Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2009, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2009, Side 7
n s - r il ð g r - á - - a . r m, ð v voru öllum gleymdar eftir módernismann. Það er svo fallegt við Flóka að hann fer aftur fyrir mód- ernismann og „avant gard“-ismann og leitar að innblæstri þar, hjá symbólistunum og fleirum.“ – Hvað var það sem dró þig upphaflega að Al- freð Flóka? Sjón hugsar sig um og horfir á myndirnar fyrir framan okkur. Á einni er demón með andlit lista- mannsins í samförum við konu. „Það er þessi hættulegi, myrki heimur, og erótíkin sem heillar unglinginn,“ segir hann síðan. „Þegar ég kynnt- ist manninum áttaði ég mig síðan á því hvað það var mikið á bak við þetta. Skilgreindur tákn- heimur. Það er engin tilviljun hvað ratar á mynd- flötinn. Alltaf er verið að segja sögur, það er ver- ið að kveikja á einhverjum stöðvum í undirvitund áhorfandans, sem eingöngu færustu galdramenn hafa lyklana að. Það heillaði náttúrlega. Síðan var maðurinn einstaklega hlýr og skemmtilegur. Hann hafði þennan ungling hangandi yfir sér en sýndi mér alltaf mikla þolinmæði og virð- ingu.“ Þegar Sjón er spurður um vinnubrögð Alfreðs Flóka, hvort hann hafi verið sívinnandi eða áhlaupsmaður í listinni, segir hann Flóka alltaf hafa verið að teikna. „Síðan undirbjó hann seríur og stærri við- fangsefni á lengri tíma. Ég sé það núna í vinnu- bókum hans, að hann planleggur myndir á svip- aðan hátt og ég undirbý mig í dag þegar ég er að skrifa sögur. Hann skissar upp senur, mynd- rænt, en planar líka frásögnina í myndunum. Hann vinnur mjög bókmenntalega. Enda var Flóki afskaplega vel lesinn, og hafsjór af sögum.“ Demónar og einhverjar nætursögur Ég skoða myndirnar á meðan Sjón og starfs- menn safnsins færa myndir á milli veggja, spyr síðan hvort þeim sé raðað upp þematískt. „Að vissu leyti, þannig að fólk skynji tímabilin í list hans. Hér eru gleðihúsið og kynferðisleg átök,“ Sjón bendir að rauðum vegg í öðrum end- anum, „ og þarna eru demónarnir.“ Hann bendir á svarta vegginn hinumegin í salnum. „Þarna eru svo safn af nætursögum …“ Sjón er aftur kominn á ferðina með innramm- aðar myndir í höndunum; þeir hafa svo margar myndir að hann er farinn að gera sér grein fyrir því að þær fara aldrei allar upp á veggi. Óttablandin virðing fyrir konunni Við flettum gegnum röð óinnrammaðra sjálfs- mynda sem Sjón segir Alfreð Flóka hafa gert á fyrstu árum ferilsins, er hann var nemandi við akademíið í Kaupmannahöfn. „Á þessari er hann góða barnið,“ hann flettir, „það er dekkra yfir hér, „Með hálsbólgu!“ stend- ur á þessari, hér er skissa fyrir tréristu, og „Kvef í apríl,“ stendur á þessari.“ Sjón fer rólega gegn- um verkin og veltir þeim fyrir sér. „Svo koma hér aðrar sem eru meiri karikatúr og bóhemískar. Hér er líka sjálfsmynd með geislabaug og sígar- ettu,“ hann lyftir henni upp, „og fullt af myndum sem hafa ekki sést, og næst ekki að sýna allar núna.“ – Hvar er Flóki í listsögulegu samhengi? „Hér á landi er enginn a svipuðum slóðum og hann. Kjarval sótti mikið í symbólismann og Ein- ar Jónsson að sjálfsögðu, en þeir eru ekki mikið fleiri sem voru sífellt að líta á heiminn bak við heiminn og vinna með tákngervingu mannlegrar tilveru. Átökin milli andans og efnisins. Hina huldu veröld … Síðar hafa farið að koma fram yngri listamenn. Tarotseríur Gabríelu Friðriksdóttur koma upp í hugann, Þórdís Aðalsteinsdóttir vinnur með fólk og dýr, andlegt ástand er táknað með líkamlegri útrás; margar af þessum ungu listakonum eru að vinna með einhverskonar súrrealisma. Ég held að Flóki hefði ekki átt í erfiðleikum með að koma fram í dag. Á sínum tíma átti hann erfitt innan myndlistarheimsins, á meðan hann átti stóran vinahóp af skáldum og rithöfundum og fann mikinn samhljóm þar, enda er hann bók- menntalegt myndskáld. En því var haldið gegn honum. Þegar ab- straktið var hvað harðast þá mátti ekki vera frá- sögn í myndlist, ekkert þótti hallærislegra. Flóki tileinkar sér aðferðir hinna stóru gömlu myndskreyta, Dürer, Doré og fleiri, og notar tæknina á mjög persónulegan hátt.