Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2009, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2009, Blaðsíða 2
U m síðustu mánaðamót rak ritstjóri Morgunblaðsins tvo af nafntoguðustu blaðamönnum sínum í nafni skipulagsbreytinga. Ég hef engan hitt sem tekur mark á þeirri skýringu. Fremur hafa menn velt vöngum yfir hvort málfrelsið sé enn virkt á Morgunblaðinu. Þröst- ur Helgason umsjónarmaður Les- bókarinnar og Halla Gunnarsdóttir þingfréttamaður eru í fremstu röð íslenskra blaðamanna og höfðu starfað lengur á blaðinu en margir sem voru ekki látnir taka pokann sinn. Getur verið að þau hafi með skrifum sínum ögrað harðlínuöfl- unum í Sjálfstæðisflokknum og því verið látin fara? Brottrekstur Þrastar og Höllu bar upp í sömu viku og áratuga langri ríkisstjórn- arsetu Sjálfstæðisflokksins lauk. Var aðeins hægt að umbera skoð- anir þeirra á meðan flokkurinn hafði öll völd í landinu? Síðastliðinn fimmtudag varpaði María Kristjánsdóttir fram þeirri spurningu hvort blaðamaðurinn Kolbrún Bergþórsdóttir væri reiðubúin að verja kollega sína á blaðinu af sömu einurðinni og hún hefur varið íslenska ráðamenn í gegnum tíðina. María, sem er leik- listargagnrýnandi Morgunblaðs- ins, segir um Kolbrúnu: „Hún er jú blaðamaður á Morgunblaðinu og hefur verið, minnir mig, í um það bil ár. Á þessu ári hefur fjölda ein- staklinga sem störfuðu við hlið hennar verið sagt upp störfum. Fólki sem ekki hefur unnið þar bara í ár heldur áratugum saman. Fólki sem sett hefur svip á Morg- unblaðið með vönduðum skrifum og með fagmennsku í prentlistinni. […] Mér leikur sem sagt forvitni á að vita hvernig Kolbrún brást við uppsögnum þeirra? […] Segðu mér það, Kolbrún? Gekkstu á fund yf- irmanna þegar til dæmis Höllu Gunnarsdóttur og Þresti Helga- syni var sagt upp fyrir skömmu og áminntir þá hneyksluð: Svona hag- ar maður sér ekki! Svona hagar sér ekki siðað og skynsamt fólk! Það ber virðingu fyrir einstaklingn- um!?“ Í síðustu viku greindi ég frá gagnrýni Láru Hönnu Ein- arsdóttur fjölmiðlarýnis, sem spyr á bloggsíðu sinni hver hafi „hag af því að hér ríki áfram ótti við að tjá skoðanir sínar?“ (5.2. 2009). Brott- rekstur Þrastar og Höllu er tilefni skrifanna og undir lok pistilsins vísar Lára í þekkta grein Agnesar Bragadóttur um „Hræðsluþjóð- félagið“ frá nóvember 2007. Þar spyr Agnes hvort „kúgun þögg- unar“ sé „að ná undirtökunum í þjóðfélagsumræðum á Íslandi?“ Hún segir jafnframt: „Að und- anförnu hefur mér oft orðið hugsað til þess, hvað er að gerast í íslensku samfélagi, þar sem æ fleiri virðast óttast að koma fram með upplýs- ingar, skoðanir, ábendingar, túlk- anir og greiningar, undir nafni, af ótta við hvaða afleiðingar frásagnir þeirra kæmu til með að hafa á per- sónulega hagi þeirra.“ Ég er ekki viss um að hræðslu- þjóðfélagið sé svo nýtt af nálinni þótt kannski hafi það ekki skotið rótum jafn víða síðustu tuttugu árin og það gerði á tímum kalda stríðs- ins. Því miður tíðkaðist það lengi í íslensku samfélagi að menn liðu fyrir skoðanir sínar og voru fórn- arlömbin ekki einungis á vinstri væng stjórnmálanna. Hér ríkti and- rúmsloft morðsins um áratuga skeið eins og mætur ritstjóri sagði eitt sinn í mín eyru. Heilar kyn- slóðir glötuðust í grimmilegu hug- myndastríði, líf fóru í súginn. Það er rétt hjá Agnesi að þögg- unaróttinn hefur farið vaxandi í allri umræðu hér á