Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2009, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2009, Blaðsíða 3
É g var í tvö ár hjá Kristni, sem var mjög góður kenn- ari og mér góður, lét mig spila Bach mikið og sagði svo þegar ég hætti hjá honum að ég yrði að fara í Tónlistarskólann í Reykjavík til að læra teo- ríuna. Ég var þá farinn að semja lög og reyna að skrifa þau niður og sýndi honum – en vildi ekki segja að ég hefði búið þessi lög til. Sagðist hafa fundið þau í bók. Hann vissi betur. Stundum spurði hann: Hefur þú ekki fundið neitt í bókum nýlega? Ég sendi lög í samkeppni sem haldin var vegna lýðveldisstofnunarinnar 1944. Það kom ekkert út úr því nema Kristinn sá nót- urnar og þekkti handskriftina mína. Hann hringdi þá í mömmu og sagði: „Þú verður að senda strákinn í tónlistarskóla.“ Þá var ég 15 ára.“ Jón Ásgeirsson, Mbl. október 2008 Þannig verða tónskáldin tónskáld Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Þ að dylst varla nokkrum þeim sem fylgj- ast með íslensku tónlistarlífi, að þar er ekki allt eins og best verður á kosið. Ágreiningur milli tveggja aðildar- félaga STEFs, Félags tónskálda og textahöfunda, FTT, sem hýsir tónskáld sem semja dægurtónlist, og Tónskáldafélags Íslands, TÍ, félags tónskáldanna sem semja „alvarlega“ tónlist, um það hvernig meta eigi tónlist til greiðslna er ein birtingarmynd ástandsins og „pirringur“ félaganna hvors í annars garð hefur verið undirliggjandi lengi. Maður hlýtur að spyrja sig hver munurinn sé á tónskáldi og tónskáldi, og hvers vegna þurfi tvö félög fyrir fólk sem semur tónlist. Til að geta lagt mat á framtíð tónskáldsins og tónlistarinnar, þarf að skoða hvaðan nútíminn kemur. Skiptir menntun máli? Frá upphafi hefur munurinn á félögunum tveim- ur vegið þyngst í menntuninni. Félagar í TÍ eru langflestir langskólamenntaðir í klassískri tón- list. Flestir semja þeir viðameiri tónverk og lengri, en sumir auðvitað líka stutt lög og dæg- urlög. Menntunin er grundvallaratriði hjá þeim tónskáldum sem semja lengri verk, eins og hljómsveitarverk, en annars konar menntun er nauðsynleg þeim sem semja raftónlist, þótt oft fari saman hjá þeim klassísk menntun og kunn- átta í rafrænni tónsköpun. Menntun í tónlist er óljósara gildi í dægur- tónlist. Músíkölsk manneskja getur samið lag vandræðalaust án menntunar í tónlist. Þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf verða, meðan fyrirbærið „lag“ er það sem mestöll tónlist snýst um. Þar með er ekki sagt að þeir sem semji dæg- urtónlist séu yfirleitt ómenntaðir í tónlist; þvert á móti, þar eru langskólaðir í klassískri tónlist, djassi, popptónlist, og í hljóðfæraleik eða söng, en kunnátta í hljóðfæraleik eða söng vegur mun þyngra í starfi tónskálds dægurtónlistarinnar en hinna tónskáldanna. Margir þeirra sem semja dægurtónlist hafa þó ekki formlega menntun í tónsmíðum eða „lagasmíðum“ en læra sitt fag með því að „gera“ og geta það fullkomlega vel. Menntunin er ekki skilyrði þess að tónlist geti orðið til. Frá alda öðli hefur fólk menntað sig sjálft í tónlist, numið af öðrum, eða „pikkað upp“ það sem hugurinn stendur til. En menntun er hvorki ávísun á gæði, né það að einhverjum hug- nist að hlusta á tónverk, stórt eða lítið. Hins veg- ar er menntunin grundvöllur þess að tónskáld geti samið ákveðnar tegundir tónlistar, lotið reglum hefða og kunnað skil á fræðilegum bak- grunni tónlistarinnar og aðferðafræði. Til þess er menntunin mikilvæg, í öllum tegundum tónlistar, þótt veruleikinn sýni að síst reyni á hana í dæg- urtónlist. Tónskáld og tónlistarmaður? Sú var tíðin í klassískri tónlist, að tónskáld voru undantekningarlítið jafnframt starfandi tónlist- armenn og léku á hljóðfæri – voru mörg afburða- hljóðfæraleikarar, eða voru hljómsveitarstjórar, og voru jafnvel allt þetta í senn. Tónskáldin voru í daglegri snertingu við tónlistina. Með módern- isma síðustu aldar og meiri áherslu á fræðilegan bakgrunn tónlistarinnar fór þetta smám saman að breytast. Mikilvægara