Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2009, Blaðsíða 6
Heilög Jóhanna og
Evrópusambandið
Eftir Einar Má
Jónsson
einarmarjonsson@gmail.com
1
Fyrir allmörgum árum sagði kennslu-
kona mér frá heimsókn uppeldis- og
kennslufræðings í franskan mennta-
skóla; var hann kominn til að segja
kennurunum hvernig þeir ættu að
kenna sögu, og hlýddu þeir því á hann með at-
hygli. Fyrirlesturinn var langur, en það kom þó
kennurunum mest á óvart að hann fjallaði mest
um það sem ekki mætti kenna, það mátti alls
ekki segja nemendunum frá grísku borgríkj-
unum og styrjöldum þeirra, né heldur frá sig-
urvinningum Alexanders mikla og herförum
Rómverja, það mátti um fram allt ekki tala um
riddara á miðöldum, og þannig hélt fyrirles-
arinn áfram. Kennararnir hlýddu á þetta í for-
undran, því eins og kennslukonan sagði var
þetta sem bannað var að kenna einmitt það sem
löng reynsla hafði sýnt þeim að nemendurnir
höfðu mestan áhuga á. Að lokum spurði einn
kennarinn í örvæntingu: „Megum við þá ekki
segja nemendunum frá Jóhönnu af Örk?“
Uppeldis- og kennslufræðingurinn gerði þá
hlé á máli sínu stundarkorn og hugsaði svo
brakaði og brast í musculis cerebri, sem kreppt-
ust og teygðust á alla enda og kanta, en að lok-
um kvað hann upp úrskurð sinn: „Það má að
vísu segja frá Jóhönnu af Örk, en með því skil-
yrði þó að skýrt sé tekið fram að þetta sé goð-
sögn.“ Þögn sló á kennarahópinn og ekki voru
bornar fram fleiri spurningar.
2
Nú er rétt að taka fram að sagan af Jó-
hönnu af Örk er tvíþætt, eins og gjarn-
an ber við. Annars vegar er sagan af
hinum raunverulegu atburðum sem
studd er góðum heimildum og sagnfræðingar
hafa rýnt í allar götur síðan Michelet skrifaði
kaflana frægu í Frakklandssögu sinni, og hins
vegar er framhaldslíf Jóhönnu í bókmenntum af
ýmsu tagi, allt frá Francois Villon og Shake-
speare til Anouilh, og svo í kvikmyndum, sem
eru margar til, en það er með fjölbreyttum
hætti því höfundarnir hafa hverju sinni mótað
persónuna eftir lögmálum þess verks sem þeir
voru að skapa og þá kannske tekið sér skálda-
leyfi ýmisleg. En hvorugt þetta er hægt að kalla
„goðsögn“ af neinni skynsemi, og heldur ekki
það þegar ýmsir stórnmálaflokkar hafa notað
Jóhönnu sem tákn, því þeir hafa þá einungis
tekið upp meginþættina í ferli hennar sem ekki
verður um deilt. Orðið „goðsögn“ á hér ekkert
erindi.
Fyrir þessu orði var þá að vísu nokkur hefð í
þrasi og þrætum líðandi stundar, og hafði það
þá mjög neikvæða yfirtóna; í rauninni var það
skammaryrði á sinn hátt. Ég man að eftir valda-
ránið í Chile 1973 voru þeir sem héldu því fram
að leyniþjónusta Bandaríkjamanna hefði verið
með fingurna í þessum atburðum kallaðir „goð-
sagnahöfundar“ („myth-makers“ á eng-
ilsaxnesku), en þeim sem þannig komust að orði
væri sennilega ekki ljúft að það væri rifjað upp,
nú þegar sannanirnar fyrir bellibrögðum
Bandaríkjamanna í Chile eru borðliggjandi, ef
þeir eru þá enn í gagninu. En á þetta orð eitt-
hvert erindi í sagnfræði? Ljóst er að þar hefur
það sitt vissa hlutverk þótt það sé vand-
meðfarið. Vafasamt væri t.d. að tala um „goð-
sögn“ þegar einhverju sem gengur þvert á veru-
leikann er haldið fram í áróðursskyni, eins og
þegar sumir Ísraelsmenn hafa sagt að Palestína
hafi verið nánast því óbyggð og gróðurlítil eyði-
mörk þegar gyðingar tóku að flytjast þangað,
þar hafi einungis verið fáeinir bedúínar á reiki
milli vinja með hjarðir sínar. Í slíkum tilvikum
er rétta orðið fremur „sögufölsun“, því það
merkir nákvæmlega það sem það merkir, þótt
það sé vissulega sterkt. Hins vegar hafa sagn-
fræðingar notað orðið „goðsagnir“ þegar svo
ber við að atburðir taka á sig aðrar myndir í
sameiginlegum endurminningum manna en
samtímaheimildir leiða í ljós, eða þegar þær
endurminningar geyma einhver atriði sem ekki
eru skjalfest gögn fyrir. Þessi notkun orðsins er
góð og gegn, en með því skilyrði þó, að það sé
notað á algerlega hlutlausan hátt, án nokkurrar
niðrandi merkingar, því „goðsagnir“ í þessari
merkingu eru sögulegar staðreyndir eins og
hverjar aðrar, þær lifa meðal almennings, eru
hluti af veruleika hvers tíma og stuðla að því að
móta hann eins og raunverulegir atburðir gera.
