Stundin - 01.03.1941, Page 18

Stundin - 01.03.1941, Page 18
W. Schischkow: Forstöðukona með fádæmum. Til kyrrláta þorpsins okkar á sléttunni hafði borizt skipun um að skipuleggja kvenna- deild. Og vitanlega skipulögð- um við hana. Forstöðukona varð Fjokla Pachomowa, svört á hár og hamdökk eins og Sí- gojni. Þar að auki var ekki neinn leikur, jafnvel ekki fyrir djöfulinn sjálfan, að kljást við hana. Hún tryllti konurnar til mótþróa, blygðunarlaust, — þá varð líf bændanna erfitt. , Fylliraftarnir ykkar, djöfuls ræflarnir ykkar, við skulum sýna ykkur í tvo heimana. ..“ Svona var tónninn allan guðs- langan daginn. Og ef einhver sagði konu sinni að grípa til verka, stóð ekki á svarinu: „Farðu til fjandans, við erum ekki ambáttir ykkar lengur.“ Og ef maður reyndi með fyllstu gætni að koma vitinu fyrir þær, var skörungurinn kominn í and litið á manni, og þær hlupu með ópum og óhljóðum til kvennadeildarinnar: „Hjálp, hjálp, hann misþyrmir mér!“ En það er nú næsta einkenni- leg misþyrming, ef maður stendur sjálfur við þvottaborðið og saklaust blóðið streymir úr nösunum. Margan heiðarlegan manninn hefir Fjokla Pachomowa — við biðjum þess, að hún drukkni í grunnu vatni — kært fyrir dómstólunum, vegna þess að hann hefði barið konu sína til óbóta. Og hver var afleiðingin? Eru alþýðudómar okkar yfir- leitl dómar? Konurnar settust á rökstóla, vangarjóðar og búlduleitar, mennirnir báru glóðir og kol undir augunum. En þrátt fyrir þess konar merki voru þeir dæmdir til sektar og hegningar. Já, kvenvargarnir! « * * Þessi hryllilega harðstjórn entist til haustsins. Um haustið var Fjokla Pachomowa kvödd til borgarinnar, því að hún var verulega út undir sig — hún kunni bæði að lesa og skrifa. Konurnar í þorpinu kvöddu hana með gráti og gnístran tanna, en karlarnir hrósuðu happi: „Jæja, lokkalangar, ætli veizlubrauðið taki ekki að súrna hjá ykkur! Hver á nú að verða forstöðukona?" Og ein þeirra vildi ekki verða það, önnur gat það ekki og sú þriðja þorði það ekki. Og engin var valin. Þá kom aftur skipun frá umdæmisborginni. Nú settumst við á rökstóla. „Jú, góðir hálsar,“ hugsuðum við, „nú veljum við karlmann fyrir forstöðukonu.“ Og þorpssóvétinn okkar, mal- arinn Wawila, sagði: „Ætli það ekki, bræður góðir, þorpið okk- ar liggur yzt í umdæminu og umhverfis er steppa og mýrar í hundrað versta fjarlægð. Það er víst ekki mikil hætta á að einhver endurskoðunar-skarfur rati til okkar. Við skulum velja hann Nastasej karlinn. Þetta er hvort sem er kvenmannsnafn." „Ég hefi svo sem ekkert á móti því,“ sagði Nastasej hik- andi. „Ég er svo að segja sam- þykkur........ Nafnið virðist einnig geta gengið...... Bara að ekkert slys komi fyrir.“ „Hvernig þá? Þetta eru engin stórmál. Einungis að undir- skrifa ómerkilegt plagg einu sinni í mánuði. Skrifaðu bara nafnið nógu ólæsilega, og allt er sem bezt má vera.“ „Það er nú ekki vegna læsi- leikans á skriftinni! Aðeins . . hvernig á ég að orða það! . . Ef allt í einu kæmi nú einhver?“ „Eigum við ekki, bræður góðir, að gefa Nastasej fimm pund af mjöli til hátíðlegrar út- nefningar? Og lcannske skjót- um við saman í einn brenni- vínspela af beztu tegund, eruð þið samþykkir?" Frá þessum degi var Nastasej forstöðukona kvennadeildarinn- ar, og nýtt, létt líf byrjaði fyrir bændur, en kerlingarnar báru ekki halann hátt. En allt í einu dró ský fyrir sólu. Einhver full- trúa flækingur kom beina leið til þorpssóvétsins til malarans Wawila, og ein spurningin rak aðra. „Hvers vegna er hér eng- inn lessalur, hvernig gengur með kvennadeildina?“ Wawila varð rauður sem blóð. „Gerið okkur þá ánægju, kæri félagi, að drekka með okkur tesopa. Kvennadeildin vinnur prýðilega. Forstöðukona er félaga Nastasaja Skoworoda, rækir starf sitt samkvæmt skipun og flokksfyrirmælum, svo að til fyrirmyndar er, ef svo mætti segja.“ „Ætli ég gæti fengið að tala við hana hálft orð?“ „Nei, því miður er það ó- mögulegt, hún liggur á sæng. Hún fæddi víst andvana barn.“ „Þá heimsæki ég hana. Hvar býr hún?“ Hjarta Wawilas seig dýpra og dýpra og ístra hans varð minni fyrirferðar. „Nei, nei, kæri félagi, æ, ég hefi gleymt nafninu yðar .... hún býr langt úti í skógi, þar eru villtir úlfar, úlfur og úlf- ynja, sem sagt heilt úlfapar . . “ En fulltrúinn lét sig ekki: 18 STUNDIN

x

Stundin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.