Árroði - 18.10.1933, Blaðsíða 6

Árroði - 18.10.1933, Blaðsíða 6
70 Á R R 0 Ð I annars í Daníelsbók 10—12, o. s. frv. Par á eftir aðvarar hann áheyrendur sína að skilja ekki orð sín á bann veg, að þeir eigi að tilbiðja persónu englanna, og áminnir með orðunum: Drottin Guð pinn skalt þú tilbiðja og honum einum þjóna. Par á eftir hneigist ræða lians aðallega að áminning um, að hneyksla hvorki sig né aðra, og eru þá ekki hvað sízt tilgreind börn og smælingj- ar, sein hinir æðri og upplýstari eiga sem bezt að taka vara á. Nokkrar leiðréttingar við 7. tbl. Árroða: 1 greininni Heil- ræði, bls. 53, stendur niður, á að vera niður í. 1 sama dálki Morg- unsálmsins, 2. hendingu, stendur nýjan, á að vera nýjutn. Á bls. 55, 1. dálki, neðst, les: bærinn Hnausar bygður á bakka Eld- vatnsins, þar sem hann nú er. Sömu bls. 1, 18. línu neðan frá, norður undir, les norðan undir. ----—jeac- •- Úr dagbók lífs míns. Frh. f löndum Efri- og Syðri- Steins- mýrar voru líka stór og djúp stöðuvötn. Aðrir bæir voru líka, er ég man ‘eftir, í austnorður frá Syðri-Steinsmýri, er kallaðir voru Gamlibær. Yar þar víst tví- eða þríbýli, rnáske húsmannabýli eitthvað af þeim. Líka var skamt frá Gamlabæ húsmannsbýli, bygt frá Efri-Steinsmýri, er var nefnt á Tjörnum. Mig minnir það vera nálægt í útnorður þaðan handan kvíslar, sem lá norðan undan Gamlabæ, og heíir a.ð líkinduin að einhverju leyti ráðið mörk- um. Syðra-Steinsmýrarbæir stað- ið að líkindum áður í grend við nefndan Gamlabæ, og verið flutt- ir þangað sem nú eru, undan sandfoki, því alskrafað var, sam- kvæmt fornum sögnum, að þeir stæðu í Króks- eða Efra-FIjóta- landi. Á og í nefndurn Steinsmýrar- vötnum var fjölbreytt fuglalíf og fiska, eggvarp anda og álfta o. s. frv. Silungaveiði víst talsverð stundum, er stunduð varð, og áll var þar líka. Állinn var að- allega tekinn sem hlutur á þurru landi. Sandleirur lágu að vötn- um þessum á þann veg, er til sjávar vissi. Og sérstaklega síð- ara hluta sumars, þegar vatna- vextir urðu, flæddu vötnin yfir leirurnar, og flæmdist þá stund- um allmikill áll upp á leirurnar með vatninu, og er fjaraði, varð hann eftir og var tekinn á þurru eða grynningum áður en sandur

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.