Það kann að vera goðsögn að Napóleon hafi
sloppið skrámulaus úr hildarleik eftir að hafa
staðið einn og óvarinn í miðri kúlnahríð (og þó,
hver veit nema hann hafi gert það), en sú goð-
sögn segir sitt um trú hermanna á honum, og er
meira lýsandi fyrir ýmsa þætti þessa tíma og
jafnvel eftirtímans en margur raunverulegur at-
burðurinn sem greint er frá í hinum traustustu
heimildum. Fyrir því eiga sagnfræðingar að
gera grein, en þeir þurfa ekki að vera í eltinga-
leik við kúlurnar.
3
Nú var uppeldis- og kennslufræðing-
urinn talsvert langt á undan sínum tíma,
því orðið „goðsögn“ var þá ekki farið að
skipa þann sess í orðræðum manna sem
það fékk síðar. Nokkrum árum eftir þennan eft-
irminnilega fyrirlestur í kennarastofunni brá
nefnilega svo við, að það varð að tískuorði á
vissu sviði, farið var að stimpla á þennan hátt
fjölmargt það sem tengdist á einn eða annan
hátt þjóðmenningu og þjóðerni, ekki síst sam-
eiginlegar endurminningar þjóðar. Í þeim orð-
ræðum hafði það jafn niðrandi merkingu og í
pólitísku argaþrasi, ef ekki enn meir, en nú und-
ir fræðilegu yfirskini. Tilgangurinn var vit-
anlega sá að gefa í skyn, eða halda því beinlínis
fram, að ekkert af þessu væri raunverulegt, það
væri tilbúningur settur saman í einhverjum
meira eða minna vafasömum tilgangi og tengd-
ist jafnvel margvíslegum ógnum og skelfingum
síðustu tíma. Auk þess var orðið eða sú hugsun
sem var á bak við það (því hún gat verið sett
fram sem slík án þess að orðinu sjálfu væri sleg-
ið fram) notað markvisst til að gera alla þá
hlægilega sem trúðu á slíkar „goðsagnir“, láta
þá líta út eins og grillufangara ef ekki eitthvað
enn verra. Það hlaut að vera heilög skylda allra
hugsandi manna að skera upp herör gegn slík-
um ósóma.
Þessi notkun orðsins var tengd tískukenn-
ingum um að „þjóðir“ væru ekki til sem forn og
rótgróin fyrirbæri, þær væru einungis pólitísk-
ur tilbúningur. Samkvæmt þeim var af og frá að
þjóðerni byggðist á þáttum eins og tungu,
menningu, trúarbrögðum og slíku, að halda því
fram væri ekki annað en eltast við „goðsagnir“,
hinn raunverulegi grundvöllur þjóðernis væri,
samkvæmt vígorði sem var eins útbreitt um
tíma meðal fræðimanna og það var gersamlega
innihaldslaust, „viljinn“ til að mynda þjóð, vilj-
inn til að lifa saman, sem birtist í einhverri
„daglegri atkvæðagreiðslu“, hvað sem það átti
að merkja. Allt þetta var síðan virkjað í áróðri
fyrir Evrópusambandið: ef þjóð var ekkert ann-
að en hópur manna sem vildu lifa saman var
ekki til neinn sá veruleiki í álfunni sem væri
djúpstæðari en þetta samband; ef Evrópumenn
vildu lifa saman væru þeir á sinn hátt orðnir ein
heild, sem kæmi í staðinn fyrir þjóðir álfunnar
og væri ofar þeim öllum. Í grein sem ég las einu
sinni orðaði fræðimaður nokkur það svo, að
„þjóðir“ yrðu að vísu alltaf til, Þjóðverjar
myndu vafalaust halda áfram að borða sínar
bæjarapylsur (undarleg hugmynd um þjóðerni
að halda að það byggist á pylsuáti), en þessar
þjóðir myndu hætta að skipta nokkru minnsta
máli. Og það var kjarni málsins í áróðrinum.