“ Þegar Sjón er spurður um táknin í list Flóka, talar hann um það hvernig konan birtist í verk- unum bæði sem Eva, hin hreina mey, og hættu- legur demón. „Hér er líka óttablandin virðing borin fyrir konunni sem fyrirbrigði. Það er eitt- hvað sem hann sækir líka til súrrealista, sem litu á konuna sem dyrnar að hinu óþekkta. Síðan er allt fullt af dulspekilegum táknum, ritúölum og tilvísunum sem innvígðir þekkja.“ Sjón hlær hlátri manns sem hefur lyklana að þeim skrám en hyggst ekki ljúka upp. „Allir hafa demónarnir nöfn, og ákveðið hlut- verk,“ bætir hann síðan við. Kom til að hneykslast Sýningin í Hafnarhúsinu stendur til 10. maí og henni tengjast margir viðburðir á sýningartím- anum, með þátttöku Sjóns og ýmissa kunnra lista- og fræðimanna sem tengdust Alfreð Flóka. Meðal viðburðanna eru umræður um íslenskan symbólisma, greining á hugtakinu súrrealisma og ljóðalestur. „Hugmyndin er að gefa fólki tækifæri til að kynnast bakgrunninum, hugmyndakerfum sem Flóki sótti til, svo sem symbólisma, súrrealisma og dulspeki,“ segir Sjón. „Svo er líka mikill húmor í þessum myndum. Listamaðurinn glottir við tönn þegar hann er að teikna upp einhverja karlvesalinga sem eru í klónum á sterkum konum, konur sem þykjast heilagari en þær eru og annað slíkt. Alfreð Flóki var teiknari og allt vopnasafn teiknarans var honum tiltækt, þar á meðal karik- atúrinn. Í mynd sem er uppfull af dulspekilegri alvöru eða galsafenginni erótík finnurðu einnig sprenghlægileg augnablik. Því maðurinn er alltaf að burðast með sjálfan sig, búk sinn, á sama tíma og hann þykist andleg vera.“ – Svo spilar hann á tabúin; það forboðna. „Já já. Á sínum tíma kom fólk unnvörpum á sýningar hans til að hneykslast. Til að sjá reista getnaðarlimi og fólk við lostafullt athæfi. Mynd- efni sem fólk hafði ekki við fingurgómana þá eins og í dag.“ Sjón horfir yfir salinn og segir að þetta sé heimur Flóka, þessi furðulegi heimur sé hans. „Hér á sýningunni sést vel hvernig hann tekur jafnt og þétt breytingum, alla sína listamannstíð. Viðfangsefnin eru hliðstæð og hann er að vinna úr sömu stefjum alla sína ævi, en aðferðin er allt- af að breytast og alltaf er verið að prófa eitthvað nýtt. Í einu yngsta verkinu er hann að vinna út frá Stúlkunni í turninum eftir Jónas Hall- grímsson. Elsta myndin hér er hinsvegar Djákn- inn á Myrká. Segir það okkur eitthvað?“ spyr Sjón og það er óljóst hvort hann viti svarið frekar en ég. ur og umdeildur“ íma einn umtalaðasti listamaður þjóðarinnar. Bóhem ndir í afar persónulegum stíl sem ofbuðu mörgum en ar opnuð í Hafnarhúsinu fyrsta yfirlitssýning á verkum upp um langt skeið. Skáldið Sjón er sýningarstjóri. Það er engin til- viljun hvað rat- ar á myndflöt- inn. Alltaf er verið að segja sögur, það er verið að kveikja á ein- hverjum stöðvum í und- irvitund áhorfandans, sem eingöngu færustu galdra- menn hafa lyklana að. Það heillaði náttúrlega. Síðan var maðurinn óhemju hlýr og skemmtilegur. Sjón MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Lesbók 7 Y rkisefnin eru nú sem fyrr umbreyttar bernskuminningar, skrýtnar fjölskyldur í skugga- legum herbergjum, skúmaskot og niðurrifin veggfóður, fólk að gera eitthvað óprent- hæft.