Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2009, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2009, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 8 LesbókBÆKUR F yrir röskum tíu árum kom skáldsagan Les- arinn eftir Bernhard Schlink fyrst út á ís- lensku í þýðingu Arthúrs Björgvins Bolla- sonar. Hún er nú komin út á nýjan leik í kilju og ber útgáfuna upp á sama tíma og verið er að frumsýna kvikmynd sem gerð hefur verið eftir skáldsögunni. Myndin er stjörnum stráð, þau Kate Wins- let og Ralph Fiennes eru í aðal- hlutverkum. Bernhard Schlink fékk mikið lof fyrir Lesarann þegar bókin kom út í Þýskalandi, enda fer hann þar ofan í saumana á þeim sið- ferðisspursmálum sem legið hafa eins og mara á þýskri þjóðarvitund frá stríðslokum. Sjálfur er Schlink fæddur 1944 og of ungur til að muna heimsstyrjöldina, rétt eins og að- alsöguhetja bókarinnar, en það breytir ekki þeirri staðreynd að styrjöldin og eft- irleikur hennar mótar allt hans líf. Lesarinn er eftirtektarverð saga um við- kvæmasta tímabil þýskrar sögu, seinni heims- styrjöldina og afleiðingar hennar. Hún afhjúpar afstæði siðferðisvitundar venjulegs fólks við afar óvenjulegar aðstæður. Setur þær í samhengi við samviskubit heillar þjóðar og þöggunina sem fylgdi þýsku samfélagi eftir að stríð- inu lauk. Stór þáttur sögunnar er rakinn í réttarsal, þar sem tekist er á um sekt og samsekt – þar sem dregnar eru fram í dagsljósið háskalegar tilfinningar, þar sem það sem látið er ósagt skiptir ekki síður máli en það sem sagt er. Niðurstaða verksins er í raun sú að afleiðingar stríðs- ins séu og verði að vera óafmáanlegar. Lesarinn | Bernhard Schlink Afstæði siðferðisvitundarinnar Bílstjórinn stóð fyrir utan bílinn. Hann vissi ekki hvað hann átti að gera. Fólk- ið ýtti honum inn í bílinn. Hann var ennþá ekki búinn að átta sig á því sem hafði gerzt. Hann vissi ennþá ekki að hann átti að vera sorgmæddur af því að hann hafði drepið mann. Hann gat enn ekki fullnægt kröfum venjunnar að vera sorgmæddur undir slíkum að- stæðum. Hann var þögull. Hann ók burt. Fólkið stóð um stund á staðnum. Svo dreifðist það og fór burt. Það fór heim að borða. Maðurinn var dáinn. B íllinn hafði rekizt á manninn á hjólinu. Hann lá hreyfing- arlaus. Það kom fólk til að horfa. Það kom fólk til að verða æst. Rautt blóð rann úr munni hans. Rautt blóð kom úr nösum hans og eyrum. Hann var dáinn. Fólkið tók hann upp og lét hann inn í bílinn. Mað- ur í ljósgráum fötum settist undir höf- uð honum. Það kom blóð á föt hans. Hendur hans urðu rauðar af blóði. Maðurinn var dáinn. Fólkið vissi það ekki. Það var of æst til að athuga það. Umferðarslys í stórborg og fólk Örsagan sem hér birtist er úr bókinni Mað- urinn er alltaf einn eftir Thor Vilhjálmsson, sem kom út með hans eigin myndverkum árið 1950. Hún er skrifuð í Róm 31. ágúst 1948. Bókin, sem er safn ljóða og stuttra prósa- texta, gefur einkar forvitnilega mynd af þróun Thors sem rithöfundar. Maðurinn er alltaf einn Eitt myndverka Thors Vilhjálms- sonar úr bókinni. A ð öðrum íslenskum skáldkonum ólöst- uðum má fullyrða að þær Ásta Sigurð- ardóttir og Svava Jakobsdóttir hafi verið einhver sterkasta fyrirmynd yngri kynslóða kvenna í samtímabókmenntasögunni. Svava hélt að sjálfsögðu