Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2009, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2009, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 Lesbók 5TÓNLIST H ljómar eins og áttræður appalísusöngv- ari sem hefur séð tímanna tvenna.“ „Með rödd eins og endurholdgaður gospel-prestur frá millistríðsárunum.“ Þannig er söngrödd William Elliot Whitmore lýst, en þessi ekki enn þrítugi Bandaríkjamaður þykir með merkustu „americana“-listamönnum samtímans. Söngröddin er að sönnu mögnuð, nokkur konar túrbóútgáfa af rámri rödd meistara Tom Waits. Gildi hans var undir- strikað er útgáfa Waits, ANTI- ákvað að gefa út nýjasta ópus hans, Animals in the Dark, sem kom út í vikunni. Whitmore ólst upp við bakka Mississippi á hestabúi og segir sagan að hann hafi verið að róta fyrir harðkjarnasveit eina sem klár- aði iðulega tónleika sína á tuttugu mínútum. Til að fylla upp í dag- skrána settist Whitmore niður með banjóið sitt og lék draugalegar, þjóð- lagaskotnar ballöður sem sóru sig í ætt við þjóðlagablúsinn sem var ástundaður í nefnd- um Appalasíufjöllum. En Whitmore er ekki allur þar sem hann er séður. Án þess að ætla að ganga svo langt að kalla þetta kits („kitsch“) eins og Odd Ner- drum hefur lýst sinni list, hefur Whitmore svo sannarlega húmor fyrir þessum linnulausu söngvum sínum um dauðasyndir og önnur minni úr gotneskum afkimum suðurríkj- anna. Þessu til stuðnings bið ég væntanlega hlustendur að taka vel eftir á 44. sekúndunni í opn- unarlagi plötunnar, hinu magnaða „Mutiny“, en þar er að finna stór- glæsilega vísun í sjálfan Snoop Dogg. Tær snilld! Aðdáendur Tom Waits og O Brother …. mynd Cohen-bræðra verða ekki fyrir vonbrigðum með Whitmore. Animals In The Dark | William Elliot Whitmore Rödd að handan E ftir að hafa legið í eymd í tæpan áratug með stöðugum vangaveltum um lífið, ástina og visnuð kynlífssambönd breytti tónlistarmaðurinn Bill Callahan skyndilega um stefnu á áttundu breiðskífu sinni, Knock Knock. Þá hafði pilturinn gefið út sjö breiðskífur undir listamannsnafni sínu Smog er allar áttu það sameiginlegt að vera eins konar óður til naum- og þráhyggjunnar. Það er að segja þær hljómuðu allar eins og pilturinn hefði hljóðritað þær upp á eigin spýt- ur og væri að tappa af vanlíðan sinni með því að umbreyta henni í angurvær, oft kaldhæðn- isleg lög þar sem hann gerði erfitt persónulegt líf sitt að yrkisefni. Þær voru að miklu leyti sérplægnisleg tilfinningafróun og vel hægt að ímynda sér að Callahan hafi nýtt sér tónlist- arsköpun sem sjálfsþerapíu. Til allrar lukku var útkoman oftast hin áheyrilegasta. En það var annað upp á teningnum á plöt- unni Knock Knock er kom út árið 1999. Yf- irbragðið var mildara og bjartara. Heildin var samofnari og meira æðruleysi og jafnvel lífs- gleði einkenndu textasmíðar. Þetta sást strax á lagatitlum og textum á borð við Let’s Move to the Country og I Could Drive Forever þar sem mátti greina að hugur Callahans væri byrjaður að leitast við að sættast við fortíð sína og slíta sig frá henni. Keyra inn á ný óþekkt mið. Þetta má líka greina í einum besta slagara plötunnar, Cold-Blooded Old Times, er m.a. má heyra í kvikmyndinni frábæru High Fidelity. Afar glaðvært lag á upp- sveiflunni, skreytt grípandi rytma og söngmel- ódíu er fjallar þó um einhvers konar of- beldi á æskuheimili Callahans. Afar kald- hæðnislegt. Samt má greina vott í texta- brotinu af skilningi og sátt við misgjörðir for- eldranna. And