Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1942, Blaðsíða 13

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1942, Blaðsíða 13
11 sérfræöinga sem títt er erlendis. En liinu sama máli er einnig að gegna um læknakennsluna, og hefir sfi kennsla raunar ætíð verið óframkvæmanleg hér á landi, ef sömu kröfur hefði átt að gera uni fjölda kennara og sérmenntun þeirra og tíðkast við erlenda háskóla. En sjón er sögu rikari um, að sú kennsla hefir engu siður gefið allgóða raun. Hafa íslenzkir læknakandidatar á margan hátt sýnt, að þeir standa er- lendum stéttarbræðrum sínum að flestu leyti á sporði. Það, sem á lcann 'að hafa vantað kennsluna og tæki til liennar, mun hitt hafa bætt upp, hve nemendur eru hér fáir, samband þeirra og kennaranna fyrir það nánara og tilsögnin notadrýgri en orðið getur þar, sem nemendafjöldinn cr margfalt meiri. Mun jiessa ekki síður gæta við tannlæknakennsluna til viðbót- ar hinu, að gerl er ráð fyrir miklu hetri undirbún- ingi stúdentanna, áður en þeir hefja sjálft tannlækna- námið, en víðast er krafizt. 2) Samkvæmt greinargerð Jóns Sigtryggssonar er stofnkostnaður þessarar kennsludeldar áætlaður kr. 30000.00. Tannlæknafélagið áætlar hann kr. 40000.00, eða jafnvel kr. 45000.00, en mun þá ekki hafa gerl ráð fyrir, að neitl yrði til sparað. Ætla má, að þessi siðari áætlun sé allgóð trygging fyrir því, að hin fyrri sé nálægt sanni, ef látið verður nægja að kaupa það, sem sómasamlega má við bjargast, og er það ekki eins dæmi við kennslustofnanir vorar, að við slíkt sé látið sitja. Úr rekstrarkostnaðinum er dregið mjög verulega með því að gera ráð fyrir jieirri tilhögun, að nám tannlæknaefnanna verði að eins miklu leyti sameiginlegt hinu almenna læknanámi og orðið getur. Um þann kostnað ber kr. 7000.00 á milli (kr. 17000.00 og kr. 24000.00), aðallega fyrir liað, að tannlækna- félagið gerir ráð fyrir einum kennara i viðbót við þá kennara, sem hin fyrri áætlun er miðuð við. Væri að visu æskilegt, að hafa það kennaralið, en vafalaust iná komast af án jiess. Vissulega er hér um allmikla upphæð að ræða, er kemur á hvern ncmanda ,jafn- vel þó að miðað sé við hina lægri áætlun, og vorkunn, að mönnum detti í hug, að tilvinnandi væri að senda

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.