eigin merki á lofti á löngum ferli, en það sama gilti ekki um Ástu þar sem hún lést um aldur fram, aðeins rúmlega fertug, og skildi að sama skapi minna eftir sig. Upp úr 1980 varð mikil vitundarvakning í kringum verk Ástu sem rannsóknir á kvennabók- menntum áttu drjúgan þátt í. Safn sagna hennar og ljóða kom fyrst út ár- ið 1985 en hefur því miður verði ófáan- legt um langt skeið. Í vikunni bárust fréttir af því að það hefði verið endur- útgefið í kiljuformi og er gríðarlegur feng- ur í því. Undanfarið hafa ýmis lykilverk loks verið gefin út í kilju, enda erfitt að ímynda sér bókmenntaþjóð sem ekki á arf sinn á prenti í ódýrum útgáfum. Tímamótasögur á borð við Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns og Í hvaða vagni; þar sem fjallað er um hlutskipti kvenna og ýmis tabú eftirstríðsáranna eru fyrir löngu orðnar klassískar í íslenskri bók- menntasögu. Þegar fyrrnefnda sagan birtist í tímaritinu Líf og list árið 1951, var því líkt við sprengju í „kyrrlátt og smáborgaralegt sam- félag Reykjavíkur“, eins og það var orðað á kápu útgáfunnar frá 1985. Dúkristur Ástu er skreyttu sög- urnar ýttu enn undir áhrifamátt hennar – afhjúpuðu einstaka sýn hennar undir hið slétta og fellda yfirborð borgarasam- félags í mótun. Sögur og ljóð | Ásta Sigurðardóttir Tabú eftirstríðsáranna Þ að sjónarhorn Eíasar B. Halldórssonar að „list [skapi] menn“ er athyglisvert. Ekki síst þar sem flestir líta málið öðrum aug- um; telja menn skapa list. Þó er augljóst eftir lestur bókarinnar um Elías sem kom út rétt fyrir jólin að líklega hefur hann rétt fyrir sér – í það minnsta hvað hann sjálfan varðar. Bók bræðranna Gyrðis, Sigurlaugs og Nökkva Elíassona dregur upp mynd af föður þeirra Elíasi B. Halldórssyni, af sjaldséðu næmi og alúð. Af bóndasyninum sem var lítt gefinn fyrir búskap en átti sem betur fer föður sem gerði sér grein fyrir því. Viðbrögð hans er hann stóð son sinn að því að fitla við að mála sanna það og spurningin; „Af hverju ferðu ekki að læra þetta? Þú verður aldrei bóndi.“ Í bók bræðranna er meðal annarra frábærra texta að finna smásögu Gyrðis, Gamla mál- arann. Í því samhengi sem henni er þar búinn liggur beint við að tengja hana Elíasi og lífs- hlaupi hans. Í sögunni er unnið með tengsl gamla málarans við landið. Þótt hann sé ekki bóndi er landið það sem hefur mótað hann (eins og kemur glögg- lega fram í hugrenninga- tengslum hans) og hann skilar sínu til landsins með því að yrkja það á léreftinu: „Hér, mitt í fjallaleysinu, var komið fjall.“ Reyndar svo raunverulegt fjall að mál- aranum finnst sem hann gæti „gengið á fjallið.“ Það gerir hann reyndar ekki nema í afstæðum skilningi í sögulokin, heldur finnur til uppruna síns með áþreifanlegri hætti og fer út og tekur upp kart- öflur þegar hann ekki getur málað. Í því verður til sátt við upprunann, því þrátt fyrir óbeit á slíkri vinnu nýtur hann þess loks að „stíga fæti á gaffalinn“. Tengingin við alheiminn (eða jafnvel almættið) verður augljós; „[…]stjörnuföl jarð- eplin veltast upp og rúlla um í moldinni einsog hnetti[r] vetrarbrautar sem líður undir lok. Moldin dökkur geimurinn á milli himintungla.