Árroði - 02.09.1933, Page 7

Árroði - 02.09.1933, Page 7
ÁR R ODI Úr dagbók lífs míns. Frh. — Sbr. Ároða, 5. tbl. bls. 34. Ég var áður búinn að nefna uppsprettulindirnar við Steins- mýrarbæina, vatnsbólin, og jafn- hliða breytingav, er urðu á vatns- föllum þar í bygð, er Skaftár- eldar brunnu framan við nefnda bæi. Og næst Niðurbænum var auðsjáanlega og er enn stór vatns- farvegur, sem eftir gömlum sögn- um hét Steinsmýrarfljót, og hafði pað tll forna verið ferjuvatn. — Fyrir sunnan þennan vatnsfar- veg er rofa-hálendi, er nefnist Hólmur, sem nær suður undir núverandi Steinsmýrarfljót, sem rennur norður undir Syðri Steins- mýri, og sem nú er ekki nema drjúgur bæjarlækur móts við áð- ur nefnt Steinsmýrarfljót, og hef- ir núverandi Eldvatn í Meðal- landi brotist fram frá farvegum þess. Enda hafði vatnsflóð fallið yfir graslendi bygðarlagsins, eft- ir eldana, áður en það náði að ryðja sér farveg, og sumar jarðir orðið óbyggilegar af völduhi þess, sem eldur eigi náði að granda. Til dæmis hefi ég heyrt að bærinn Hnausar haíi verið óbyggilegur í 3 ár. En þegar vatnið náði farvegi sínum, haíi bæirnir verið bygðir á bakka þess, þar sem þeir nú eru. Bæirnir austan eða ofan Eld- vatns eru Efri og Syðri Steins- mýrarbæir og Efri-FJjótar, alm. kallaður Krókur, og stendur sá bær í krók eða kima hraunsins, í suðvestur frá Syðri-Steinsmýri. Fljótar, efri og syðri, lentu !í eldflóðinu, ásamt ifleiri bæjum, og voru Efri Fljótar bygðir á þessum stað, en [Syðri Fljótar flutfir á syðri bakka Eldvatns. Og enn er búið að flytja þá lengra upp með vatninu, sökum vatns- ágangs og uppblásturs. — Annars hafa orðið svo iniklar breytingar á bygðarlögum þar eystra, ckki sízt í Meðallandi, í biltingum og umbrotum af völd- um náttúruaflanna, að víða mun óþekkjanlegt frá fyrra útliti í tilliti til landgæða og staðhátta. Og hafa ekki þurft mörg ár til slíkra breytinga á stundum. — Flestir fullorðnir og skynbærir menn hafa heyrt getið um Skaft- ár-eldgosin og Kötluhlaup, ásamt fleirum jökulhlaupum og umbrot- um náttúruaflanna. — Auk þess hefir uppblástur lands víða gert stór landspell, sérstaklega í Meðallandi. Fyrir mína daga og þar til nú fyrir rúmum 20 árum voru bæir þar unnvörpum að leggjast niður af sandfoki, sökum uppblásturs í bygðarlaginu, þar til komið var fyrir það með vatnsáveitu, svo

x

Árroði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.