að skutulsoddurinn stóð í gegn, en svo mikill töframaður var hann, að hann dó ekki. En margir voru hræddir við hann, og er við höfðum verið gift í 7 ár, var hann drepinn. Maður að nafni Ikumaq stakk hann með snjóhníf og tók mig síðan til konu. En við bjuggum ekki lengi saman....... Frá æsku minni til elli hef ég séð mörg 8 STUNDIN

x

Stundin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.