Árroði - 01.10.1947, Qupperneq 5

Árroði - 01.10.1947, Qupperneq 5
Landsmót S. U. J haldið að Hvanneyri dagana 7. og 8. júní s.l. Landsmót þetta er það fyrsta í sögu S.U.J. og markar því tímamót í sögu þess um leið og það er sannur vottur um vaxandi áhuga innan vébanda sambandsins og hinu aukna fylgi Alþýðúflokksins í landinu. Mót þetta var í alla staði hið glæsilegasta og árangur þess framar öllu því, sem við var búizt í fyrstu. Nefnd sú, sem sá um til- högun mótsins, var skipuð eftirtöldum mönn- um: Oskari Hallgrímssyni, varaforseta S. U. J.; Eggerti Þorsteinssyni, ritara F. U. J. og Jóni Hjálmarssyni úr F. U. J., Reykjavík. Undirbúningstími mótsins var skammur, og stöfuðu m. a. af því margir erfiðleikar. Með góðra manna hjálp og dugnaði nefnd- armanna tókst þetta, eins og áður er getið, framar öllu því, sem við var búizt. Ræðupalli var komið fyrir á hæð sunnan við húsið á Hvanneyri, og var það dýrgripur hinn mesti, útskorinn og allur hinn hagan- legasti. Þá var og komið fyrir mörgum ís- lenzkum fánum ásamt hinum þríörvaða fána Alþýðuflokksins. Fánar þessir mynduðu boga dregna fánaborg í kring um ræðustólinn. Aftan við ræðustólinn voru reistar tvær stórar myndir af brautryðjendum jafnaðar- stefnunnar, Karl Marx, hinum fyrsta upphafs- manni jafnaðarstefnunnar um heim allan. Þá var og mynd af hinum íslenzka brautryðj- anda, Jóni Baldvinssyni, forseta. Ofan við myndirnar var borði með kjörorðum jafnað- arstefnunnar: Jafnrétti, Frelsi, Bræðralag. Fyrir framan ræðustólinn var annar borði með áletruninni: „Framtíðin er æskunnœr. Eflnm S-U.J." sitt hvoru megin myndanna voru fánar flokksins, en neðan við þær hinn íslenzki þjóðfáni. Allt þetta setti sinn ágæta svip á ræðuhöldin. Aðstæðurnar við undir- búning þennan voru nokkuð erfiðar sökum norðankalda Setning mótsins (laugardag). Setning mótsins hófst kl. 4 laugardaginn 7. júní með greinargóðri og snjallri ræðu Oskars Hallgrímssonar, en félagar úr lúðra- sveitin Svanur léku milli ræðanna. Þessu næst talaði formaður Alþýðuflokks- ins, Stefán Jóh. Stefánsson, forsætisráðherra. Ræðá hans var hin snjallasta. Fór hann hvatn- ingarorðum til fundarmanna og taldi fram- tíð hins íslenzka Alþýðuflokks glæsilega. Þá minntist forsætisráðherra á hina fyrstu braut- ryðjendur jafnaðarstefunnar, Karl Marx og hinn íslenzka brautryðjanda, Jón Balvinsson, forseta. Þá tók til máls Eggert Þorsteinsson, ritari F. U.J í Reykjavík. Hvatti hann til meiri og virkari 'þátttöku í starfsemi jafnaðarstefnunn- ar og varaði við áróðurstarfsemi andstæðing- anna. Næstur Eggert talaði Jón P. Emils, stud. jur. Rakti hann hinar miklu framkvæmdir Alþýðuflokksins, þrátt fyrir hina lágu þing- mannatölu. Kom ræðumaður víða við og var ÁRROÐI 5

x

Árroði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.