Árroði - 18.10.1933, Blaðsíða 2

Árroði - 18.10.1933, Blaðsíða 2
66 Á R R 0 Ð I Mikaelsmessa var sérstaklega kelguð höfuðenglinum Mikael. í íslenzka almanakinu nefnist hún Engladagur. Á þeim degi var messa sungin, til lofs og dýrðar þríeinum Guði, fyrir vernd og varðveizlu hans heilögu engla. Við getum víða lesið í liinni heilögu, og af Guði oss lögskip- aðri trúarbók, Bibliunni, uin send- ing lieilagra engla, oss mönnun- um til verndar og aðstoðar fyr og síöar, og eins er það víst enn í dag. Ég gæti tilfært marg- ar tilvitnanir úr hinni helgu bók, máli mínu til stuðnings og sönn- unar. En ég ætla að láta nægja að tilfæra að þessu sinni fáein sálmastef eftir tvö okkar ísl. sálmaskáld: Sjá hér Guðs iniskunn sála mín, hann sendir þér englaskara að greiða þér veg og gæta þín og grandvarlega bevara. Ekki þurfum að undrast vér, þótt aðrar Guðs skepnur þéni oss hér, fyrst englar ei það spara. Heilagir eru englarnir, eins skyldir, sál mín breyta. 1 augsýn þeirra það ekkert ger, sem ósæmilegt má heita. Hreinir þeir flýja synd, ef sjá, svo sem bíflugur reiknum frá, og dúfur ódaun hata. Gleðivín eru englum hér iðrunartárin manna, gleðjum þá því og gjörum vér greiða iðrun syndanna. Andlegir eru andar þeir, andlegt ber oss því stunda rneir, svo fáuin fylgd englanna. Ó, Guð, sem lætur engla her oss nú á höndum bera, og langa reisu leiða hér lífs um eyöitnörk þvera. Lát þá sömu, þá líf vort dvín leíða oss inn í dýrð til þín, unn oss þar einnig vera. S. J. Sjá þú að engill sendur var syni Guðs hér til huggunar. Peir góðu andar oss eru nær, alla tírna þá biðjum vær. Helzt þá h'fs enda líður að. Lazarí dæmi sýnir það. H. P. Iíáttvirtu lesendur, æðri sem lægri! Ykkur sumum kann að finnast máske, að ofanskráð sálm- vers samsvari ekki nútíðarkröf- um til sálmakveðskapar. En ég vil svara: Drottinn vor var ekki svo mjög bundinn við málsnilli sendiboða sinna. Hann lítur á mál hjartans, og gefur þjónum sínum, fyrir innblástur síns heil- aga kærleiksanda, — í hug og hjarta hvað tala skal, samkvæmt

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.