though you were just a little squirrel, you understood every word. And in this way, they gave you clarity, a cold-blooded clarity. Cold-blooded old times … Though how can I stand, and laugh with the man, who redefined your body? Annað uppgjör við fortíðina er lokalagið Left Only With Love sem er greinilega tilraun Callahans til að halda sambandi sínu við fyrr- verandi ástkonu á vingjarnlegum nótum eftir erfiðan skilnað, er hefur þó átt sér stað löngu áður. Textinn allur er síendurtekin lína, sungin í kyrrð (án sjálfsvorkunnar) yfir einföldu, lágstemmdu gítarstefi: I’m left only with love for you. You did what was right to do. And I hope you find your husband, and a father to your children. Tvær aðrar ástæður geta verið fyr- ir hinu nýja léttara yfirbragði Smog á Knock Knock-plötunni. Sú fyrri að upptökustjórn var nú í fyrsta skipti í hönd- unum á Jim O’Rourke, afar tilraunaglöðum tónlistarmanni og upptökustjóra er hafði þá m.a. unnið með Wilco, Thurston Moore og Ste- reolab. Síðar átti hann eftir að verða inn- leiddur í Sonic Youth og hljóðblanda meist- araverk Joönnu Newsom (núverandi kærustu Callahans) er hét því skemmtilega nafni Y’s. Hin ástæðan gæti verið þáverandi ást- arsamband hans við tónlistarkonuna Cat Po- wer, en margir hafa haldið því fram að hvæs- andi kötturinn á kápu plötunnar sé óður til hennar. Sjálfur greindi Callahan frá því í við- tölum að kápan væri tilvísun til tveggja trúar- setninga zen-búddisma, þar sem lífinu er líkt við eldingu eða öskur villikattarins. Það eitt gefur vísbendingar um að Callahan hafi á þessum tíma verið að þreifa fyrir sér í and- legum málefnum. Er gæti þá skýrt hið ný- fundna æðruleysi er skín í gegnum lög plöt- unnar. En hvað sem það var … nýfundin ást, nýjar þreifingar í andlegum málefnum eða næm leiðsögn Jims O’Rourkes, varð útkoman tímalaust þrekvirki. biggi@mbl.is Þ að er svo merkilegt með blessaða Svíana að þó að þeir séu höfundar að einum áhrifamesta öfgarokkshljómi sögunnar (Gautaborgarhljómurinn) og flippuðu, skringi- legu poppi (Cardigans, Ray Wonder) ná þeir samt að vera rúðustrikaðir í geðveikinni. Þegar ég ræddi eitt sinn við Björn Yttling, meðlim hinnar stórgóðu og framsæknu sænsku popp- sveitar Peter Bjorn and John, var hann pollró- legur yfir árangri sveitarinnar, líkt og allt hefði verið fyrirséð fyrir löngu síðan á excel-skjölum. Það gæti þó verið að stúlknabandið Those Dancing Days, sem er skipað kornungum stúlkum úr út- hverfum Stokkhólms, setji smá- snúning á þennan stimpil sem Sví- ar hafa á sér. A.m.k. heyrist manni lítið vera um útreikninga þegar maður hlýðir á einu breiðskífu sveit- arinnar til þessa. Þvert á móti virðist sköpunin einlæg, barnsleg og bláeygð en stúlkurnar eru enn á táningsaldri. Tónlistin minnir eilítið á Seattletríóið Smoosh eða jafn- vel glaðvært indípopp hinnar mögnuðu ís- lensku sveitar The Bag of Joys. Tónlistin er á vissan hátt blómum skrýdd og næf en um leið eru flestir þættir á tand- urhreinu (þarna erum við líklega komin að sænska vinklinum). Spilamennska er þannig góð, hljómur sömuleiðis og lagasmíðarnar glúrnar nokk og vel melódískar. Söngkonan gerir þá mikið fyrir bandið, hún gefur lögunum kynþokkafullan blæ um leið og í henni er tregi mikill og tilfinn- ingasemi. Svona indíútgáfan af Duffy. Mikið hefur verið látið með sveitina í helstu poppbiblíum en vonandi nær hún að svamla í gegnum nýjabrumið. Það er meiri vigt í þessu en svo að þetta sé eingöngu „flippað“ stúlknaband. In Our Space Hero Suits | Those Dancing Days Með sænskum gæðastimpli Þ að er merkileg lenska í samtíma dægur- tónlist að ef menn eru sæmilega iðnir við sköpun á milli ca tvítugs og upp í tutt- ugu og fimm ára er gjarnan talað um þá sem undrabörn. En það er eiginlega merkilegra að aldrei geta svo þessir tilteknu einstaklingar losað sig við stimpilinn og ganga með hann fram undir fertugt. Conor Oberst, hinn fjölkunnugi leiðtogi Bright Eyes er einn sem ber óstoltur þennan titil en hann er nú kominn undir þrítugt. Af einhverjum sökum hafa viðmiðin í þessu breyst, t.a.m. voru Bítlarnir enn undir 25 ára aldri þegar þeir gerðu sín bestu verk. George Harrison var 24 þegar Sgt. Pepper kom út og Bob Dylan var á sama aldri þegar hann gaf út tímamótalagið „Like a Rolling Stone“. Aldrei er talað um undrabörn í þessum tilfellum. Zach Gordon, leiðtogi Beirut, er eitt af þess- um nútíma undrabörnum. Eiginlega Sindri „Seabear“ þeirra Bandaríkjamanna. Hann er nýskriðinn yfir tvítugt en leiðir eina almerkileg- ustu „rokksveit“ samtímans, Beirut. Gordon er fæddur í Santa Fe, Nýju Mexíkó, og hefur í gegnum þá sveit leikið sér með mismun- andi tegundir af heimstónlist, t.a.m. balkantónlist og mexíkóska tónlist. Úrvinnsla öll er þó með hætti og fagurfræðilegu viðhorfi neðanjarðarrokkarans og sú „að- ferðafræði“ hefur getið af sér nokk einstaka tónlist, sjá t.a.m. hina mögn- uðu Gulag Orkestar frá 2006, frum- burð Beirut. Tónlistin þar hefur verið felld í flokk ný-balkantónlistar (neo-balkan) sem hefur verið vinsæl í stórborgum Vesturlanda, einkum Bandaríkjanna, hin síðustu ár. Kornungur hljóðritaði Gordon þrjár plötur inni í herberginu sínu sem innihéldu allt frá dú- voppi yfir í rafpopp. Gulag Orkestar hljóðritaði hann sömuleiðis mestan part einn. Umtal og lofgjarðir um plötuna fóru eins og sinueldar um bloggheima og fyrr en varði tóku stöndug mark- aðsblöð að hampa pilti sem snillingi. Hljóm- sveitin Beirut fæddist meðfram þessu sem er meira lausleg hljómsveitarumgjörð utan um verkefni Gordons. Á næstu plötu, The Flying Cup Club, var það svo frönsk sönglagahefð sem var sett undir mælikerið. Virknin hefur verið mikil undanfarin misseri en meðfram breiðskíf- unum komu og stakar stuttskífur. Nýja útgáfan er í formi tvegga stuttskífa eða EP-platna og eru þær afar ólíkar að gerð. March of the Zapotec er stillt fram sem „burðarplöt- unni“ en hún inniheldur lög eftir Gordon, undir afar sterkum áhrifum frá mexíkóskri þjóðlaga- tónlist. Gordon flaug til Mexíkó, ferðaðist til smáþorpsins Teotitlan del Valle og tók upp með jarðarfararbandinu á staðnum, hinni nítján manna The Jimenez Band. Hin platan er hins vegar tölvupopp, brennimerkt Realpeople, verk- efni sem Gordon var að sýsla með löngu áður en Beirut varð að veruleika. Gordon hefur sjálfur sagt að það að gefa út svona ólíkt efni saman kunni að virðast fáránlegt en útgáfan lýsi honum sem tónlistarmanni um leið býsna vel þar sem allur tónlistar- heimurinn er undir. Hvað næst? Rímur með Steindóri Andersen? arnart@mbl.is March of the Zapotec/Holland EP | Beirut PLÖTUR VIKUNNAR ARNAR EGGERT THORODDSEN Undur Zach Condon losnar ekki við undrabarns- stimpilinn í bráð. Mexíkóskur hornablástur … og fleira Losnað úr viðjum sjálfsvorkunnar POPPKLASSÍK BIRGIR ÖRN STEINARSSON Eftir sjö breiðskífur á jafnmörgum árum gaf einsmannssveitin Smog út plötuna Knock Knock árið 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.