“ Alfreð Flóki talar við blaðamann, það er ágúst árið 1985, og hann er að opna sýningu sem reyndist hans síðasta. Viðtalið birtist þá í Morgunblaðinu. Næst spyr blaðamaður um þá skoðun sumra, að Flóki sé alltaf að sýna svipaðar myndir. „Ég er alveg ósammála. Þyrfti að halda yfirlitssýningu til að fólk sæi að ég er fjölbreyttasti myndlistarmaður norðan Alpafjalla. En af tvennu illu held ég að það sé betra að endurtaka sjálfan sig en að endurtaka aðra eins og margir aðrir myndlistarmenn.“ Löngu fyrr, árið 1968, var Flóki einnig í viðtali hér. „Ég held ég megi segja að ég hafi verið með kvenfólk á heilanum síðan ég var 6 ára gamall. Það má líka sjá svo andskoti margt í gegnum kvenskrokk. Nú, kannski er það vegna þess að konan er þægilegasta handbendi andskotans. Að minnsta kosti voru vinir mínir kirkjufeðurnir á þeirri línu.“ – Teiknar þú ákveðna hugmynd eða eftir innblæstri? „Ég hef svolítið frumstæða aðferð til að búa til mynd. Ég sest niður í stólinn minn og ákveð að búa til meistaraverk.“ Ljósmyndina tók Ólafur K. Magnússon af Alfreð Flóka í Bogasalnum. Ákveð að búa til meistaraverk Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon „Flóki var ólíkindatól. Hann var svo mikið að leika á fólk,“ segir Birna Þórð- ardóttir. „Undir niðri var ljúfur og góður drengur sem langaði stundum að líta út sem demón. Þessi gríma gat komið sér ágætlega fyrir hann, hann gat þá varið sig með henni, en það gat líka orð- ið svolítið hlálegt, fannst mér. Já, Flóki var yndislegur maður. Hann var mjög gefandi; fyrir utan þessa grímu átti hann til mikla blíðu og tillitssemi en þegar hamurinn var kominn yfir gat holdrosinn snúið út og allt varð öfugsnúið.“ Sögur í hundraðavís Alfreð Flóki var einn af barnfóstrum Helga Hjörv- ars alþingismanns í Kaup- mannahöfn, en þeir Úlfur faðir Helga voru vinir. „Einu sinni fóru pabbi og mamma í ferð til Póllands og ég var skilinn eftir hjá Flóka. Þegar þau komu heim var sagt að á öllum búllunum á leiðinni frá dag- mömmunni og heim til Flóka hefðu menn þekkt fimm ára gamlan strákinn með fornafni og vit- að hvernig hann vildi fá appelsínið sitt! Flóki var óskaplega barngóður. Hann var líka mikill sögumaður, kunni sögur af listamönnum og skáksnillingum í hundraðavís, og ég held að betur lesinn mann hafi ég sjaldan hitt,“ segir Helgi. Holdtekja anda rómantíkurinnar Jónas Sen píanóleikari var 18 ára þegar hann kynntist Alfreð Flóka. „Alfreð Flóki var með greindari mönnum Flóki var ólíkindatól sem ég hef kynnst. Hann var fróður og vel lesinn, og hafði einstaklega skemmti- lega frásagnargáfu. Fyrir mér var hann hold- tekja anda rómantíkurinnar, eins og hún birtist t.d. í tónlist Franz Liszt, þar sem aðalmótífið er hið himneska og hið demóníska og svo er mað- urinn á milli. Þessi tvö öfl berjast um yfirráð yf- ir sálinni. Flóki glímdi við alkóhólisma en átti líka mjög fallegar hliðar.“ Feiknalegur teiknari Knútur Bruun var galleristi Alfreðs Flóka. „Hann var ótrúlega skemmtilegur,“ segir Knút- ur. „Ég þekkti hann á þrennan hátt. Þegar ég var ungur var hann skrýtinn náungi sem gekk um og teiknaði, elti stelpur og drakk vín; mikið bó- hem. Svo var hann með fínar sýningar í galleríinu mínu og þá kynntist ég honum enn betur. Loks þegar ég kom reglulega til Danmerkur að kaupa málverk, þá kom Alfreð Flóki og stund- um þurfti hann að fá peninga. Hann fékk ein- hverja upphæð og ég fékk myndir. Þegar ég var síðan búinn að stunda mín viðskipti, og áður en ég bjó mig til heimferðar, þá fór ég gjarnan á búllugang með Alfreð Flóka og það var gríð- arlega skemmtilegt. Flóki virtist hrokafullur, en það var í nös- unum á honum. Hann var mikið ljúfmenni. Flóki var feiknalegur teiknari. Menn geta haft mismunandi skoðanir á myndheiminum, en vinnubrögðin og handverkið var afbragð.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.