Stundin - 01.03.1941, Qupperneq 16
hennar: ,,Þú ert svo þögul, Ines, þú hefir aldrei truflað mig í
dag.“ „Ég þarf að tala dálítið við þig,” sagði hún hikandi, um
leið og hún dró að sér hönd sína. ,,Nú, hvað er það?“ en hún
þagði enn nokkra stund. ,,Rudolf,“ sagði hún að lokum, „láttu
barn þitt kalla mig móður.“ „Gerir hún það ekki?“ Hún hristi
höfuðið og sagði honum, hvað gerzt hafði daginn, sem hún
kom. Hann hlustaði rólegur á hana.’ ,,Er þetta ekki úrræði,“
sagði hann síðan, „sem barnssálin óvitandi hefir fundið?“ Eig-
um við ekki að vera þakklót fyrir það?“ Unga konan svaraði
þessu ekki, en sagði aðeins: „Á þennan hátt vinn ég aldrei
ástir barnsins.“ Hann ætlaði að grípa hönd hennar, en hún
færðist undan því. „Ines,“ sagði hann, „krefðu aðeins einskis,
sem náttúran ekki getur veitt, krefðu þess ekki af Nesí, að
hún sé barn þitt, eða þér, að þú sért móðir hennar.“' Tárin
brutust fram í augu hennar. „En ég á þó að vera móðir henn-
ar,“ sagði hún með ákefð. „Móðir hennar? Nei, Ines, það áttu
ekki að vera.“ „Hvað þá, Rudolf?”
Ef hún þá hefði getað skilið hið nærlæga svar hans við
þessari spurningu, myndi hún hafa fundið það sjálf. Hann
fann þetta og horfði hugandi í augu hennar, eins og yrði hann
að leita þar hinna hjálpandi orða. „Viðurkenndu aðeins, að
þú getir ekki svarað þessu,“ sagði hún, þar sem hún misskildi
þögn hans. „Ines,“ hrópaði hann, „bíddu þess að barn af þínu
eigin blóði hvíli í skauti þér.“
Hún tók þessu fálega, en hann sagði: ;,Sá tími mun koma,
og þú munt finna, hvernig fögnuður sá, er birtist í augum
þínum, mun vekja fyrsta bros barnsins þíns og hvernig hann
dregur að sér litlu sálina. Einu sinni ljómuðu á sama hátt
tvö hamingjusöm augu yfir Nesí, og þá vafði hún litlu hand-
leggjunum um höfuðið, sem beygði sig niður að henni, og hún
hvíslaði: „Móðir mín“. Vertu henni ekki reið, vegna þess að
hún getur ekki sagt það við neinn framar í þessum heimi.“
Ines hafði tæplega heyrt orð hans, hugur hennar dróst að
einu skauti: „Ef þú getur sagt: Hún er ekki barn þitt, hvers
vegna segir þú þá ekki einnig: Þú ert ekki móðir hennar?"
Hér við sat, og hvað varðaði hana um rök hans?
Hann dró hana að sér og reyndi að sefa hana, og hún kyssti
hann og brosti til hans gegnum tárin, en þraut hennar var
að engu leyst.
Er Rudolf hafði yfirgefið hana, gekk hún út í stóra garð-
inn. Þar sá hún Nesí með skólabók í höndum ganga um á
grasblettinum, en hún beygði inn í hliðargötu, sem lá milli
runnanna og múrsins. Barnið hafði í svip séð dapurleikann á
brá fögru stjúpmóðurinnar, og það var eins og hún væri
dregin seiðmagni inn á stiginn, sem hún gekk, enda þótt hún
læsi enn lexíu sína í hálfum hljóðum.
Ines nam staðar fyrir hliði í háum múrnum, sem var næstum
hulið fjólubláum blómum. Þó að hún virtist horfa í fjarsk-
ann, hvíldu augu hennar á því, og hún ætlaði að hefja ein-
mana göngu sína á ný, er hún sá barnið koma á móti sér.
Hún stanzaði aftur og spurði: „Hvaða hlið er þetta, Nesí?“
„Að garðinum hennar ömmu.“ „Að garðinum hennar ömmu?
„Afi og amma eru dáin fyrir löngu.“ „Já, fyrir löngu, fyrir
löngu.” „Hver á þá garðinn núna?“ „Við,” svaraði barnið.
legt nafn, er hefði það eitt til
síns ágætis, að vera fjarstæð-
ara en náunganum hafði komið
til hugar að velja sonum sínum
og dætrum, meðan hvort
tveggja var enn til. Og nafnið
varð að nokkru leyti tízka, við-
kvæmt og vandfundið eins og <
myndir hennar. Og að því leyti
var það ekki alls kostar leyst
frá allri alvöru fremur en kjól-
arnir, sem finnast í tízkublöð-
unum, eða seldir eru í vöruhús-
inu. Eru alkunnir nú þeir sorg-
arleikir, er gerzt hafa meðal
margra betri borgarakvenna
þessa bæjar vegna kjóla, er fá-
vísir sjómenn hafa keypt þeim
í Vesturheimi. Enginn grunar
sjómenn þessa um græsku, en
svo virðist sem þeir lendi allir
á sama vöruhúsinu, því að þeg-
ar alsaklausar og heiðarlegar
konur koma í kjólunum í gagn-
heiðarleg samkvæmi eru þær
aldrei öruggar um að hitta ekki
stallsystur sínar í nákvæmlega
sams konar kjólum, að minnsta
kosti er litur eða snið það sama.
Slys þessi valda löngum og
hrollköldum, svefnlausum nótt-
um, og atburðunum er fleygt í
munni næstu vikur, og orð
heiðarlegra kvenna hefir eyði-
lagzt um margra mánaða skeið.
Og ef einhverjum yrði á að
brosa að þessum slysum, þá
skilur hann ekki alvöru við-
burðanna. Þykir okkur ekki ó-
sennilegt, að bráðum komi að
því, að það verði talið til al-
varlegri slysa, ef tveir menn
eða tvær konur koma saman á
fund og bera sama nafnið.
Æfintýrið um nafnið er eitt
þeirra mála, er tæpast verður
getið án þess að minnast mál-
varnamanna. Er þá um leið litið
til málvarnamanna sem þess f
eina flokks manna í þessu landi,
er telur geymdir og þjóðleg
verðmæti þess verð, að þeim
sé gaumur gefinn. En þeim skal
góðfúslega bent á það, enda
þótt þeim sé það vafalaust fylli-
16
t s
STUNDIN