varð fyrir tónskáld að kunna skil á hugmyndafræði avant garde-listar, seríalisma, mínimalisma og öðrum stefnum og straumum sem ruddu sér braut, því gerjunin í fræðunum var gríðarlega mikil. Frumleiki og fræðileg þekking urðu tónskáldum nauðsynlegri verkfæri við sköpun tónlistar, en að vera flink í hljóðfæraleik. Eftir tvær heimsstyrjaldir var starf tónskáldsins breytt og áherslan önnur. Í dag er staðan sú, að þótt vissulega séu til tón- skáld sem jafnframt eru í fremstu víglínu virkra flytjenda tónlistar, þá eru hin fleiri sem eru það ekki. Það er því eðlilegt að spyrja hvort og þá hvernig sú þróun hafi haft áhrif á sköp- unarverkið – tónlistina. Sögur tónlistarfólks af því að tónskáld skili til þeirra verkum sem séu svo erfið, að augljóst sé að þau beri ekki skyn- bragð á möguleika túlkandans, styðja þetta, en þó má ekki gleyma því að það liggur í eðli sköp- unarinnar að tónskáld vilji reyna nýjar leiðir og og geri kröfur til flytjenda um að þeir reyni á við- urkennd mörk sín. Auk þess eru þekkt dæmi úr tónlistarsögu fyrri alda um að tónskáld hafi gert nánast óbærilegar kröfur til flytjenda og nægir þar að nefna Beethvoen og níundu sinfóníuna, þar sem gerðar eru nánast ómannlegar kröfur til mannsraddarinnar. Þegar að dægurtónlistinni kemur, snýst dæm- ið við. Flestir þeir sem semja slíka tónlist iðka hana jöfnum höndum sem hljóðfæraleikarar eða söngvarar og oft hvorttveggja. Þá er eiginlega sama hvert litið er, grundvallareining dæg- urtónlistarinnar, „hljómsveitin“, er með sinn lagasmið, eða lagasmiði innanborðs. Fyrir þá sem semja dægurtónlist er auðveldasta leiðin til að koma henni á framfæri, að stofna band eða standa upp og flytja hana sjálfur. Dægurtónlistin í dag lifir í gegnum apparatið sem hljómsveitin er, með grundvallarmiðlunum: söng, gítar, bassa og trommum, oft hljómborði, og jafnvel fleiri hljóðfærum með tilbrigðum. Í grundvallaratriðum og í langflestum til- fellum, er aðferðafræði í tónsmíðum mismunandi eftir því hvort samin er dægurtónlist eða önnur tónlist. Dægurtónlist hefur í flestum tilfellum til þessa verið smíðuð beint á hljóðfærin, án þess að notað sé hjálpartækið sem kallast nótnaritun, sem er hins vegar grundvallargagn í hinni „al- varlegu“ klassísku hefð. Í öllum greinum tónlistar færist það þó mjög í vöxt að tónlist sé samin með öðru hjálpartæki, tölvunni. Með notkun tölvunnar, færast tónskáld sumpart nær hvert öðru í aðferðafræði tónsmíð- anna. Vinnubrögðunum svipar meira saman, þótt útkoman geti verið á ýmsa lund. Rafvæðing tónlistarinnar Alvarlegu tónskáldin riðu á vaðið með að nota rafmagn og tölvur við tónsmíðar, strax um miðja síðustu öld. Tilgangurinn var þá fyrst og fremst að nota hljóðin sem hægt var að skapa með þeim í tónsmíðarnar. Rafmagnið var notað á skapandi hátt, ekki sem hjálpartæki. Rafvæðing dægur- tónlistarinnar laut hins vegar fyrst að ytri þátt- um hennar, þegar hljóðfærunum var stungið í samband. Það var varla fyrr en með tilkomu heimilistölvunnar að farið var að nota tölvuna sem almennt verkfæri við smíðina, hægt varð að vista upptökur í tölvu og vinna þær þar, sampla hljóð, spila, jafnvel skrifa útkomuna út á nótum. Þær tilraunir sem „alvarlegu“ tónskáldin höfðu verið að gera með notkun rafhljóða, rötuðu ekki að marki inn í dægurtónlistina fyrr en með ný- bylgjunni undir lok áttunda áratugarins og á þeim níunda, í „synthpoppinu“ (þar sem marg- víslegir hljóðgervlar voru notaðir af hljómsveit- um á borð við Kraftwerk og, Human League). Reyndar má rekja tilraunir með rafhljóð í dæg- urtónlist allt aftur til Bítlanna og í gegnum pro- grokksveitir eins og Pink Floyd til nýbylgjunnar. Heimsþorpstónlistin En fleiri þættir skipta máli þegar staða tón- skálda og tónlistar í dag er skoðuð. Með gríð- arlegri markaðssókn í kjölfar ódýrari tækni við upptökur og plötuvinnslu, hefur Vesturlanda- búinn nánast alla heimsins tónlist í hendi sér. Orðið „framandi“ hefur úrelst hratt í tónlistinni. Ef til vill er þetta aðgengi að alls lags tónlist