Árroði - 18.10.1933, Blaðsíða 1

Árroði - 18.10.1933, Blaðsíða 1
Útg. Ásm.Jónsson frá Lyngum. Kemur út 1—2 bl. á mánuði. 1. ár. Reykjavík, 18. oktt. 1933. tbl. Andleg hugleiðing. Drottinn send oss Ijós og anda pinn, sem séu leiðtogar vorir á hinum sanna lífsins og Ijóssins vegi. (48. sálm. Davíðs). Góð og fullkomin Guðs öll gjöf gjafara ljóssins streymir frá, um geyma alheims grund og höf göfgist hans náðar vegsemd há. Enginn skuggi né umbreyting hjá alföður mildum sór á stað, lífs um gjörvallan himinhring, hans heilög orðin vitna bað. Lifandi straumar lambs frá stól, lífið alt frjóvga gleði list. Keppumst í himins sælu sól, sigrarann fyrir Jesúm Krist. (Sbr. Jak. 1, 14). Ásm. Jónsson. Mikaelsmessa. Gangið þá stund þér hafið ljós- ið, svo myrkrið höndli yður ekki. Hver, sem gengur í myrkri, veit ekki hvert hann gengur. (Jóh, 12, 35). Jesús kallaði til sin barn eitt, og setti pað mitt á meðal þeirra, og sagði: Nema þér takið sinna- skifti og gjörist svo sem smá börn, munuð þér ekki inn ganga í Guðs ríki. Ilver sem lítillækk- ar sjálfan sig eins og ungmenni þetta, mun mestur í ríki himn- anna, og hver sem meðtekur eitt slíkt ungmenni í mínu nafni, sá meðtekur mig. Sjáið til að þér forsmáið ekki einn af þessum sinælingjum, því ég segi yður, að þeirra englar á himnum sjá jafnan míns föðurs auglit, sem er á himnura. (Matth. 12). Pessi orð ritningarinnar eru skrifuð í guðspjalli eða texta fyrir Mikaels messu, lestri í pró- dikanabók okkar ódauðl. kenni- manns, herra Jóns biskups Vída- líns, og var sá dagur þá hald- inn heilagur messudagur, ásamt fleiri messudögum, og þriðja helgi- degi stórhátíða vorra, sem nú er úr lögum numinn, sökum manna- setninga. Ég ætla ekki að fara langt út í efni þetta að þessu sinni, en get þó ekki orða bundist að spyrja: Eru þetta framför krist- indómsmálefnisins Iandi voru? Ber ekki framar að hlýða Guði en mönnum?

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.