landi. Ég hef með stuttum hléum skrifað pistla í Lesbók Morgunblaðsins frá árinu 2001. Rétt eins og Agnes hef ég orð- ið var við að lesendur eru nú fremur á varðbergi en áður og láta síður í ljós skoðanir sínar. Til marks um það get ég nefnt að upp á síðkastið hafa lesendur sem taka undir sjón- armiðin í pistlum mínum beðið mig um líta á bréf sín sem trúnaðarmál, eða þá að þeir hafa sent mér stuðn- ingsyfirlýsingar undir dulnefni og búið svo um hnútana að ekki er hægt að rekja netfangið til nafn- greindra einstaklinga. Lýðræðislegri umræðu stendur ógn af slíku ástandi og við eigum að kosta öllu til að andrúmsloft morðs- ins verði ekki vakið upp aftur. gudnieli@hi.is Andrúmsloft morðsins Morgunblaðið/ÞÖK Uppsagnir María Kristjánsdóttir spyr hvort Kolbrún Bergþórsdóttir verji „kollega sína á blaðinu af sömu einurðinni og hún hefur varið íslenska ráðamenn“. FJÖLMIÐLAR GUÐNI ELÍSSON „Heilar kynslóðir glötuðust í grimmilegu hugmyndastríði, líf fóru í súginn.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 2 LesbókSKOÐANIR Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi menningar, Fríða Björk Ingvarsdóttir fbi@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent M argar mikilvægar lexíur má læra af umræðu síðustu ára. Ein er sú að sýna reisn í sigri sem ósigri. Þá lexíu kennir hugleiðingin hér að neðan öllum skyn- sömum mönnum, hvar í flokki sem þeir kunna að vera. Hún birtist á netinu í nóvembermánuði 2003 og var tilefnið útgáfa Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á fyrsta bindi ævisögu hans um Halldór Laxness: „Hí á vinstrimenn! Útgáfuveisla, sem var haldin nýskeð til að fagna útgáfu ævisögu Hannesar H. Giss- urarsonar um Halldór Laxness, líktist engu fremur en risastóru híi á vinstrimenn. Í Rúbl- una, hina gömlu verslun Máls og menningar, helg vé vinstristefnu á Íslandi, streymdu vinir og vandamenn úr Sjálfstæðisflokknum og ríkti mikil kátína, svona eins og hjá glaðhlakkalegu hernámsliði. Mátti þar greina Davíð og hirð hans, ráðherraliðið, Kjartan Gunnarsson, Jón Steinar, Gunnlaug Sævar, fyrir nú utan valda bisnessforkólfa með sjálfan Björgólf Guð- mundsson í broddi fylkingar.“ Skilaboðin voru – sá hlær best sem síðast hlær! Þið áttuð menninguna lengst af en nú er- um við búnir að taka yfir, við höfum lagt undir okkur forlagið ykkar og nú ljúkum við því að hertaka uppáhaldshöfundinn ykkar, sjálft átrúnaðargoðið. Hannes undirstrikaði þetta svo í viðtali þar sem hann sagði vorkunnlátur að vinstri mönnum hefði verið margt ágætlega lagið í menningarefnum en varð svo skrítinn á svipinn og brosti því undurblíða brosi sem hann hefur lagt sér til hin síðari ár … gudnieli@hi.is ÞETTA HELST Sælir eru fátækir í anda Hannes H. Gissurarson Háskólabíó við Hagatorg • 107 Reykjavík • Sími 525 4003 • Fax 525 5255 • hu@hi.is • www.haskolautgafan.hi.is Frá Sýrlandi til Íslands Hér birtast þrjú rit sem tileinkuð eru hei- lögum Tómasi postula, Tómasarguð- spjall, Tómasarkver og Tómas saga postula sem öll eru talin eiga uppruna sinn í Sýrlandi. Um verkið segir Viður- kenningarráð Hagþenkis að það sé „ánægjulegt dæmi um afrakstur sam- starfs tveggja fræðimanna af ólíkum fræðasviðum“. Höfundar: Jón Ma. Ás- geirsson og Þórður Ingi Guðjónsson. Svo fagur- grænar og frjósamar Kristín Guðrún Jóns- dóttir og Erla Er- lendsdóttir völdu og þýddu. Smásagnasafn með sögum