Stundin - 01.03.1941, Page 19

Stundin - 01.03.1941, Page 19
„Mig langar samt sem áður tii að hafa tal af henni.“ „Hjálp,“ hvíslaði Wawila að konu sinni og þaut til þorpsins sem fætur toguðu. Hann leitaði í öllum kofunum. Ef einungis ein kerling væri því samþykk að vera forstöðukona eitt augnablik. Og Wawila þaut að lokum til Nastasej og lét ekki standa í sér: „Sauðarhausinn þinn, kláðagemlingurinn. Tókst við forstöðukonu-stöðunni! Þarna sýpur þú af því seyðið. Komdu með, svo að við lendum ekki allir í skömminni. Það er kom- inn náungi úr borginni, sem vill tala við þig. „Guð hjálpi mér,“ æpti Nas- tasej, ,,ég hleyp til skógar.“ „Ég hleyp, ég hleyp,“ hæddi Wawila hann um leið og hann greip hann. „Fíflið þitt, hann vill aðeins sjá bækurnar. Ef hann kallar kerlingarnar sam- an, harðnar á dalnum. Rakaðu rauðu burstina af þér með snar- heitum, skepnan þín.“ Eftir stundarkorn var Nastasej breyttur í Nastösju. Kona hans batt skýlu á höfuð honum, og hún vissi ekki, hvort hún ætti að gráta eða hlæja. „Svona er það prýðilegt,“ sagði malarinn glaðari í bragði. „Ég held að fulltrúinn sjái ekki sem bezt. Og kvenmannsrödd hefir þú líka, guði sé lof. Heyrðu, Darja, ástin mín, komdu þarna fyrir hörflókum ■ . já, já, . . þarna. . . Hah, hah, með svona sjal á herðum myndi hver sem væri ganga að eiga þig. Jæja, þá skulum við halda af stað, en eyðilegðu ekki allt með eymdarsvipnum. Brostu vingjarnlega, svona með ofur- litlum yndisþokka . . “ sjs íjí * Forstöðukonan Nastasja gaf skýrslu samkvæmt bókunum. Hún stamaði, hvíslaði, röddin titraði, hendurnar skulfu. „Hvað sagði ég ekki! Allt sem vera ber! . . “ Og malarinn ljómaði eins og afmælisbarn. „Þetta er hnellið kvendi, út undir sig. . . Rækir embættið samkvæmt skipun og flokksfyr- irmælum." „Mér var sagt, að þér hefðuð haft erfiða fæðingu?" „Nei, nei, nei,“ svaraði Nas- tasej og bar ótt á og dró um leið blæjuna fyrir andlitið, „hjá okkur eru allar fæðingar sam- kvæmt skipun, auðveldar, ham- ingjusamar, já, já.“ „Nei, ég átti við yður sjálf- ar.“ „Nei, fyrirgefið, ég hefi snúið þessu öllu við,“ greip malarinn fram í. „Það var allt önnur kona. Fjandinn veit, að hún fæddi andvana barn.“ Fulltrúinn opnaði allt í einu gluggann og kallaði út á göt- una. „Hæ, góðar konur, komið sem snöggvast inn til mín.“ Nastasej fannst rautt skeggið vaxa að nýju undir hálsklútn- um, en tvær góðglaðar konur komu inn í stofuna. Þær höfðu hresst upp á sálina með heima- brugguðum dropa eftir baðið. „Jæja, hvernig gengur það, er- uð þið ánægðar með forstöðu- konu kvennadeildarinnar?" — Nastasej stundi af skelfingu og studdi sig við borðið, en malar- inn var - þegar kominn til kvennanna og hvíslaði: „Hjálp- ið okkur úr klípunni." og hann meira að segja strauk blíðlega um lendar þeirrar feitari. „For- stöðukonan okkar — hún, já.“ Og þær litu spánskar hvor á aðra. „Rauðskeggjuð forstöðu- kona . . hí, hí, hí . . ja, svei . . “ Nastasej fölnaði og tók að riða, en malarinn æpti: „Ut með ykkur, ölvuðu kvenvargar, þetta eru þorpsfíflin og þar að auki fullar, út með ykkur.“ En líkt og kettir með kryppuna reista og klærnar úti réðust þær að Wawila: „Djöfuls fitu- kagginn, okkur varðar ekkert um, að þú ert þorpssóvét. Hvers vegna tekur þú tveim kópekum | Simanúmer okkar er | 1695 1 H. f. HAMAR ! STUNDIN 19

x

Stundin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.