Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2009, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2009, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 8 LesbókBÆKUR M ínir mennsku bræður, leyfið mér að segja ykkur hvernig það var.“ Þannig hefst frá- sögn Maximilien Aue af þætti sínum í heimsstyrjöldinni síðari í skáldsögunni Hinir vel- viljuðu eftir Jonathan Littell. Bókin vakti gríð- arlega athygli þegar hún kom út í Frakk- landi árið 2006 og fékk meðal annars Goncourt-verðlaunin. Bókin er skrifuð sem endurminn- ingar yfirmanns úr hinum ill- ræmdu SS-sveitum nasista. Aue er embættismaður og morðingi. Texti hans er menningarlegur með vís- unum í heimspeki og bókmenntir. Hann hneykslast á grimmd úkra- ínskra böðla, en er þó fulltrúi af- sprengi þess kerfis, sem sleppti óhugn- aðinum lausum. Persóna Aue er skáldskapur höfundar, en í bókinni koma fyrir raunverulegar persónur, þar á meðal Adolf Eichmann. Í raun má segja að Littell sé á höttunum eftir rótinni að „hversdagsleika illsk- unnar“ og því forvitnilegt að lesa bók hans í sam- hengi við frásögn Arendt af réttarhöldunum yfir Eichmann. Bók Littells hleypur á 1200 síðum og er því ekki árennileg. Hún er full af óhugnaði og því ekki auðveld lesning heldur. Umdeilt er hvort Lit- tell hafi tekist það ætlunarverk sitt að afjhúpa illskuna og ef til vill er það ekki hægt. Því hefur jafnvel verið haldið fram að Littell velti sér upp úr hryllingnum, en nær væri að segja að honum takist að lama lesandann með því að búa til persónu, sem finnst hið óhugsandi vera sjálfsagt. Hinir velviljuðu komu út á þýsku í fyrra og verður bókin gefin út á ensku nú um mánaðmótin hjá Harper. Þ ar hef ég séð mesta tvísýnu á lífi mínu,“ sagði bóndi einn úr Borgarfirði vestra, sem kom í heimsókn í Auðlegðarhús og hitti svo á að borð frú Tötru var alhlaðið bakkelsiskrásum, skraut- legum en að sama skapi vondum í maga, en einhver hafði logið því að bóndanum að hann yrði að bragða á hverri þeirra. Síðasti bitinn, hinn fjórtándi, stóð í honum og ætl- aði að kæfa hann, hóstaði hann og hóstaði og var barinn í bakið. Þá kom bitinn upp og með honum allar þær vondu bakningar sem ofaní hann höfðu farið. Upp úr því hófst vandræðaleg þögn, því Tötru var annt um heiður þessa húss, sem svo vítt var til veggja og hátt til lofts. Í stað þess að taka á móti heimskum bændum utan af landsbyggðinni, sem trúðu öllu sem í þá var logið af óprúttnu fólki og kunnu sér ekki magamál, voru nú haldnar stórveislur sem oftast í viku; með glasaglaumi og háværum hlátrum og vissi enginn neitt um tilganginn, hafi hann þá verið nokkur. Í veislur þessar komu ilmsm- urðir herrar, dökkir á brún og brá, sýndust gljáandi allir, í tali þeirra vottaði ekki fyrir neinu eddubornu né íslend- ingasögubornu, né heldur talhreimi ættuðum úr Borg- arfirði vestra (kotahreimi), heldur var sá hreimur sem þeim var tamastur mjög svo bandarískur í eðlisfari og hlátrarnir sem þeir settu upp við lík sem ólík tækifæri virtust gömlum íslenskum konum holir að innan, eigandi ekki við eitt né neitt, uppgerð, fíflalæti.“ Auðlegðarhús Í bókinni Tötra í glettingi, sem kom út hjá Ljóðhúsum 1973, er að finna lýsingu höfundarins Málfríðar Einarsdóttur á Auðlegð- arhúsi, þar sem „engum manni er líft, nema hann gætti sín og sökkti sér nið- ur í gleðilega útreikninga um auð sinn og gróða [...]