Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1942, Blaðsíða 35

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1942, Blaðsíða 35
33 skólinn í Kaupmannahöfn hafa hlolið slíka viður- kenningu. Nú er það vitað, að þeir, sem lokið liafa námi við framangreindan skóla i Þýzkalandi, geta fengið full tannlæknaréttindi þar i landi, og þykir þar með feng- in trygging fyrir, að óli Baldur hafi öðlazt nægilega fræðslu og þekkingu í fræðigrein sinni. Á hinn bóg- inn er mikill skortur á tannlæknum hér á landi, þar sem sumir landsf.jórðungar eru alevg tannlæknislaus- ir, svo sem Austfirðingafjórðungur, en þar hyggst Óli Baldur að setjast að, ef honum verður leyft að fara með tannlækningar. Hefir hann þegar unnið sér traust fyrir tannsmíðar sínar, sem þykja bera vott um hag- leik og vandvirkni. Er með þessu að nokkru bætt úr vandkvæðum Austfirðinga á þessu sviði, en hitt er þó mikilsverðara, að þar sé búsettur fullkominn tann- læknir, sem geti gert við tannskemmdir. Sýnist eng- an veginn rétt að láta ónotaða þá starfskrafta, sem fyrir hendi eru, þegar þeirra er slík þörf sem raun ber vitni. Á það er einnig að líta, að maður þessi hefir var- ið miklum tíma og ljármimum til að afla sér nauð- synlegrar þekkingar i fræðigrein sinni, og því ósann- gjarnt að meina honum að njóta ávaxtanna af iðju sinni. Nefndarálit um frv. lil laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að veita tannlækni Óla Baldri Jónssyni tannlækn- ingaleyfi. — Frá allsherjarnefnd. Nefndin hefir athugað frv. og leitað um það álits landlæknis. Skýrir landlæknir svo frá, að i Þýzkalandi sé um tvenns konar skólafyrikomulag að ræða í þessurn fræðum. Annað, eldra fyrikomulag, þar sem lögð er áherzla á tannsmíðar með framhaldskennslu í að draga út tennur og fylla skemmdar tennur. Hitt og yngra skólafyrirkomualgið er almenn akademisk kennsla i tannlækningum, á líkan hátt og gert er

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.