sá þáttur sem mest hefur haft áhrif á alla vestræna tónlist, en „alvarleg“ tónskáld höfðu þó sýnt etn- ískri tónlist áhuga fyrr. Síðustu áratugir hafa verið merkilegur bræðslupottur tegundanna. Arabískir innflytj- endur í Danmörku spila rapp, Japani spilar blús á þjóðarhljóðfærið shamisen, íslenskt tónskáld semur konsert undir balkönskum áhrifum. Það sér ekki fyrir endann á þróuninni, og mál manna að skil milli tónlistargreina séu að mást út, rétt eins og skilin milli listgreina. Félögin tvö TÍ og FTT Það má ekki gleyma því þegar talað er um stöðu félaganna í dag, að það voru „alvarlegu“ tón- skáldin sem áttu frumkvæði að réttindabaráttu þeirra sem semja tónlist. Það voru tónskáld sem sum höfðu hlotið tónlistarmenntun erlendis, með Jón Leifs í fararbroddi, sem stofnuðu TÍ árið 1945.Það er líka mikilvæg staðreynd að í þá daga hafði dægurtónlist ekki nærri sama menningar- og samfélagslega vægi og hún hefur í dag. Það þótti ekki „list“ að semja dægurlög, jafnvel ekki meðal þeirra sem hana sömdu. En tímarnir breyttust. Þegar FTT var stofn- að, 1981, hafði dægurtónlistin öðlast mun veiga- meiri sess í samfélaginu og var löngu orðin mik- ilvægur þáttur í daglegu lífi fólks. Í dag er það viðurkennt að dægurtónlist getur haft listrænt gildi og talist „list“ rétt eins og önnur listaverk. Munurinn á tónskáldi og tónskáldi Beethoven eða Stones Í dag er það viðurkennt að dægurtónlist getur haft listrænt gildi og talist „list“ rétt eins og önnur listaverk. Maður hlýtur því að spyrja hvers vegna þurfi tvö félög fyrir fólk sem semur tónlist. Í grundvallaratriðum eru öll tónskáld að fást við það sama – að semja tónlist. Arabískir innflytjendur í Danmörku spila rapp, Japani spilar blús á þjóðarhljóð- færið shamisen, íslenskt tónskáld semur konsert undir balkönskum áhrifum. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 Lesbók 3TÓNLIST É g lærði á gítar í gamla daga, lærði hljómfræði og tónfræði og kunni grunninn að öllu sam- an. Ég keypti mér síðan magnaðar kennslubæk- ur um þessi fræði, las fjórar bækur með tón- dæmum og tilheyrandi sem kenndar eru í klassískum fræðum í tónlistarskólum,“ seg- ir Barði, en hann er þeirrar manngerðar að ef hann tekur sér eitthvað fyrir hendur er það unnið af miklum krafti og fátt annað kemst að á meðan. Ég hef unnið við tónlist eingöngu í rúman áratug, dag og nótt í alls konar tónlist, og ég held að sú reynsla skili sér alveg eins mikið og að hafa verið að lesa kennslubækur í skóla. Reynslan kennir manni oft meira heldur en lestur bóka. Best er þó að hafa hvort tveggja.“ Barði Jóhannsson, Mbl. maí 2006 J assinn, eins og hann er í dag, er eitt áþreifanlegasta dæmi um hrörnun sem hugsast get- ur. Ekki er þó svo að skilja, að jassinn hafi nokkurntíma haft nokkurt listrænt gildi að flytja - nei, en það var hins vegar hægt að búast við því að hann þróaðist með tímanum eins og hver önnur stefna. En það virðist ekki ætla að fara svo. Það, sem mest er áberandi við jassinn í dag, er, hvað hann er alltaf meir og meir að missa fótfestuna, þ.e.a.s. fjarlægjast það að vera ekkert annað en jass. Þetta er einmitt það hættulega við hann.“ Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari í tímariti Félags íslenskra tónlistarmanna, Tónlistinni, sem kom út 1942-1946 Það hættulega við djassinn J azz“ er nautn fyrir þá sem lítið eru þroskaðir í músík eða hafa frumstæðari músíkgáfu en siðað fólk almennt. Æðri tónlist er enn meiri nautn, er jafnvel þroskar tilfinningar fólks- ins. „Jazzinn“ þroskar ekki tilfinningarnar heldur æsir þær. Hrein tónlist er unaður, „jazzinn“ æsingur, enda er þróunarsaga „jazzins“ vægast sagt ekki falleg. „Jazzinn“ er sterk áhrif frá negrunum og er ósköp eðlilegt, ég hef jafnvel heyrt að í Ameríku væru til negrar sem eru mannætur í þriðja lið. E.K. í Þjóðviljanum 2. apríl 1943, þar sem hann eða hún kvartar yfir því að ættjarðarlögin hafi horfið fyrir jazztakti villimannsins. Djass er æsingur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.