“. Þjóðfélagsádeilan er jafnskýr nú og þá. Rithöfundur Málfríður Einarsdóttir. H annah Arendt fór til Jerúsalem fyrir tíma- ritið The New Yorker til að fjalla um rétt- arhöldin yfir Adolf Eichmann árið 1961 og upprunalega birtust þær greinar, sem síðar urðu að bókinni Eichmann í Jerúsalem, þar. Skrif Arendt um réttarhöldin vöktu mikla reiði í röðum gyðinga, ekki síst fyrir þær sakir að hún veltir fyr- ir sér hvort svokölluð gyðing- aráð í Þýskalandi á tímum þriðja ríkisins hafi í raun greitt götu nasista. Í undirtitli bókarinnar er að finna frægustu og jafnframt umdeildustu orð Arendt. Hún kallar ritið frásögn um „hversdagsleika illskunnar“. Það var lýsingin á Eichmann sem iðnum, „hversdagslegum“ embættismanni sem kallaði fram hörðustu gagnrýnina. Við lá að Arendt yrði útskúfuð. Í Ísrael kom bókin ekki út á hebresku fyrr en 1999, 36 árum eftir að hún var gefin út í Bandaríkjunum. En harðast var veist að bókinni og höfundi hennar í Bandaríkjunum. Hún kvaðst síðar sjá eftir að hafa notuð tiltekin orð í bókinni, í raun hefði hún egnt gildruna og gengið í hana sjálf. Eftir á að hyggja hefði hún skrifað bókina með öðrum hætti. Eichmann í Jerúsalem er hins vegar sláandi frásögn af rétt- arhöldunum í bland við heim- spekilegar vangaveltur um það hvernig eigi að taka á „glæpum sem fyrirfinnast ekki í lagabók- um og glæpamönnum sem ekki hafa átt sinn líka í nein- um réttarsal ... “ og „hvernig dómstólnumí Jerúsalem tókst að uppfylla kröfur réttvísinnar“. Eichmann í Jerúsalem | Hannah Arendt Hversdagsleiki hins illa V akning hefur orðið gagnvart verkum þýska heimspekingsins Hönnuh Arendt. Ævi hennar markaðist af hild- arleikjum 20. aldarinnar. Hún fæddist í Þýskalandi og gekk þar í háskóla, naut leið- sagnar Karls Jaspers og ásta með Martin Hei- degger. Arendt, sem er gyðingur, slapp úr klóm nasista í stríðinu og komst til Bandaríkj- anna 1941 og tókst þar að marka sér sess. Ára- tug eftir komuna til Bandaríkjanna gaf Arendt út eitt sitt helsta verk, Uppruna alræðisins (The Origins of Totaltarianism). Bókin skiptist í þrennt, fyrsti hlutinn um ant- ísemitisma, annar um heimsvaldastefnuna og sá þriðji um alræðið, þar sem hún fjallar bæði um Þýskaland nasismans og Sovétríkin. Í henn- ar huga töldust Sovétríkin fullgilt al- ræðisríki, en þriðja ríkið ekki. Fjöldinn er forsenda alræðis og hann var fyrir hendi í Rússlandi, en ekki í Þýskalandi. Hefði Hitler hins vegar tekist ætlunarverk sitt hefði hann getað komið á alræð- isríki. Arendt nefnir sérstaklega Indland og Kína í bókinni sem dæmi um lönd þar sem alræði gæti náð fótfestu. Hins vegar hafi hvorki Mussolini komið á alræði á Ítalíu né Franco á Spáni. Viðfangsefni Arendt er að hluta til hvernig breyta má venjulegu fólki í fjöldamorðingja. Hvernig gerist það að fólk, sem aldrei hefur brotið lögin – ekki einu sinni látið það hvarfla að sér – verður að fúsum samverkamönnum í að murka lífið úr náung- anum? Hin hliðin á spurningunni lýtur að því hvernig einstaklingur getur þrifist í slíku sam- félagi án þess að verða samdauna því, hvernig hann heldur í siðferðisvitund þar sem hið glæp- samlega hefur verið leitt í lög og gert að grund- vallaratriði í samfélaginu. Það er til marks um innsæi hennar að enn í dag er mikið leitað í skrif hennar. Birtingarmyndir viðfangsefnis hennar einskorðast ekki við Hitler og Stalín. Þær er að finna í hryllingsverkum Maós í Kína og Pols Pots í Kambódíu og í lok tuttugustu ald- arinnar í fjöldamorðum Hútúa á Tútsum í Rú- anda og morðum Serba á múslímum á Balk- anskaga í lok 20. aldarinnar. Arendt lýsir hvernig nasistar hófust handa við að grafa undan gyðingum í Þýskalandi. Fyrsta skrefið var að gera þá landlausa því að fólk, sem á enga hlutdeild í hinu pólitíska samfélagi á ekkert tilkall til að lög þess veiti þeim vernd. Þetta þekkti Arendt af eigin raun. Arendt segir sjálf