Árroði - 18.10.1933, Blaðsíða 4
68
ÁRROÐI
Um kristindómsmál,
bindindi o. fl.
Sundurlausir pankar
og athugasemdir.
Sárasmýrsl má búa til bæði af
söxuðum blöðum jurtarinnar og
rótardufti, er sjóðist saman við
ósaltað smjör, og voru pau af
reyndum læknum viðurkend eins
góð og útlend sárasmyrsl.
í inínu ungdæmi voru mörg
harðinda-ár bæði til sjós og lands.
Yar pá töluvert Bint notkun pess-
ara nytjajurta á vorin.
Pegar mjólkurlítið var, var oft
drukkið te til vökvunar, og var
pá helzt tekið til peirra, er næst
voru hendi. Pá var líka lítið um
kaffikaup. Par sem ég ólst upp
var einna mest notað blóðberg.
Pað styrkir hjarta og taugar, —
hefir niarga eiginleika til lækn-
inga, eins og inargar áðurnefnd-
ar jurtir. Pað hefir reynst gott
hóstameðal, og bætir ásaint fleiri
ineinsomdum svefnleysi. Jurtin
er soðin með blöðum og rótum
litla stund. Pegar hún pornar?
lyktar hún mjög vel.
Te úr íslenzkuin jurtum var
til forna álitið holt, ef pað var
soðið og blandað með blóðbergi,
vallhumli og rjúpnalaufi.
Hvönn og kúmen er sömuleið-
is meðal okkar góðu hollu lækn-
ingajurta, og hafa umfram marg-
ar aðrar jurtir, svo frískandi
keiin til bragðbætis, að ég efast
ekki um, að pær væru ómissandi
til drykkjarbætis.
Kúmen hefir verið haft til
smekkbætis, bæði í mat og kaffi,
og pótti líkjast að bragði í kaffi
sein hreinum vínanda hefði ver-
ið dreypt í pað.
Iívönn er álitin holl í drep-
sótt, auk pess holl og nærandi
til viðurværis; stórvaxin er hún
og drjúg til matar. Hvannarót
var mikið tekin og notuð hér
áður.
Pað mundi mega nota okkar
íslenzku jurtir í stað margs pess,
sem flutt er inn í landið frá út-
löndum, bæði til matarog drykkj-
ar. Islenzka teið væri sjálfsagt
ekki óhollara en útlent, og kaffi-
brúkun mætti sjálfsagt ininka
líka. Og gagnvart tóbaksnotkun
— sérstaklega reykingum, sem
nú fara stórkostlega í vöxt. Vil
ég um petta efni gjöra nokkrar
athugasemdir.
1 mínu ungdæmi var í mínu
bygðarlagi lítið um reykingar,
en pað sem pað var, var pað
pípa, sem reykt var. Vindlar
pektust par ekki, enda eru peir
alment álitnir óhollari en pípu-
tóbak.