Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1942, Blaðsíða 21

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1942, Blaðsíða 21
19 FYLGISKJAL II. Hcrra landlæknir. Þér hafið í bréfi frá 1. ]). 111. óskað eftir áliti félags okkar um tillögur hr. læknis og tannlæknis Jóns Sig- tryggssonar um stofnun tannlæknaskóla eSa tann- læknadeildar við háskólann. Þetta mál var tekið til umræðu á fundi félagsins þ. 18. þ. m. Var hr. Jón Sigtryggsson mættur á fund- inum og gerði grein fyrir tillögum sínum, Fundarmenn voru á einu máli um það, að á ein- hvern hátt yrði að s.iá um, að tannlæknum fjölgaði hæfilega, svo að landsmenn gætu orðið tannlæknis- hjálpar aðnjótandi í sem fyllstum mæli, og að sér- staka áherzlu bæri að leggja á, að þeim yrði gert mögulegt að vinna á þeim stöðum, þar sein nú er lann- læknislaust, en brýn þörf cr fyrir tannlækna. Hvað þvi viðvikur vísast til erindis. er Ilallur L. Hallsson flutti á fundi í félaginu i janúar ]). ár., og við send- um yður hér með í afriti (fskj. 7). Viðvíkjandi hinum fyrirhugaða skóla, er það álit okkar, að vel sé séð fyrir hinu teoretíska námi á meðan samleið er með læknanemum og jafnvel eytl fullmiklum tíma i nám, sem tannlæknum er ekki bein nauðsyn á að læra, eins og t. d. ýtarlegt nám í ana- tomiu alls likamans, í stað þess að læra vandlega það. sem hefur þýðingu fyrir lannlækninn sérstaklega, og svo lauslegl .yfirlit yfir hitt, eins og tiðkast i tann- læknaskólum, cn það myndi að líkindum kosta sér- staka kennslu fyrir tannlæknaefnin, svo um það getur varla orðið að ræða, ef samnám á að verðá með lækna- nemuin. Þau tvö ár, sem ætluð eru til sérnámsins, mætti ef lit vill komast af með nokkrum breytingum á náms- tilhögun, og stendur ])að auðvitað til bóta með fcng- inni reynslu, en aðalvaiidkvæðin álitum við vera fólg- in i því að fá hæfa kennshikrafta, og sennilega í þvi að fá næg og fjölbreytt verkefni fyrir nemendurna. Það er gert ráð fyrir, að tveir tannlæknar annist alla kennslu, þæði praktiska og teoretiska. Við álítum ólík-

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.