frá því að áherslan í fjölskyldu sinni á aðlögun hafi ver- ið svo rík að í æsku sinni hafi hún aldrei heyrt orðið „gyðingur“ inni á heimilinu. Orðið heyrði hún fyrst á götunni þegar aðrir krakkar hrópuðu að henni ókvæðisorð vegna þess að hún var gyðingur. Arendt þurfti bæði að berj- ast gegn fordómum í garð kvenna og gyðinga í Þýska- landi. Skrifað hefur verið um samband hennar við Heidegger, sem gnæfði yfir aðra heimspekinga í Þýskalandi þegar hún var í námi. Kynni þeirra leiddu til ástarsambands, en þegar nasistar komust til valda gerðist Hei- degger hallur undir málstað þeirra. Í bréfi til Arendt sagði hann að nasisminn myndi aldrei snerta samband þeirra, en afneitaði ekki stuðn- ingi sínum við málstað þeirra. Síðar gekk hann í nasistaflokkinn og varð háskólarektor í Freib- urg. „Vart er að finna þátt í samtímasögunni sem er jafnpirrandi og jafnmikil ráðgáta og sú stað- reynd að af öllum hinum miklu, óleystu póli- tísku spurningum þessarar aldar skuli hið að því er virðist smáa og þýðingarlitla gyð- ingavandamál njóta þess vafasama heiðurs að hafa sett af stað vítisvélina,“ skrifar Arendt í Uppruna alræðisins. „Slíkt misræmi á milli or- sakar og afleiðingar ofbýður heilbrigðri skyn- semi okkar, að ekki sé talað um tilfinningu sagnfræðingsins fyrir jafnvægi og samhljómi. Þegar horft er til atburðanna sjálfra líta allar útskýringar á antísemitisma út eins og þær hafi verið soðnar saman í flýti og kæruleysislega, til að breiða yfir málefni, sem af slíkum þunga ógnar tilfinningu okkar fyrir samhengi og von okkar um geðheilsu.“ Adam Kirsch fjallar um það að svipta fólk hlutdeild í sam- félaginu í grein, sem birtist í janúar í tímaritinu The New Yorker, sama blaði og Arendt skrifaði í frægar greinar sínar um réttarhöldin yfir Adolf Eich- mann í Jerúsalem. „Það er þessi innsýn sem gerir Arendt að hugsuði með skírskotun til okk- ar tíma vegna þess að mis- heppnuð ríki hafa hvað eftir annað orðið vettvangur fjölda- morða,“ skrifar Kirsch. „Hún afhjúpar með miskunnarlausri röksemdafærslu hvers vegna það reynist svo oft vonlaust að höfða til „mannréttinda“ eða „alþjóðasamfélagsins“ þegar neyð blasir við í mannúðarmálum. „Réttindi mannsins höfðu, þegar öllu var á botninn hvolft, verið skilgreind sem „óafsalanleg“ vegna þess að þau áttu að vera óháð öllu stjórnvaldi,“ skrif- ar hún í Upprunanum, „en reyndin var sú að um leið og manneskjan hafði ekki eigin rík- isstjórn og varð að reiða sig á lágmarksréttindi sín, var ekki stjórnvald eftir til að vernda þau og engin stofnun var reiðubúin að tryggja þau.“ Þetta er einmitt það sem gerðist í Júgóslavíu og Rúanda og er nú að gerast í Darfur. Þjóð- armorð er pólitískt vandamál, heldur Arendt fram, og verður aðeins leyst með pólitískum hætti.“ Enn eiga þessi orð Hönnuh Arendt við; ekkert stjórnvald er tilbúið að vernda mann- réttindi þegar á hólminn er komið og engin stofnun tilbúin að tryggja þau. Arendt lýkur Uppruna alræðisins þó á nótum vonar: „En eftir stendur einnig sá sannleikur að hverjum endalokum í sögunni fylgir einnig nýtt upphaf; þetta upphaf er fyrirheitið, einu „skilaboðin“ sem endalok geta nokkurn tímann getið af sér. “ Hún segir að þetta upphaf sé tryggt í hvert skipti sem barn fæðist; í reynd beri hver maður þetta upphaf í sér. kbl@mbl.is Uppruni alræðisins | Hannah Arendt Vítisvélar og réttleysi BÆKUR VIKUNNAR KARL BLÖNDAL Hinir velviljuðu | Jonathan Littell Hrollvekjandi endurminningar Uppruni alræðisins „Viðfangsefni Arendt er að hluta til hvernig breyta má venjulegu fólki í fjöldamorðingja“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.