“ Í þessari sögu Gyrðis er sem bóndinn og mál- arinn/uppruninn og ævistarfið, renni saman – gaffallinn verður jafnvígur penslinum sem verk- færi myndmálsins. Kostir kerfisheimskunnar Þessi sagan Gyrðis gæti vitaskuld verið saga okkar allra, í þeim skáldlega búningi sem hann býr tengingu okkar við umhverfið í dauðanum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að sagan endurómar að einhverju leyti þá lífssýn sem brot úr viðtölum við Elías sýna á síðunum þar á eftir. Þær tilvitnanir bregða upp merkilega ít- arlegri mynd. Þar kemur m.a. fram að Elíasi hefur verið „mikið í mun að vera frjáls þegar [hann glímdi] við myndir, ótruflaður af tísku og peningasjónarmiðum.“ Sömuleiðis að hann taldi sig „ákaflega kerfisheimsk- [an]. Það er truflandi að vera mikið út á við og [hann] nennir því ekki.“ Þannig halda gullmolarnir áfram að hrjóta af vörum Elíasar á síð- um bókarinnar; ekki síður um hlutverk listarinnar í heiminum en um hann sjálfan: „Listir dýpka tilfinningarnar svo menn skilja betur hræringar eins og sorg og gleði, og ekki eingöngu þær, heldur allar þessar tilfinningar sem máli skipta í lífinu.“ Samfélagsleg ábyrgð listamanna er ekki lítil, því Elías var sannfærður um að „væri allri list kippt út úr samfélaginu, yrði engin manneskja eftir í heiminum eftir fimmtíu ár. Það [yrðu] allir búnir að drepa hver annan.“ En í sköpunarferlinu felst einnig hætta, ekki síst ef hégómleg frægðarlöngun nær tökum á mönnum. „Hún veldur því oft að menn þora ekki að brjóta upp listiðkun sína og söðla um.“ Í bókinni um Elías skoða þeir Aðalsteinn Ing- ólfsson og Einar Falur Ingólfsson ævi Elíasar, hvor með sínum hætti. Greinar þeirra gefa mik- ilsverða mynd af lífshlaupi listamannsins og tengja hann um leið hugmyndafræði og áhrifa- völdum. Grein Einars um ljóða- og bókaskreyt- ingar hans varpar eftirtektarverðu ljósi á sam- spil texta og myndar í skapandi starfi hans; dýpkar skilning þess sem les bókina á tvískiptri uppsprettu sköpunar Elíasar sem á tímabili í lífi sínu ætlaði að verða rithöfundur, þótt hann segði síðar að hann hefði „orðið afspyrnu vondur rit- höfundur“. Að hugsa með eigin heila Stór hluti þessarar bókar um Elías B. Halldórs- son er vitaskuld helguð list hans; myndum af málverkum hans og svartlist. Fyrir þá sem hafa áhuga á sögu íslenskrar málaralistar er mikill fengur að þessum þætti. Verkin eru vandlega flokkuð og gefa því góða mynd af bæði fjölhæfni Elíasar sem og skemmtilegu fjöllyndi hans gagnvart myndlistinni. Eftir stendur mynd af manni sem hefur, eins og áður var sagt leyft listinni að „skapa“ sig – manni sem hefur farið sínar eigin leiðir. Yfir ævistarfi hans virðist vaka sú aðdáunarverða sannfæring að „sá sem þroskast í gegnum það fagra [hafi] meiri möguleika til að vera hann sjálfur, en ekki steinn í múrnum. Maður sem hugsar með eigin heila, en ekki í gegnum fjöl- miðla.“ Þessi orð Elíasar afhjúpa lífssýn manns sem hefur haldið sínu striki með hætti sem í róti samtímans á Íslandi er hreint aðdáunarverður. fbi@mbl.is Elías B. Halldórsson, málverk/svartlist | Gyrðir, Nökkvi og Sigurlaugur Elíassynir ritstýrðu „List skapar menn“ BÆKUR VIKUNNAR FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR Elías B. Halldórsson Ræktaði möguleikann á að vera hann sjálfur, en ekki steinn í múrnum. Morgunblaðið/Einar Falur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.