frá þremur eyríkjum í Karíba- hafi: Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveldinu. Sögurnar spanna 20. öldina og voru valdar með það í huga að gefa yfirsýn yfir helstu strauma og höfunda eyjanna á öldinni. Þær eru fjölbreyttar að efni og gerð og varpa ljósi á sögu og líf fólks á systureyjunum þrem- ur. Sögurnar fjalla um þræla, byltingar, sjálfstæðis- baráttu, kúgun, harðstjórn, ást, samkynhneigð, stöðu kvenna, sjálfsímynd og margt fleira. Ritstjórarnir skrifa inngang um sögu landanna og smásögunnar þar á tuttugustu öld. Hugur 20 árg. 2008 Þema Hugar á þessu tuttugasta afmælisári tímaritsins er kínversk heimspeki og endur- speglar það þá þörf að innleiða nýjar menning- arlegar áherslur í heim- spekina. Ritstjóri ræðir fyrst við hinn mikilsvirta samanburðarheimspek- ing og konfúsíska um- bótahugsuð, Henry Rosemont Jr., um þróun og áhrif konfúsíusarhyggju í samtímanum. Tvær frumsamdar greinar eftir íslenska höfunda um kínverska heimspeki er að finna í heftinu. Ragnar Baldursson skrifar fróðlegan inngang að einu vinsælasta kínverska heimspekiritinu á Vesturlöndum, Daodejing eða Bókinni um veginn og dygðina. Jón Egill Eyþórsson leiðir svo lesendur um undraheim eins torskildasta grundvallarrits kínverskrar heim- speki, Yijing, eða Breytingaritningarinnar. Auk þema- greinanna birtast í Hug að þessu sinni sjö greinar, en þar af eru sex frumsamdar af íslenskum heimspeking- um. Ritið 2 / 2008 Hlýnun jarðar Vísindamenn vara nú eindregið við að tími til aðgerða sé orðinn afar naumur, eigi börn okkar og barna- börn ekki að þurfa að þola meiri sviptingar í náttúrunni en þekkst hafa í manna minn- um. Þema Ritsins að þessu sinni tekur mið af þessu. Í heftinu setja virtir íslenskir raunvís- indamenn fram niðurstöður sínar um loftslags- breytingar og hlýnun jarðar. Þar að auki taka innlendir og erlendir fræðimenn til greiningar þá furðulegu orðræðu sem „afneitunariðnaður- inn“ gat af sér og helst má rekja til frjáls- hyggjumanna og áhrifa þeirra á fjölmiðla. Höfundar greina um hlýnun jarðar eru George Monbiot, Guðni Elísson, Halldór Björnsson og Tómas Jóhannesson, Snorri Baldursson og Þorsteinn Vilhjálmsson. Rithöfundur Íslands Alda Björk Valdimarsdóttir. Listamaðurinn og rithöfundurinn Hall- grímur Helgason hefur verið áberandi í íslensku menning- ar- og fjölmiðlalífi. Hann hefur sent frá sér ljóð, skáldsögur og leikrit, auk fjölmargra greina og pistla um margvísleg málefni sem lýsa sterkum skoðunum hans á íslenskri menningu og samfélagi. Í þessu verki er fjallað um skáldskaparferil hans og sjónum þá einkum beint að skáldsögunum Þetta er allt að koma, 101 Reykjavík, Höfundi Íslands, Roklandi og Herra alheimi, auk þess sem vikið er að ljóðasafni hans og leikritinu Skáldanótt. Verkin eru skoðuð í ljósi hugmynda um höfundarímyndina, bók- menntahefðina og karnívalið svo fátt eitt sé nefnt, auk þess sem fjölbreytileg staða Hallgríms í menn- ingarlífinu er könnuð. Nýtt Fólk Í þessari bók sinni fjallar Ragn- heiður Kristjánsdóttir um og leitar svara við ýmsum spurn- ingum um myndun íslensks þjóðríkis og stjórnmál á upp- hafsárum verkalýðshreyfingar 1901–1944. Í umsögn Viður- kenningarráðs Hagþenkis segir að verkið sé „frumleg nálgun á tveimur lykilþáttum íslenskrar samfélagsþróunar, þjóðernis- hugmynda og stéttaátaka“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.