4
Hjá því gat ekki farið að þessar kenn-
ingar bærust til Íslands eftir venjuleg-
um leiðum. Árið 1998 birtist t.d. grein í
Skírni um „ímynduð tengsl þjóðar og
tungu“, þar sem íslensk þjóðerniskennd var
kennd við galdrakallinn í Oz, en það var senni-
lega ekki annað en mælskubragð, kannske ein-
hvers konar hyperbolé af vafasamara taginu, til
að segja að hún væri „goðsögn“, því í greininni
er orðið „mýta“ síðan notað í þessari ákveðnu
merkingu og talað um „mýtuna“ um íslenska
þjóðtungu og „mýtuna“ um tengsl þjóðar og
tungu. Fleiri greinar, ritgerðir og ritgerðasöfn
af svipuðu tagi hafa séð dagsins ljós og er óþarfi
að tíunda það allt saman. En því nefni ég þetta
nú, að í síðasta hefti Skírnis birtist grein þar
sem enn er byggt á hugtakinu „goðsögn“, hún
er eftir Guðna Th. Jóhannesson og nefnist
„Þorskastríðin“. Barátta við erlenda fjandmenn
og innlendar goðsagnir. Er svo að sjá að hún
hafi vakið talsverða hrifningu ýmissa lesenda,
og finnst mér því ekki úr vegi að líta á fáein at-
riði sem hún hefur að geyma.
Um lykilhugtak greinarinnar hefur höf. þetta
að segja: „Íslendingar hafa búið til goðsagnir
um þorskastríðin,“ (leturbr. höf.) og skýrir það
um leið á þennan hátt: „Þegar þetta hugtak (e.
myth) er notað á þennan hátt í sagnfræði felur
það meðal annars í sér að ráðamenn og aðrir
málsvarar ákveðinnar þjóðar fegra fortíð henn-
ar. Þeir segja söguna með sínu lagi til að undir-
strika sameiginlegan, sögulegan arf, ágæti þjóð-
arinnar og afrek hennar að fornu og nýju.“
Síðan bætir hann við: „Goðsagnirnar lifa þannig
í „sameiginlegu“ minni þjóðarinnar og móta sýn
margra á fortíð jafnt sem framtíð“ (ívitn. grein
bls. 456-457). Þetta hljómar nokkuð kunn-
uglega, eins og oft í umræðum erlendis og einn-
ig í áðurnefndri Skírnisgrein er hugtakið „goð-
sögn“ sett í samband við þjóð og sameiginlegar
endurminningar hennar, en að öðru leyti eru
þessar útskýringar ekki eins ljósar og þær
þyrftu að vera. Erfitt er að sjá hvers vegna það
ætti endilega að vera „goðsögn“ ef ráðamenn
þjóðar „segja söguna með sínu lagi“ (hvað ann-
að ættu þeir að gera?), jafnvel þótt þeim hætti
til að „fegra“ hana, og skyldi maður ætla að eitt-
hvað meira þyrfti til svo hægt væri að nota það
orð. Svo er líka allgóður spölur milli þess sem
„ráðamenn þjóðar kunna að segja“ og því sem
lifir í „sameiginlegu“ minni og gæti því í raun og
sann verið kallað „goðsögn“, ef svo ber undir.
Lesandinn hlýtur að vona að framhaldið skýri
þetta betur.
En látum það vera að sinni. Höf. tekur nú fyr-
ir ferns konar „goðsagnir“ um þorskastríðin,
um „áhrif Íslendinga á þróun hafréttar“, um
„þjóðareiningu“, um „vonda útlendinga“ og um
„góða Íslendinga“ og leitast við að hrekja þær
hverja fyrir sig. En þegar á hólminn kemur er
þetta allt undarlega dauft, að ýmsum stóryrðum
slepptum. Nokkrir stjórnmálamenn hafa haldið
því fram að í hafréttarmálum hafi Íslendingar
Sagan af Jóhönnu af Örk „Annars vegar er sagan af hin
skrifaði kaflana frægu í Frakklandssögu sinni, og hins v
kvikmyndum, sem eru margar til, en það er með fjölbrey
og þá kannske tekið sér skáldaleyfi ýmisleg.“
Höfundur veltir hér vöngum yfir hugtakinu „goðsögn“ og hvernig það hefur
verið notað í pólistískri umræðu sem og hugmyndafræðilegri. Tilefnið er grein
Guðna Th. Jóhannessonar um þorskastríðin er birtist í Skírni nýverið.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009
6 LesbókHEIMSSPEKI
Í
Lesbók 6. desember sl. var grein Guðna Th. J
skrifa, er Kristján B. Jónasson fjallaði um ha
sagði hann m.a.: „Og nú síðast er búið að bla
grautinn og enn sem fyrr eru þeir sem vilja inngö
Brusselsnatarnir, eins og þeir verða líklegast kal
átakaretórík sem ESB andstæðingar brúka, of lin
að sjóða hið stóra mikla pólitíska hugsjónaverke
dósir. Á annarri stendur fullveldi, á hinni evra. Ek
Þetta er hinn fullkomni smérklíningur, hið fullko
anna. Nú tekur við skelfileg endurtekning eldgam
veldi og þjóðarsölu og alla þá gömlu frasa, sægre
svartstakkar fallast í einn stóran þjóðernissinna
eyja. Ísland er 200 mílna fiskveiðilögsaga.
Í öllum þessum hrærigraut tilfinninga, neyðar
verið gott að leita til fjölmiðils þar sem horft er y
rits hins íslenska bókmenntafélags, Skírnis. Í nýj
Umræða um goð